Sebastian: Ég hef alltaf mætt í viðtöl en hvar eruð þið búnir að vera? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2019 20:11 Sebastian sagði slæma færanýtingu hafa orðið Stjörnunni að falli. vísir/bára Sebastian Alexandersson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki sáttur eftir jafnteflið við Hauka, 22-22, í kvöld. „Ég er mjög ósáttur. Það vantaði smá upp á kraft. Þetta var þriðji krefjandi leikurinn okkar á einni viku. Þær höfðu aðeins meiri orku í lokin,“ sagði Sebastian í samtali við Vísi. „Eins og venjulega spiluðum við frábæra vörn. Mér fannst við sundurspila þær á stórum köflum í leiknum en klikkuðum á alltof mörgum dauðafærum. Það hefur verið of mikið um það í vetur. Svo verða dómararnir að samræma sig betur. Það sem eitt par dæmir, annað dæmir það ekki. Ég var alveg „lost“ með sumt í dag en það hafði ekkert með leikinn að gera.“ Miðað við frammistöðuna sagði Sebastian að Stjarnan gæti verið nokkuð sátt með eitt stig út úr leiknum. „Því miður spiluðum við ekki betur en þetta en fengum samt stig. Er ekki sagt að það sé einkenni góðra liða; að spila illa og tapa ekki. Við tökum stigið en mér fannst við geta gert betur,“ sagði Sebastian. „Mér fannst við geta nýtt færin betur. Svo vorum við að reyna of erfiða hluti. Kappið var oft meira en skynsemin. En heilt yfir fengum við fín færi til að loka leiknum en hleyptum þeim alltaf inn í hann. Þetta er fimmti leikurinn í röð þar sem við fáum ekki það sem við viljum út af færanýtingu.“ Sebastian var með skilaboð til fjölmiðla eftir viðtalið. „Ég er með eina vinsamlega fyrirspurn ef ég má bæta við. Smá innlegg í umræðuna um þjálfara og viðtöl. Ég tók eftir því að mönnum var heitt í hamsi þegar Bjarni Fritzson [þjálfari karlaliðs ÍR] mætti ekki í viðtöl um daginn. Þetta er meira í gamni en samt ekki. Nú er þetta 8. umferð og ég hef mætt í viðtöl eftir hvern einasta leik. Má ég spyrja hvar eruð þið búnir að vera?“ spurði Sebastian. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Haukar 22-22 | Stig á lið í Garðabænum Stjarnan og Haukar skildu jöfn, 22-22, í hörkuleik í Garðabænum í kvöld. 9. nóvember 2019 20:15 Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Sebastian Alexandersson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki sáttur eftir jafnteflið við Hauka, 22-22, í kvöld. „Ég er mjög ósáttur. Það vantaði smá upp á kraft. Þetta var þriðji krefjandi leikurinn okkar á einni viku. Þær höfðu aðeins meiri orku í lokin,“ sagði Sebastian í samtali við Vísi. „Eins og venjulega spiluðum við frábæra vörn. Mér fannst við sundurspila þær á stórum köflum í leiknum en klikkuðum á alltof mörgum dauðafærum. Það hefur verið of mikið um það í vetur. Svo verða dómararnir að samræma sig betur. Það sem eitt par dæmir, annað dæmir það ekki. Ég var alveg „lost“ með sumt í dag en það hafði ekkert með leikinn að gera.“ Miðað við frammistöðuna sagði Sebastian að Stjarnan gæti verið nokkuð sátt með eitt stig út úr leiknum. „Því miður spiluðum við ekki betur en þetta en fengum samt stig. Er ekki sagt að það sé einkenni góðra liða; að spila illa og tapa ekki. Við tökum stigið en mér fannst við geta gert betur,“ sagði Sebastian. „Mér fannst við geta nýtt færin betur. Svo vorum við að reyna of erfiða hluti. Kappið var oft meira en skynsemin. En heilt yfir fengum við fín færi til að loka leiknum en hleyptum þeim alltaf inn í hann. Þetta er fimmti leikurinn í röð þar sem við fáum ekki það sem við viljum út af færanýtingu.“ Sebastian var með skilaboð til fjölmiðla eftir viðtalið. „Ég er með eina vinsamlega fyrirspurn ef ég má bæta við. Smá innlegg í umræðuna um þjálfara og viðtöl. Ég tók eftir því að mönnum var heitt í hamsi þegar Bjarni Fritzson [þjálfari karlaliðs ÍR] mætti ekki í viðtöl um daginn. Þetta er meira í gamni en samt ekki. Nú er þetta 8. umferð og ég hef mætt í viðtöl eftir hvern einasta leik. Má ég spyrja hvar eruð þið búnir að vera?“ spurði Sebastian.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Haukar 22-22 | Stig á lið í Garðabænum Stjarnan og Haukar skildu jöfn, 22-22, í hörkuleik í Garðabænum í kvöld. 9. nóvember 2019 20:15 Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Haukar 22-22 | Stig á lið í Garðabænum Stjarnan og Haukar skildu jöfn, 22-22, í hörkuleik í Garðabænum í kvöld. 9. nóvember 2019 20:15