Í beinni í dag: Manchester United, Arsenal og sexfaldir Íslandsmeistarar KR Anton Ingi Leifsson skrifar 24. október 2019 06:00 Fólk getur verið við límt við sófann í kvöld. vísir/samsett/getty/bára Það er sem fyrr mikið um dýrðir á sportrásum Stöðvar 2 í dag en Evrópudeildin og Dominos-deild karla má sjá á skjánum í kvöld áður en golfið hefst í nótt. Manchester United hefur verið í vandræðum í upphafi leiktíðar en þeir heimsækja Belgrad í dag þar sem liðið mætir heimamönnum í Partizan. Þetta er toppslagur í L-riðli Evrópudeildarinnar en bæði lið eru með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina. Á sama tíma mætast AZ Alkmaar og Astana. Það verður ekki Íslendingaslagur því Albert Guðmundsson og Rúnar Már Sigurjósson eru báðir á meiðslalistanum. Astana er á botni riðilsins án stiga en AZ er með tvö stig. Klukkan 18.50 hefjast svo útsendingar frá tveimur öðrum leikjum í Evrópudeildinni. Arsenal hefur farið á kostum í Evrópudeildinni skorað sjö mörk og ekki fengið neitt á sig en þeir mæta botnliði riðilsins, Vitoria frá Portúgal sem er án stiga. Á sama tíma er sýnt frá leik Celtic og Lazio í E-riðli. Lazio hefur einungis unnið einn af fyrstu tveimur leikjunum og þarf nauðsynlega á sigri að halda í kvöld en skosku meistararnir eru með fjögur stig. Sexfaldir Íslandsmeistarar KR í körfubolta hafa byrjað tímabilið af krafti og eru með sex stig. Þeir fá Friðrik Inga Rúnarsson og lærisveina hans í Þór Þorlákshöfn í heimsókn í kvöld en Þórsarar unnu sinn fyrsta sigur í síðustu umferð. Í nótt verða svo sýnt frá tveimur golfmótum; annars vegar Zozo meistaramótinu sem fer fram í Japan þar sem margir bestu bestu keppendur heims taka þátt og hins vegar LPGA-mótaröðinni í kvennaflokki þar sem einnig þær bestu eru með. Allar beinar útsendingarnar í dag sem og næstu daga má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.Beinar útsendingar í dag: 16.45 AZ Alkmaar - Astana (Stöð 2 Sport) 16.45 Partizan Belgrad - Manchester United (Stöð 2 Sport 2) 18.50 Arsenal - Vitoria (Stöð 2 Sport) 18.50 Celtic - Lazio (Stöð 2 Sport 2) 19.05 KR - Þór Þorlákshöfn (Stöð 2 Sport 3) 04.00 The Zozo Championship (Stöð 2 Golf) 05.00 LPGA Tour 2019 (Stöð 2 Sport 4) Dominos-deild karla Evrópudeild UEFA Golf Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Það er sem fyrr mikið um dýrðir á sportrásum Stöðvar 2 í dag en Evrópudeildin og Dominos-deild karla má sjá á skjánum í kvöld áður en golfið hefst í nótt. Manchester United hefur verið í vandræðum í upphafi leiktíðar en þeir heimsækja Belgrad í dag þar sem liðið mætir heimamönnum í Partizan. Þetta er toppslagur í L-riðli Evrópudeildarinnar en bæði lið eru með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina. Á sama tíma mætast AZ Alkmaar og Astana. Það verður ekki Íslendingaslagur því Albert Guðmundsson og Rúnar Már Sigurjósson eru báðir á meiðslalistanum. Astana er á botni riðilsins án stiga en AZ er með tvö stig. Klukkan 18.50 hefjast svo útsendingar frá tveimur öðrum leikjum í Evrópudeildinni. Arsenal hefur farið á kostum í Evrópudeildinni skorað sjö mörk og ekki fengið neitt á sig en þeir mæta botnliði riðilsins, Vitoria frá Portúgal sem er án stiga. Á sama tíma er sýnt frá leik Celtic og Lazio í E-riðli. Lazio hefur einungis unnið einn af fyrstu tveimur leikjunum og þarf nauðsynlega á sigri að halda í kvöld en skosku meistararnir eru með fjögur stig. Sexfaldir Íslandsmeistarar KR í körfubolta hafa byrjað tímabilið af krafti og eru með sex stig. Þeir fá Friðrik Inga Rúnarsson og lærisveina hans í Þór Þorlákshöfn í heimsókn í kvöld en Þórsarar unnu sinn fyrsta sigur í síðustu umferð. Í nótt verða svo sýnt frá tveimur golfmótum; annars vegar Zozo meistaramótinu sem fer fram í Japan þar sem margir bestu bestu keppendur heims taka þátt og hins vegar LPGA-mótaröðinni í kvennaflokki þar sem einnig þær bestu eru með. Allar beinar útsendingarnar í dag sem og næstu daga má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.Beinar útsendingar í dag: 16.45 AZ Alkmaar - Astana (Stöð 2 Sport) 16.45 Partizan Belgrad - Manchester United (Stöð 2 Sport 2) 18.50 Arsenal - Vitoria (Stöð 2 Sport) 18.50 Celtic - Lazio (Stöð 2 Sport 2) 19.05 KR - Þór Þorlákshöfn (Stöð 2 Sport 3) 04.00 The Zozo Championship (Stöð 2 Golf) 05.00 LPGA Tour 2019 (Stöð 2 Sport 4)
Dominos-deild karla Evrópudeild UEFA Golf Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira