Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 8. nóvember 2019 16:21 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. Kjarasamingar blaða- og myndatökumanna í Blaðamannafélagi Íslands hafa verið lausir frá áramótum og hafa samningaviðræður undanfarna mánuði engan árangur borið. Félagið hefur því boðað stigvaxandi vinnustöðvun blaðamanna, ljósmyndara og myndatökumanna á netmiðlum þeirra útgáfufyrirtækja sem eru í Samtökum atvinnulífsins þrjá föstudaga í röð. Fyrsta vinnustöðvunin hófst klukkan tíu í morgun og stendur í fjórar klukkustundir eða til klukkan tvö. Hún nær til Vísis, Mbl.is, fréttavefs Fréttablaðsins og þeirra fréttamanna RÚV sem skrifa fyrir vef Ríkisútvarpsins. Hafi ekki samist föstudaginn eftir viku leggja félagsmenn niður störf í átta klukkustundir og þriðja föstudag héðan í frá í tólf klukkustundir. Hafi samningar enn ekki tekist að eftir þessar vinnustöðvanir, munu blaðamenn á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu leggja niður störf allan fimmtudaginn hinn 28. nóvember.Blöskrar framkoma virtra miðla Formaður Blaðamannafélags Íslands var ekki ánægður með stöðu mála þegar rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. „Því miður eru verkfallsbrot í gangi, bæði á Morgunblaðinu og RÚV að okkar mati, og það er ótrúlegt að menn skuli beita sér fyrir því að reyna að brjóta niður vinnustöðvun með þessum hætti á 21. öldinni. Þetta er eins og á kreppuárunum finnst mér. Að menn láti sér detta það í hug að brjóta löglega boðaða vinnustöðvun,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.Í hverju felast verkfallsbrotin? „Það er verið að skrifa inn á vefinn á Morgunblaðinu og það eru verktakar að taka upp hjá RÚV. Ég skil ekki að þessi virtu fyrirtæki skuli hegða sér með þessum hætti. Ég var ítrekað búinn að óska eftir því að farið yrði yfir framkvæmd verkfallsins en fékk engin svör. Ég fékk svör frá Sýn og það var farið yfir það, þar hefur framkvæmdin verið til fyrirmyndar, og á Fréttablaðinu eftir því sem ég best veit. En engin svör frá hinum og svo brjóta þau löglega boðað verkfall. Þetta er með ólíkindum.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir mikil óánægja meðal blaðamanna Mbl.is með þá staðreynd að blaðamenn Morgunblaðsins og verktakar hafi skrifað inn á vefinn á meðan vinnustöðvun stóð. Samtök atvinnulífsins hafa sent aðra túlkun á því hverjir mega vinna.Verið að brjóta niður blaðamenn „Okkar lögmaður er með aðra túlkun. En þetta er eitthvað sem ég hefði viljað fara yfir í aðdraganda verkfallsins svo það væri hægt að leysa þessi mál og það kæmu ekki leiðindi út úr þessu. Blaðamenn eru að berjast fyrir kröfum sínum, þeir hafa til þess heimild samkvæmt lögum að boða vinnustöðvun, og það er verið að brjóta það niður með þessum hætti.“ Samningar hafa náðst við minni miðla. „Það var samið við Stundina í gær. Ég á von á því að það verði niðurstaða af viðræðum við DV í dag. Ég var á viðræðufundi með Bændablaðinu í gær og hef verið á fundi með Viðskiptablaðinu. Þetta gengur mjög vel. Þessir litlu miðlar, þetta vefst þeim ekki í augum þessa hóflegu launabætur sem verið er að fara fram á.“Eru einhverjar viðræður í gangi eða framundan?„Það er ekkert boðað formlega. Ég hef verið í óformlegum samtölum við SA en það hefur ekkert komið út úr því og ég er mjög svartsýnn.“ Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. Kjarasamingar blaða- og myndatökumanna í Blaðamannafélagi Íslands hafa verið lausir frá áramótum og hafa samningaviðræður undanfarna mánuði engan árangur borið. Félagið hefur því boðað stigvaxandi vinnustöðvun blaðamanna, ljósmyndara og myndatökumanna á netmiðlum þeirra útgáfufyrirtækja sem eru í Samtökum atvinnulífsins þrjá föstudaga í röð. Fyrsta vinnustöðvunin hófst klukkan tíu í morgun og stendur í fjórar klukkustundir eða til klukkan tvö. Hún nær til Vísis, Mbl.is, fréttavefs Fréttablaðsins og þeirra fréttamanna RÚV sem skrifa fyrir vef Ríkisútvarpsins. Hafi ekki samist föstudaginn eftir viku leggja félagsmenn niður störf í átta klukkustundir og þriðja föstudag héðan í frá í tólf klukkustundir. Hafi samningar enn ekki tekist að eftir þessar vinnustöðvanir, munu blaðamenn á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu leggja niður störf allan fimmtudaginn hinn 28. nóvember.Blöskrar framkoma virtra miðla Formaður Blaðamannafélags Íslands var ekki ánægður með stöðu mála þegar rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. „Því miður eru verkfallsbrot í gangi, bæði á Morgunblaðinu og RÚV að okkar mati, og það er ótrúlegt að menn skuli beita sér fyrir því að reyna að brjóta niður vinnustöðvun með þessum hætti á 21. öldinni. Þetta er eins og á kreppuárunum finnst mér. Að menn láti sér detta það í hug að brjóta löglega boðaða vinnustöðvun,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.Í hverju felast verkfallsbrotin? „Það er verið að skrifa inn á vefinn á Morgunblaðinu og það eru verktakar að taka upp hjá RÚV. Ég skil ekki að þessi virtu fyrirtæki skuli hegða sér með þessum hætti. Ég var ítrekað búinn að óska eftir því að farið yrði yfir framkvæmd verkfallsins en fékk engin svör. Ég fékk svör frá Sýn og það var farið yfir það, þar hefur framkvæmdin verið til fyrirmyndar, og á Fréttablaðinu eftir því sem ég best veit. En engin svör frá hinum og svo brjóta þau löglega boðað verkfall. Þetta er með ólíkindum.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir mikil óánægja meðal blaðamanna Mbl.is með þá staðreynd að blaðamenn Morgunblaðsins og verktakar hafi skrifað inn á vefinn á meðan vinnustöðvun stóð. Samtök atvinnulífsins hafa sent aðra túlkun á því hverjir mega vinna.Verið að brjóta niður blaðamenn „Okkar lögmaður er með aðra túlkun. En þetta er eitthvað sem ég hefði viljað fara yfir í aðdraganda verkfallsins svo það væri hægt að leysa þessi mál og það kæmu ekki leiðindi út úr þessu. Blaðamenn eru að berjast fyrir kröfum sínum, þeir hafa til þess heimild samkvæmt lögum að boða vinnustöðvun, og það er verið að brjóta það niður með þessum hætti.“ Samningar hafa náðst við minni miðla. „Það var samið við Stundina í gær. Ég á von á því að það verði niðurstaða af viðræðum við DV í dag. Ég var á viðræðufundi með Bændablaðinu í gær og hef verið á fundi með Viðskiptablaðinu. Þetta gengur mjög vel. Þessir litlu miðlar, þetta vefst þeim ekki í augum þessa hóflegu launabætur sem verið er að fara fram á.“Eru einhverjar viðræður í gangi eða framundan?„Það er ekkert boðað formlega. Ég hef verið í óformlegum samtölum við SA en það hefur ekkert komið út úr því og ég er mjög svartsýnn.“
Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira