Liverpool gæti keypt Timo Werner í janúar og lánað hann til baka út tímabilið Anton Ingi Leifsson skrifar 31. október 2019 14:30 Timo Werner í leik með orkudrykkjaliðinu. vísir/getty Liverpool gæti fest kaup á framherjanum, Timo Werner, í janúarglugganum en sá þýski leikur með RB Leipzig í heimalandinu. Enskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun en félagaskiptaspekingurinn, Ian McGarry, segir að Liverpool gæti keypt framherjann og lánað hann til baka út leiktíðina. Werner var víst ekki sáttur að möguleg félagaskipti hans til Bayern Munchen í sumar hafi ekki gengið upp en auk Liverpool eru Manchester United taldir áhugasamir. „Það hefur verið rætt að Liverpool kaupi hann í janúarglugganum og svo verði hann lánaður til Leipzig út leiktíðina,“ sagði McGarry í hlaðvarpi á dögunum. Werner hefur verið heitur á leiktíðinni og skorað sex mörk í níu leikjum í deildinni, tvö mörk í þremur leikjum í Meistaradeildinni og tvö mörk í tveimur leikjum í þýska bikarnum.Liverpool plan to buy Timo Werner in January before loaning him back to RB Leipzig #LFChttps://t.co/5niacOkmQEpic.twitter.com/9foBiBQqmj — Daily Star Sport (@DailyStar_Sport) October 30, 2019 „Þá fær Leipzig fimm góða mánuði hjá leikmanninum og setur vonbrigðin hvað varðar Bayern Munchen á bakvið hann,“ en McGarry er ekki í vafa um hversu vel hann passar í lið Liverpool. „Hann myndi passa fullkomnlega inn hjá Liverpool. Hann væri frábær viðbót við þessa fremstu þrjá,“ sagði McGarry og átti þar við Mo Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino. Liverpool komst í gær áfram í enska deildarbikarnum eftir sigur gegn Arsenal í ótrúlegum leik sem endaði í vítaspyrnukeppni. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Sjá meira
Liverpool gæti fest kaup á framherjanum, Timo Werner, í janúarglugganum en sá þýski leikur með RB Leipzig í heimalandinu. Enskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun en félagaskiptaspekingurinn, Ian McGarry, segir að Liverpool gæti keypt framherjann og lánað hann til baka út leiktíðina. Werner var víst ekki sáttur að möguleg félagaskipti hans til Bayern Munchen í sumar hafi ekki gengið upp en auk Liverpool eru Manchester United taldir áhugasamir. „Það hefur verið rætt að Liverpool kaupi hann í janúarglugganum og svo verði hann lánaður til Leipzig út leiktíðina,“ sagði McGarry í hlaðvarpi á dögunum. Werner hefur verið heitur á leiktíðinni og skorað sex mörk í níu leikjum í deildinni, tvö mörk í þremur leikjum í Meistaradeildinni og tvö mörk í tveimur leikjum í þýska bikarnum.Liverpool plan to buy Timo Werner in January before loaning him back to RB Leipzig #LFChttps://t.co/5niacOkmQEpic.twitter.com/9foBiBQqmj — Daily Star Sport (@DailyStar_Sport) October 30, 2019 „Þá fær Leipzig fimm góða mánuði hjá leikmanninum og setur vonbrigðin hvað varðar Bayern Munchen á bakvið hann,“ en McGarry er ekki í vafa um hversu vel hann passar í lið Liverpool. „Hann myndi passa fullkomnlega inn hjá Liverpool. Hann væri frábær viðbót við þessa fremstu þrjá,“ sagði McGarry og átti þar við Mo Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino. Liverpool komst í gær áfram í enska deildarbikarnum eftir sigur gegn Arsenal í ótrúlegum leik sem endaði í vítaspyrnukeppni.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Sjá meira