Sportpakkinn: Erik Hamrén segir leikinn í Tyrklandi vera mjög erfiða en um leið mjög áhugaverða áskorun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 15:00 Erik Hamrén eftir sigur á Tyrkjum í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum. Getty/Oliver Hardt Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, fór komandi leiki íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020 en íslenska liðið verður að vinna tvo síðustu leiki sína á móti Tyrklandi og Moldóvu til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum. Erik Hamrén valdi hópinn í dag og þar er enginn Emil Hallfreðsson að þessu sinni. Emil hefur verið í landsliðinu að undanförnu þrátt fyrir að vera án liðs en Erik Hamrén segir það ekki ganga endalaust. Guðjón Guðmundsson setti saman frétt með viðtali við Erik Hamrén sem tekið var á blaðamannafundi þjálfara landsliðsins í dag. Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með íslenska landsliðinu vegna meiðsla ekki frekar en Aron Einar Gunnarsson. Erik Hamrén var spurður út í fjarveru Emils. „Eins og ég sagði í sumar þá verður það vandamál ef hann finnur sér ekki lið. Það var líka þannig með Birki. Það er ekki hægt fyrir leikmann að vera í formi til að spila landsleiki ef hann er ekki að æfa og spila. Þetta var í lagi í september og október þar sem hann hjálpaði liðinu en þetta gengur ekki upp í svona langan tíma,“ sagði Erik Hamrén. Leikirnir eru á móti Tyrklandi í Istanbul 14. nóvember og á móti Moldóvum þremur dögum síðar. Þetta eru leikir sem verða að vinnast ætli íslenska liðið sér í lokakeppni EM. „Það er áhugaverð áskorun að spila í Istanbul og á þessum velli. Þetta verður eitthvað,“ sagði Erik Hamrén. „Ég hef stýrt liðum í Tyrklandi og þar er frábært andrúmsloft. Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur en um leið mjög áhugaverð áskorun. Ég vona að við tökumst á við hana og sýnum hvað við getum. Við verðum að gera okkar allra besta til að vinna og það er markmiðið að vinna þennan leik. Þar liggur eini möguleiki okkar, að vinna leikinn við Tyrki og þá ræðst þetta allt í lokaumferðinni,“ sagði Erik Hamrén. Íslenska landsliðið vann 3-0 sigur á Tyrklandi þegar þjóðirnar mættust síðast úti og svo 2-1 sigur í fyrri leik þjóðanna á Laugardalsvellinum í júní. „Það var magnað að vinna þá 3-0 úti en Tyrkir eru með allt annað lið í dag. Þeim hefur tekist að setja saman mjög góða blöndu af leikmönnum og þeir hafa aðeins fengið á sig þrjú mörk í allri undankeppninni þar af tvö þeirra í fyrri leiknum við okkur,“ sagði Erik Hamrén. „Þeir eru með mjög sterkt lið sem hefur ekki enn fengið á sig mark í opnum leik. Úrslitin í fyrri leiknum sýna okkur það að við getum unnið þá og ég vona að það takist hjá okkur aftur,“ sagði Erik Hamrén. Það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Erik Hamrén segir leikinn í Tyrklandi vera mjög erfiða en um leið mjög áhugaverða áskorun EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira
Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, fór komandi leiki íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020 en íslenska liðið verður að vinna tvo síðustu leiki sína á móti Tyrklandi og Moldóvu til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum. Erik Hamrén valdi hópinn í dag og þar er enginn Emil Hallfreðsson að þessu sinni. Emil hefur verið í landsliðinu að undanförnu þrátt fyrir að vera án liðs en Erik Hamrén segir það ekki ganga endalaust. Guðjón Guðmundsson setti saman frétt með viðtali við Erik Hamrén sem tekið var á blaðamannafundi þjálfara landsliðsins í dag. Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með íslenska landsliðinu vegna meiðsla ekki frekar en Aron Einar Gunnarsson. Erik Hamrén var spurður út í fjarveru Emils. „Eins og ég sagði í sumar þá verður það vandamál ef hann finnur sér ekki lið. Það var líka þannig með Birki. Það er ekki hægt fyrir leikmann að vera í formi til að spila landsleiki ef hann er ekki að æfa og spila. Þetta var í lagi í september og október þar sem hann hjálpaði liðinu en þetta gengur ekki upp í svona langan tíma,“ sagði Erik Hamrén. Leikirnir eru á móti Tyrklandi í Istanbul 14. nóvember og á móti Moldóvum þremur dögum síðar. Þetta eru leikir sem verða að vinnast ætli íslenska liðið sér í lokakeppni EM. „Það er áhugaverð áskorun að spila í Istanbul og á þessum velli. Þetta verður eitthvað,“ sagði Erik Hamrén. „Ég hef stýrt liðum í Tyrklandi og þar er frábært andrúmsloft. Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur en um leið mjög áhugaverð áskorun. Ég vona að við tökumst á við hana og sýnum hvað við getum. Við verðum að gera okkar allra besta til að vinna og það er markmiðið að vinna þennan leik. Þar liggur eini möguleiki okkar, að vinna leikinn við Tyrki og þá ræðst þetta allt í lokaumferðinni,“ sagði Erik Hamrén. Íslenska landsliðið vann 3-0 sigur á Tyrklandi þegar þjóðirnar mættust síðast úti og svo 2-1 sigur í fyrri leik þjóðanna á Laugardalsvellinum í júní. „Það var magnað að vinna þá 3-0 úti en Tyrkir eru með allt annað lið í dag. Þeim hefur tekist að setja saman mjög góða blöndu af leikmönnum og þeir hafa aðeins fengið á sig þrjú mörk í allri undankeppninni þar af tvö þeirra í fyrri leiknum við okkur,“ sagði Erik Hamrén. „Þeir eru með mjög sterkt lið sem hefur ekki enn fengið á sig mark í opnum leik. Úrslitin í fyrri leiknum sýna okkur það að við getum unnið þá og ég vona að það takist hjá okkur aftur,“ sagði Erik Hamrén. Það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Erik Hamrén segir leikinn í Tyrklandi vera mjög erfiða en um leið mjög áhugaverða áskorun
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira