Solskjær: Við þurftum á svona frammistöðu að halda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2019 08:00 Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, var skælbrosandi eftir leik. Getty/Robbie Jay Barratt Manchester United sýndi sínar bestu hliðar í 3-0 sigri á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í gærkvöldi sem er eitthvað sem stuðningsmenn félagsins hafa séð alltof lítið af á þessu tímabili. Knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær var líka ánægður með liðið. „Við þurftum sigurinn en við þurfum líka á svona frammistöðu að halda þar sem strákarnir sóttu meira og reyndu að skora meira en eitt mark,“ sagði Ole Gunnar Solskjær við BT Sport eftir leik. Með sigrinum tryggði Manchester United sér sæti í 32 liða úrslitunum þótt að enn sé tveir leikir eftir í riðlinum.Manchester United cruised past Partizan Belgrade to reach the knockout stages of the Europa League with two games to spare. Match report: https://t.co/DaMwtXPP88#MUFC#bbcfootball#UELpic.twitter.com/QWHHUWIxY4 — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2019 „Við hefðum getað skorað fullt af mörkum til viðbótar en það var ánægjulegt og mikilvægt að fá stigin,“ sagði Solskjær. „Það er búist við því að þú vinnir heimaleikinn þinn á móti svona liðum. Ég ber samt virðingu fyrir Partizan-liðinu því þeir gáfu okkur alvöru leik úti en hér heima eigum við að vinna þá,“ sagði Solskjær.Scott McTominay could be a doubt for Scotland's #EURO2020 qualifiers against Cyprus and Kazakhstan after suffering an ankle injury. More: https://t.co/z8F26ciLCC#mufc#bbcfootballpic.twitter.com/xlwqSFXYSA — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2019 „Við áttum möguleika á að gera út um leikinn á fyrstu tíu mínútunum en þú færð mikið sjálfstraust við það að vera 2-0 yfir í hálfleik,“ sagði Solskjær. Það voru samt ekki bara góðar fréttir af liðinu í gær því Scott McTominay, miðjumaðurinn öflugi, meiddist í leiknum. „Hann sagði að hann yrði í lagi en ég veit ekki. Vonandi getur hann náð leiknum á sunnudaginn,“ sagði Solskjær en Manchester United mætir þá Brighton. „Við viljum vinna riðilinn en okkur hlakkar ekkert til að ferðast til Astana og þurfa síðan að mæta Aston Villa, Spurs og Man City í vikunni á eftir. Ég hvíli því kannski einhverja leikmenn í þeim leik,“ sagði Solskjær. „Það er alltaf gott fyrir leikmenn að skora mörk og fá með því meira sjálfstraust. Við vitum hversu mikilvægur sunnudagsleikurinn er fyrir okkur af því að við horfum upp töfluna á fjögur efstu sætin,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira
Manchester United sýndi sínar bestu hliðar í 3-0 sigri á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í gærkvöldi sem er eitthvað sem stuðningsmenn félagsins hafa séð alltof lítið af á þessu tímabili. Knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær var líka ánægður með liðið. „Við þurftum sigurinn en við þurfum líka á svona frammistöðu að halda þar sem strákarnir sóttu meira og reyndu að skora meira en eitt mark,“ sagði Ole Gunnar Solskjær við BT Sport eftir leik. Með sigrinum tryggði Manchester United sér sæti í 32 liða úrslitunum þótt að enn sé tveir leikir eftir í riðlinum.Manchester United cruised past Partizan Belgrade to reach the knockout stages of the Europa League with two games to spare. Match report: https://t.co/DaMwtXPP88#MUFC#bbcfootball#UELpic.twitter.com/QWHHUWIxY4 — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2019 „Við hefðum getað skorað fullt af mörkum til viðbótar en það var ánægjulegt og mikilvægt að fá stigin,“ sagði Solskjær. „Það er búist við því að þú vinnir heimaleikinn þinn á móti svona liðum. Ég ber samt virðingu fyrir Partizan-liðinu því þeir gáfu okkur alvöru leik úti en hér heima eigum við að vinna þá,“ sagði Solskjær.Scott McTominay could be a doubt for Scotland's #EURO2020 qualifiers against Cyprus and Kazakhstan after suffering an ankle injury. More: https://t.co/z8F26ciLCC#mufc#bbcfootballpic.twitter.com/xlwqSFXYSA — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2019 „Við áttum möguleika á að gera út um leikinn á fyrstu tíu mínútunum en þú færð mikið sjálfstraust við það að vera 2-0 yfir í hálfleik,“ sagði Solskjær. Það voru samt ekki bara góðar fréttir af liðinu í gær því Scott McTominay, miðjumaðurinn öflugi, meiddist í leiknum. „Hann sagði að hann yrði í lagi en ég veit ekki. Vonandi getur hann náð leiknum á sunnudaginn,“ sagði Solskjær en Manchester United mætir þá Brighton. „Við viljum vinna riðilinn en okkur hlakkar ekkert til að ferðast til Astana og þurfa síðan að mæta Aston Villa, Spurs og Man City í vikunni á eftir. Ég hvíli því kannski einhverja leikmenn í þeim leik,“ sagði Solskjær. „Það er alltaf gott fyrir leikmenn að skora mörk og fá með því meira sjálfstraust. Við vitum hversu mikilvægur sunnudagsleikurinn er fyrir okkur af því að við horfum upp töfluna á fjögur efstu sætin,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira