Níutíu manns tóku inntökuprófið í slökkviliðið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. október 2019 19:23 Ingibjörg segir mun færri konur en karla sækja um. stöð 2 Þeir sem vilja vinna sem slökkviliðsmenn þurfa að geta hlaupið þrjá kílómetra á þrettán mínútum og geta klifrað upp í tuttugu metra hæð og sýnt þar fram á rökhugsun. Þá mega þeir alls ekki vera lofthræddir. Níutíu manns hafa glímt við inntökuprófið síðustu daga. Til þess að geta sótt um starfið þarf umsækjandi að hafa lokið sveinsprófi eða stúdentsprófi og hafa meirapróf. Þá þarf umsækjandi að hafa mjög góða líkamsburði, sjón og heyrn og má alls ekki vera lofthræddur eða með innilokunarkennd. Níutíu manns sóttu um að komast í slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í ár og hafa inntökuprófin verið í fullum gangi síðustu daga. „Við byrjum á því að leggja fyrir umsækjendur hlaupapróf og þeir sem náðu því eru hérna í dag og það eru um það bil helmingur af þeim sem reyndu að ná prófinu,“ segir Ingibjörg Óðinsdóttir, mannauðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hlaupa þarf 3 km vegalengd á innan við 13:15 mínútum til að ná prófinu. „Við taka svo fleiri próf þetta er eitt af þeim þetta heitir dúkkuburður og þetta þurfa þau að gera fram og til baka og þetta er sjötíu kílóa dúkka,“ segir Ingibjörg.Umsækjendur þurfa að klifra upp í allt að 20 metra háan stiga á körfubíl og svara spurningum til að kanna hvort viðkomandi hafi rökhugsun við þær aðstæður. „Síðan tekur við þrek- og styrktarpróf sem gengur út á armbeygjur og planka og síðan tekur við innilokunarkennd, þar sem þeir leysa þrautir með reykköfunartæki og búnað blindaðir.“ Þá tekur við sundpróf sem felst í 200 metra bringusundi, 200 metra skriðsundi og 25 metra björgunarsundi. Eftir það tekur við skriflegt próf, aksturspróf, viðtal og læknisskoðun. „Við höfum aldrei verið í vandræðum með að fá umsækjendur það hafa alltaf verið mjög margir sem hafa sótt um.“ Það mun svo skýrast í lok nóvember hversu margir náðu prófinu og verða ráðnir. Líklega verða það talsvert fleiri karlar en konur en eins og staðan er í dag eru aðeins sjö konur fastráðnar í slökkviliðinu. „Það er náttúrlega miklu minna af konum bæði sem sækja um og sem ná öllum prófum, það er bara staðan.“ Hún segir fimm konur hafa náð í gegn um hlaupaprófið af fjörutíu og fimm. Slökkvilið Vinnumarkaður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Þeir sem vilja vinna sem slökkviliðsmenn þurfa að geta hlaupið þrjá kílómetra á þrettán mínútum og geta klifrað upp í tuttugu metra hæð og sýnt þar fram á rökhugsun. Þá mega þeir alls ekki vera lofthræddir. Níutíu manns hafa glímt við inntökuprófið síðustu daga. Til þess að geta sótt um starfið þarf umsækjandi að hafa lokið sveinsprófi eða stúdentsprófi og hafa meirapróf. Þá þarf umsækjandi að hafa mjög góða líkamsburði, sjón og heyrn og má alls ekki vera lofthræddur eða með innilokunarkennd. Níutíu manns sóttu um að komast í slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í ár og hafa inntökuprófin verið í fullum gangi síðustu daga. „Við byrjum á því að leggja fyrir umsækjendur hlaupapróf og þeir sem náðu því eru hérna í dag og það eru um það bil helmingur af þeim sem reyndu að ná prófinu,“ segir Ingibjörg Óðinsdóttir, mannauðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hlaupa þarf 3 km vegalengd á innan við 13:15 mínútum til að ná prófinu. „Við taka svo fleiri próf þetta er eitt af þeim þetta heitir dúkkuburður og þetta þurfa þau að gera fram og til baka og þetta er sjötíu kílóa dúkka,“ segir Ingibjörg.Umsækjendur þurfa að klifra upp í allt að 20 metra háan stiga á körfubíl og svara spurningum til að kanna hvort viðkomandi hafi rökhugsun við þær aðstæður. „Síðan tekur við þrek- og styrktarpróf sem gengur út á armbeygjur og planka og síðan tekur við innilokunarkennd, þar sem þeir leysa þrautir með reykköfunartæki og búnað blindaðir.“ Þá tekur við sundpróf sem felst í 200 metra bringusundi, 200 metra skriðsundi og 25 metra björgunarsundi. Eftir það tekur við skriflegt próf, aksturspróf, viðtal og læknisskoðun. „Við höfum aldrei verið í vandræðum með að fá umsækjendur það hafa alltaf verið mjög margir sem hafa sótt um.“ Það mun svo skýrast í lok nóvember hversu margir náðu prófinu og verða ráðnir. Líklega verða það talsvert fleiri karlar en konur en eins og staðan er í dag eru aðeins sjö konur fastráðnar í slökkviliðinu. „Það er náttúrlega miklu minna af konum bæði sem sækja um og sem ná öllum prófum, það er bara staðan.“ Hún segir fimm konur hafa náð í gegn um hlaupaprófið af fjörutíu og fimm.
Slökkvilið Vinnumarkaður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira