Útlendingastofnun tekur athugasemdum mjög alvarlega Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2019 17:40 Í yfirlýsingunni kemur fram að hvorki Útlendingastofnun né stoðdeild Ríkislögreglustjóra hafi aðgang að sjúkraskrám eða öðrum upplýsingum heilbrigðiskerfisins. Því þurfi starfsmenn þeirra að reiða sig á útgefin vottorð lækna til að byggja ákvarðanir á. Vísir/Vilhelm Útlendingastofnun tekur athugasemdir aðstoðarmanns landlæknis og starfsfólks heilbrigðiskerfisins um að með flutningi konu til Albaníu í gær úr landi hafi verið farið gegn ráðleggingum sérfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna mjög alvarlega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni þar sem einnig kemur fram að búið sé að óska eftir fundi með embætti landlæknis svo hægt verði að fara yfir málið og kanna með hvaða hætti skuli standa að öflun læknisvottorða vegna slíkra mála. Í yfirlýsingunni kemur fram að hvorki Útlendingastofnun né stoðdeild Ríkislögreglustjóra hafi aðgang að sjúkraskrám eða öðrum upplýsingum heilbrigðiskerfisins. Því þurfi starfsmenn þeirra að reiða sig á útgefin vottorð lækna til að byggja ákvarðanir á. „Það er reynsla stofnunarinnar hingað til að þegar læknar telji óráðlegt af heilbrigðisástæðum að einstaklingur sé fluttur úr landi með flugi þá sé kveðið á um það með skýrum hætti í vottorði og er framkvæmd flutnings frestað í slíkum tilvikum,“ segir í yfirlýsingunni. Konan kom hingað til lands ásamt manni sínum og barni og sótti um alþjóðlega vernd í byrjun október.Sjá einnig: Tók afrit af vottorðinu því flóttafólk þurfi alltaf að bera sönnunarbyrðina „Málið var afgreitt af Útlendingastofnun með ákvörðun um synjun í forgangsmeðferð þann 11. október. Í framhaldinu var málinu vísað til stoðdeildar Ríkislögreglustjóra sem ber ábyrgð á því að framkvæma ákvarðanir um flutning umsækjenda til síns heima. Undirbúningur stoðdeildar varðandi tilhögun á lögreglufylgd tekur sinn tíma en hann felst meðal annars í vali á ferðaleið og öflun samþykkis erlendra stjórnvalda fyrir gegnumför lögreglumanna í fylgd sem og stjórnvalda í móttökuríki. Þar að auki er það hlutverk starfsmanna stoðdeildar að ganga úr skugga um að ekki séu til staðar ástæður sem koma í veg fyrir framkvæmd flutningsins.“ Starfsmenn stoðdeildar höfðu samband við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu, sem annast þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, og fékk vottorð frá lækni um að konan væri gengin rúmar 35 vikur og ferðafær. Það vottorð var gefið út þann 4. nóvember, eða degi fyrir brottvísun fjölskyldunnar. Það er í samræmi við reglur flugfélaga um aldur slíkra vottorða. Seinna þann sama dag fór konan á kvennadeild Landspítala og var útskrifuð eftir miðnætti. Lögregluþjónar fengu tilkynningu um það þegar konan var aftur komin í búsetuúrræðið þar sem hún hefur haldið til og fóru þangað og ræddu við hana. Samkvæmt áðurnefndri yfirlýsingu fengu þeir að sjá vottorðið og kom þar hvergi fram að fyrirhugaður flutningur væri óráðlegur né að hann myndi stefna öryggi hennar í hættu. Því hafi verið ákveðið að hætta ekki við brottvísunina. „Eins og settur forstjóri Útlendingastofnunar fór yfir í samtölum við fjölmiðla í gær var framkvæmdin í þessu tiltekna máli í samræmi við stefnu stjórnvalda um mannúðlega og skjóta afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd og í samræmi við verklag Útlendingastofnunar og stoðdeildar ríkislögreglustjóra í slíkum málum,“ segir í yfirlýsingunni. Hælisleitendur Lögreglumál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. 6. nóvember 2019 14:12 Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Útlendingastofnun tekur athugasemdir aðstoðarmanns landlæknis og starfsfólks heilbrigðiskerfisins um að með flutningi konu til Albaníu í gær úr landi hafi verið farið gegn ráðleggingum sérfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna mjög alvarlega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni þar sem einnig kemur fram að búið sé að óska eftir fundi með embætti landlæknis svo hægt verði að fara yfir málið og kanna með hvaða hætti skuli standa að öflun læknisvottorða vegna slíkra mála. Í yfirlýsingunni kemur fram að hvorki Útlendingastofnun né stoðdeild Ríkislögreglustjóra hafi aðgang að sjúkraskrám eða öðrum upplýsingum heilbrigðiskerfisins. Því þurfi starfsmenn þeirra að reiða sig á útgefin vottorð lækna til að byggja ákvarðanir á. „Það er reynsla stofnunarinnar hingað til að þegar læknar telji óráðlegt af heilbrigðisástæðum að einstaklingur sé fluttur úr landi með flugi þá sé kveðið á um það með skýrum hætti í vottorði og er framkvæmd flutnings frestað í slíkum tilvikum,“ segir í yfirlýsingunni. Konan kom hingað til lands ásamt manni sínum og barni og sótti um alþjóðlega vernd í byrjun október.Sjá einnig: Tók afrit af vottorðinu því flóttafólk þurfi alltaf að bera sönnunarbyrðina „Málið var afgreitt af Útlendingastofnun með ákvörðun um synjun í forgangsmeðferð þann 11. október. Í framhaldinu var málinu vísað til stoðdeildar Ríkislögreglustjóra sem ber ábyrgð á því að framkvæma ákvarðanir um flutning umsækjenda til síns heima. Undirbúningur stoðdeildar varðandi tilhögun á lögreglufylgd tekur sinn tíma en hann felst meðal annars í vali á ferðaleið og öflun samþykkis erlendra stjórnvalda fyrir gegnumför lögreglumanna í fylgd sem og stjórnvalda í móttökuríki. Þar að auki er það hlutverk starfsmanna stoðdeildar að ganga úr skugga um að ekki séu til staðar ástæður sem koma í veg fyrir framkvæmd flutningsins.“ Starfsmenn stoðdeildar höfðu samband við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu, sem annast þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, og fékk vottorð frá lækni um að konan væri gengin rúmar 35 vikur og ferðafær. Það vottorð var gefið út þann 4. nóvember, eða degi fyrir brottvísun fjölskyldunnar. Það er í samræmi við reglur flugfélaga um aldur slíkra vottorða. Seinna þann sama dag fór konan á kvennadeild Landspítala og var útskrifuð eftir miðnætti. Lögregluþjónar fengu tilkynningu um það þegar konan var aftur komin í búsetuúrræðið þar sem hún hefur haldið til og fóru þangað og ræddu við hana. Samkvæmt áðurnefndri yfirlýsingu fengu þeir að sjá vottorðið og kom þar hvergi fram að fyrirhugaður flutningur væri óráðlegur né að hann myndi stefna öryggi hennar í hættu. Því hafi verið ákveðið að hætta ekki við brottvísunina. „Eins og settur forstjóri Útlendingastofnunar fór yfir í samtölum við fjölmiðla í gær var framkvæmdin í þessu tiltekna máli í samræmi við stefnu stjórnvalda um mannúðlega og skjóta afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd og í samræmi við verklag Útlendingastofnunar og stoðdeildar ríkislögreglustjóra í slíkum málum,“ segir í yfirlýsingunni.
Hælisleitendur Lögreglumál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. 6. nóvember 2019 14:12 Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. 6. nóvember 2019 14:12
Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03