Lýsa yfir þungum áhyggjum af þjónustusamningi við RÚV Ari Brynjólfsson skrifar 7. nóvember 2019 06:15 Þjónustusamningur ráðuneytisins við RÚV rennur út um áramót. Fréttablaðið/Pjetur Sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur hafa miklar áhyggjur af því að gagnrýni frá þeim verði ekki tekin með í reikninginn við gerð nýs þjónustusamnings mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Ríkisútvarpið. Nýr samningur til ársins 2024 mun líta dagsins ljós fyrir áramót. Ráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurnum um stöðuna á samningagerðinni en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hún á lokametrunum. Helstu áhyggjurnar snúa að því að ekki verði skerpt á skilgreiningu á hvað sé sjálfstæður framleiðandi. RÚV skilgreinir sjálfstæðan framleiðanda sem „seljanda tilbúins efnis eða umsjónarmann eða framleiðanda efnis“. Samkvæmt reglugerð um Kvikmyndasjóð má hins vegar finna skilgreininguna „sjálfstæður framleiðandi er fyrirtæki sem hefur kvikmyndagerð að meginstarfi“. Samtök iðnaðarins (SI) óskuðu eftir svörum frá ráðuneytinu fyrir meira en ári og funduðu með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í mars. Síðan hafa engin svör borist. „Útfærsla þjónustusamningsins skiptir sköpum fyrir hagsmuni okkar félagsmanna,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI. „Ég trúi ekki öðru en að ráðuneytið eigi við okkur samtal um þessi mál áður en gengið verður frá þjónustusamningnum. RÚV teygir sig mjög langt í skilgreiningu á því hvað telst sjálfstæður kvikmyndaframleiðandi. Við teljum að með því sé vegið að hagsmunum greinarinnar.“ Samkvæmt núgildandi þjónustusamningi er RÚV skyldað til að láta einn tíunda af útgjöldum renna til sjálfstæðra framleiðenda. Yfirlit yfir viðskipti RÚV við sjálfstæða framleiðendur á árunum 2016 og 2017 eru aðgengileg á vef Alþingis. Þar sést að í mörgum tilfellum er um að ræða þáttastjórnendur og jafnvel aðrar opinberar stofnanir. „Yfirlitin benda til þess að verið sé að fella almenn viðskiptasambönd og aðkeypta þjónustu frá hinum ýmsu aðilum undir kaup á efni frá sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Sigríður. „Að okkar mati þarf að fara ofan í saumana á þessu og tryggja að upprunalegur tilgangur þessa hlutverks RÚV um að efla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi nái fram að ganga.“ RÚV neitar að afhenda Fréttablaðinu yfirlit yfir viðskipti við sjálfstæða framleiðendur árið 2018, er það nú til umfjöllunar hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Fleiri atriði tengjast gerð þjónustusamningsins, þá helst vera RÚV á auglýsingamarkaði. Fram kemur í svari RÚV við fyrirspurn Fréttablaðsins að tekjur af sölu auglýsinga námu tveimur milljörðum í fyrra, er það um einn þriðji tekna stofnunarinnar. Rekstur auglýsingadeildar var rúmur einn tíundi af þeirri upphæð, eða 255 milljónir króna. Alls var hlutdeild samkeppnisrekstrar í kostnaði um 525 milljónir króna í fyrra, en um 270 milljónir króna af því myndi áfram falla á RÚV ef stofnunin hyrfi af auglýsingamarkaði. Það þýðir að RÚV þyrfti um 1,8 milljarða króna til viðbótar til að halda áfram rekstri í núverandi mynd. Ríkisendurskoðun er nú að vinna stjórnsýsluúttekt á RÚV. Nær úttektin til fjármögnunar og reikningsskila og samkeppnisreksturs RÚV. Í byrjun hausts var gert ráð fyrir að skýrslan yrði tilbúin í síðari hluta október. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er dregin upp dökk mynd af stjórnsýslu RÚV í skýrslunni. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur hafa miklar áhyggjur af því að gagnrýni frá þeim verði ekki tekin með í reikninginn við gerð nýs þjónustusamnings mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Ríkisútvarpið. Nýr samningur til ársins 2024 mun líta dagsins ljós fyrir áramót. Ráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurnum um stöðuna á samningagerðinni en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hún á lokametrunum. Helstu áhyggjurnar snúa að því að ekki verði skerpt á skilgreiningu á hvað sé sjálfstæður framleiðandi. RÚV skilgreinir sjálfstæðan framleiðanda sem „seljanda tilbúins efnis eða umsjónarmann eða framleiðanda efnis“. Samkvæmt reglugerð um Kvikmyndasjóð má hins vegar finna skilgreininguna „sjálfstæður framleiðandi er fyrirtæki sem hefur kvikmyndagerð að meginstarfi“. Samtök iðnaðarins (SI) óskuðu eftir svörum frá ráðuneytinu fyrir meira en ári og funduðu með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í mars. Síðan hafa engin svör borist. „Útfærsla þjónustusamningsins skiptir sköpum fyrir hagsmuni okkar félagsmanna,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI. „Ég trúi ekki öðru en að ráðuneytið eigi við okkur samtal um þessi mál áður en gengið verður frá þjónustusamningnum. RÚV teygir sig mjög langt í skilgreiningu á því hvað telst sjálfstæður kvikmyndaframleiðandi. Við teljum að með því sé vegið að hagsmunum greinarinnar.“ Samkvæmt núgildandi þjónustusamningi er RÚV skyldað til að láta einn tíunda af útgjöldum renna til sjálfstæðra framleiðenda. Yfirlit yfir viðskipti RÚV við sjálfstæða framleiðendur á árunum 2016 og 2017 eru aðgengileg á vef Alþingis. Þar sést að í mörgum tilfellum er um að ræða þáttastjórnendur og jafnvel aðrar opinberar stofnanir. „Yfirlitin benda til þess að verið sé að fella almenn viðskiptasambönd og aðkeypta þjónustu frá hinum ýmsu aðilum undir kaup á efni frá sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Sigríður. „Að okkar mati þarf að fara ofan í saumana á þessu og tryggja að upprunalegur tilgangur þessa hlutverks RÚV um að efla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi nái fram að ganga.“ RÚV neitar að afhenda Fréttablaðinu yfirlit yfir viðskipti við sjálfstæða framleiðendur árið 2018, er það nú til umfjöllunar hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Fleiri atriði tengjast gerð þjónustusamningsins, þá helst vera RÚV á auglýsingamarkaði. Fram kemur í svari RÚV við fyrirspurn Fréttablaðsins að tekjur af sölu auglýsinga námu tveimur milljörðum í fyrra, er það um einn þriðji tekna stofnunarinnar. Rekstur auglýsingadeildar var rúmur einn tíundi af þeirri upphæð, eða 255 milljónir króna. Alls var hlutdeild samkeppnisrekstrar í kostnaði um 525 milljónir króna í fyrra, en um 270 milljónir króna af því myndi áfram falla á RÚV ef stofnunin hyrfi af auglýsingamarkaði. Það þýðir að RÚV þyrfti um 1,8 milljarða króna til viðbótar til að halda áfram rekstri í núverandi mynd. Ríkisendurskoðun er nú að vinna stjórnsýsluúttekt á RÚV. Nær úttektin til fjármögnunar og reikningsskila og samkeppnisreksturs RÚV. Í byrjun hausts var gert ráð fyrir að skýrslan yrði tilbúin í síðari hluta október. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er dregin upp dökk mynd af stjórnsýslu RÚV í skýrslunni.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira