Þetta eru reglugerðirnar sem ráðherra felldi úr gildi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2019 15:58 Hér heldur Kristján Þór á bunka þeirra tæplega ellefu hundruð reglugerða sem nú hafa verið felldar úr gildi. Á mánudaginn felldi Kristján Þór Júlíusson úr gildi alls 1.098 reglugerðir og setti í staðinn átta nýjar reglugerðir sem leysa þær af hólmi. Þegar rennt er yfir listann má sjá að elsta reglugerðin er frá árinu 1975 sem varðar fiskveiðilandhelgi Íslands. Þá má einnig nefna reglugerð frá árinu 1980 um varnir gegn hundaæði og reglugerð um lágmarksstærðir fisktegunda frá 1977. „Þetta voru hátt í ellefu hundruð reglugerðir, misskemmtilegar og misþarfar,“ sagði Kristján Þór í samtali við fréttastofu á mánudaginn þegar reglugerðirnar voru felldar úr gildi. „Svo ég nefni bara eitt dæmi um veiðar á línu á djúpslóð. Þar sem að reglan hefur verið sú að gefa út eina reglugerð fyrir hvert lítið svæði,“ sagði Kristján.Sjá einnig: Nema á brott 1090 reglugerðir og 16 lagabálka Með nýju fyrirkomulagi verði nú aðeins gefin út ein reglugerð fyrir línuveiðar á djúpslóð. „Það eru svona atriði sem að kannski í stóra samhenginu skipta ekki máli en einfalda fólki lífið að þurfa ekki að leita á mörgum stöðum að því verklagi sem þeim er ætlað að fara eftir.Reglugerðir um afnám reglugerða Stór hluti reglugerðanna varðar til dæmis úthlutun tollkvóta, byggðakvóta eða aflaheimilda sem eru löngu úreltar þar sem þær varða einungis tiltekið ár eða tímaramma. Í bunkanum er einnig að finna reglugerðir um afnám reglugerða, um bann við veiðum með fiskibotnvörpu á tilteknum svæðum og um friðanir einstakra svæða eða tegunda svo fátt eitt sé nefnt. Alls er um að ræða 547 stofnreglugerðir auk 551 breytingarreglugerða við þær. Á slóðinni hér að neðan má finna lista yfir þær 547 stofnreglugerðir sem felldar voru úr gildi en samkvæmt svörum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hefur ekki verið tekinn saman listi yfir breytingarreglugerðirnar 551. Hinar átta nýju stofnreglugerðir eru reglugerð um tímabundnar lokanir veiðisvæða á grunnslóð, um veiðar á rækju, um veiðar með dragnót við Ísland, um veiðar á íslenskri sumargotssíld, um takmarkanir við veiðum með línu á djúpslóð, um takmarkanir við veiðum með fiskibotnvörpu, um friðunarsvæði við Ísland, um friðun þorsks, skarkola, blálöngu og steinbíts á hrygningartíma.Tengd skjölStofnreglugerðir sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur fellt brott Stjórnsýsla Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Á mánudaginn felldi Kristján Þór Júlíusson úr gildi alls 1.098 reglugerðir og setti í staðinn átta nýjar reglugerðir sem leysa þær af hólmi. Þegar rennt er yfir listann má sjá að elsta reglugerðin er frá árinu 1975 sem varðar fiskveiðilandhelgi Íslands. Þá má einnig nefna reglugerð frá árinu 1980 um varnir gegn hundaæði og reglugerð um lágmarksstærðir fisktegunda frá 1977. „Þetta voru hátt í ellefu hundruð reglugerðir, misskemmtilegar og misþarfar,“ sagði Kristján Þór í samtali við fréttastofu á mánudaginn þegar reglugerðirnar voru felldar úr gildi. „Svo ég nefni bara eitt dæmi um veiðar á línu á djúpslóð. Þar sem að reglan hefur verið sú að gefa út eina reglugerð fyrir hvert lítið svæði,“ sagði Kristján.Sjá einnig: Nema á brott 1090 reglugerðir og 16 lagabálka Með nýju fyrirkomulagi verði nú aðeins gefin út ein reglugerð fyrir línuveiðar á djúpslóð. „Það eru svona atriði sem að kannski í stóra samhenginu skipta ekki máli en einfalda fólki lífið að þurfa ekki að leita á mörgum stöðum að því verklagi sem þeim er ætlað að fara eftir.Reglugerðir um afnám reglugerða Stór hluti reglugerðanna varðar til dæmis úthlutun tollkvóta, byggðakvóta eða aflaheimilda sem eru löngu úreltar þar sem þær varða einungis tiltekið ár eða tímaramma. Í bunkanum er einnig að finna reglugerðir um afnám reglugerða, um bann við veiðum með fiskibotnvörpu á tilteknum svæðum og um friðanir einstakra svæða eða tegunda svo fátt eitt sé nefnt. Alls er um að ræða 547 stofnreglugerðir auk 551 breytingarreglugerða við þær. Á slóðinni hér að neðan má finna lista yfir þær 547 stofnreglugerðir sem felldar voru úr gildi en samkvæmt svörum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hefur ekki verið tekinn saman listi yfir breytingarreglugerðirnar 551. Hinar átta nýju stofnreglugerðir eru reglugerð um tímabundnar lokanir veiðisvæða á grunnslóð, um veiðar á rækju, um veiðar með dragnót við Ísland, um veiðar á íslenskri sumargotssíld, um takmarkanir við veiðum með línu á djúpslóð, um takmarkanir við veiðum með fiskibotnvörpu, um friðunarsvæði við Ísland, um friðun þorsks, skarkola, blálöngu og steinbíts á hrygningartíma.Tengd skjölStofnreglugerðir sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur fellt brott
Stjórnsýsla Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira