Telja sig hafa fundið japanskt flugmóðurskip á fimm kílómetra dýpi Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2019 23:40 Rob Kraft, yfirmaður neðansjávarleita Vulcan Inc. skoðar sónarmynd af botni Kyrrahafsins. AP/Caleb Jones Rannsakendur fyrirtækisins Vulcan Inc. telja sig hafa fundið annað af fjórum flugmóðurskipum Japana sem Bandaríkjamenn sökktu í orrustunni við Midway í seinni heimsstyrjöldinni. Orrustan þykir vendipunktur í stríði ríkjanna. Rúmri viku eftir að rannsakendurnir á skipinu Petrel fundu flak flugmóðurskipsins Kaga segjast þeir hafa fundið annað hvort Akagi eða Soryu. Með því að notast við fjarstýrðan kafbát með sónar fannst flakið á fimm og hálfs kílómetra dýpi í Kyrrahafinu. Nánar tiltekið rúmlega tvö þúsund kílómetra norðvestur af Hawai-eyjum. Næsta skref er að senda annan kafbát með nákvæmari sónar og þannig verður hægt að greina flakið betur og staðfesta um hvort flugmóðurskipið sé að ræða. Sú sjóferð mun taka um átta klukkustundir. Þar til í síðustu viku hafði einungis eitt af þeim sjö skipum sem sukku í orrustunni um Midway í júní 1942 fundist. Japanar misstu fimm skip, þar af fjögur flugmóðurskip, og Bandaríkjamenn tvö. Rúmlega tvö þúsund Japanir og 300 Bandaríkjamenn létu lífið. Kaga fannst í síðustu viku á tæplega fimm kílómetra dýpi. Sónarmyndir sýna að skipið sökk á miklum hraða og er stærðarinnar gígur í kringum skipið á hafsbotni, eins og stór sprenging hafi átt sér stað. Stefni skipsins er grafið djúpt í hafsbotninn en það þykir þó heillegt. Áhöfn Petrel vonast til þess að finna öll skipin sem sukku og safna gögnum um þau. Auðjöfurinn Paul Allen, sem stofnaði Microsoft með Bill Gates, hóf leitarverkefnið. Áhöfn Petrel hefur um árabil unnið með sjóher Bandaríkjanna og öðrum ríkjum að því að finna og skrásetja sokkin skip og hingað til hafa þau fundið rúmlega 30.Hér má sjá sjónvarpsfrétt AP fréttaveitunnar um fund Kaga.Hér má sjá sónarmyndir sem teknar voru í dag. Að endingu má sjá myndband sem áhöfn Petrel gerði um fund Kaga. Fornminjar Japan Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Rannsakendur fyrirtækisins Vulcan Inc. telja sig hafa fundið annað af fjórum flugmóðurskipum Japana sem Bandaríkjamenn sökktu í orrustunni við Midway í seinni heimsstyrjöldinni. Orrustan þykir vendipunktur í stríði ríkjanna. Rúmri viku eftir að rannsakendurnir á skipinu Petrel fundu flak flugmóðurskipsins Kaga segjast þeir hafa fundið annað hvort Akagi eða Soryu. Með því að notast við fjarstýrðan kafbát með sónar fannst flakið á fimm og hálfs kílómetra dýpi í Kyrrahafinu. Nánar tiltekið rúmlega tvö þúsund kílómetra norðvestur af Hawai-eyjum. Næsta skref er að senda annan kafbát með nákvæmari sónar og þannig verður hægt að greina flakið betur og staðfesta um hvort flugmóðurskipið sé að ræða. Sú sjóferð mun taka um átta klukkustundir. Þar til í síðustu viku hafði einungis eitt af þeim sjö skipum sem sukku í orrustunni um Midway í júní 1942 fundist. Japanar misstu fimm skip, þar af fjögur flugmóðurskip, og Bandaríkjamenn tvö. Rúmlega tvö þúsund Japanir og 300 Bandaríkjamenn létu lífið. Kaga fannst í síðustu viku á tæplega fimm kílómetra dýpi. Sónarmyndir sýna að skipið sökk á miklum hraða og er stærðarinnar gígur í kringum skipið á hafsbotni, eins og stór sprenging hafi átt sér stað. Stefni skipsins er grafið djúpt í hafsbotninn en það þykir þó heillegt. Áhöfn Petrel vonast til þess að finna öll skipin sem sukku og safna gögnum um þau. Auðjöfurinn Paul Allen, sem stofnaði Microsoft með Bill Gates, hóf leitarverkefnið. Áhöfn Petrel hefur um árabil unnið með sjóher Bandaríkjanna og öðrum ríkjum að því að finna og skrásetja sokkin skip og hingað til hafa þau fundið rúmlega 30.Hér má sjá sjónvarpsfrétt AP fréttaveitunnar um fund Kaga.Hér má sjá sónarmyndir sem teknar voru í dag. Að endingu má sjá myndband sem áhöfn Petrel gerði um fund Kaga.
Fornminjar Japan Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira