Heiður að vera valinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. október 2019 12:00 Arnar keppti fyrir hönd ÍR á Reykjavíkurleikunum. MYND/KEILUSAMBANDIÐ Evrópska keilusambandið valdi Arnar Davíð Jónsson til þess að keppa í úrslitunum á heimstúrnum í keilu sem fara fram í Kúveit í byrjun nóvember. Íslendingurinn Arnar Davíð Jónsson verður fulltrúi Evrópu þegar úrslitin á heimstúrnum í keilu fara fram í Kúveit þann 7. nóvember næstkomandi. Arnar, sem æfir og keppir í Svíþjóð, varð fyrir valinu þegar Keilusamband Evrópu átti að tilnefna keppanda og er einn sex þátttakenda sem eru búnir að tryggja sér þátttökurétt. Skiljanlega var Arnar, sem var valinn keilari ársins 2018 á Íslandi, hrærður yfir útnefningunni en á sama tíma stoltur og spenntur fyrir því að keppa í Kúveit í næsta mánuði. „Alþjóða keilusambandið (e. World Bowling Federation) heldur þessi úrslit á hverju ári í lok tímabilsins á heimstúrnum og yfirleitt hafa bara þrír keppt til úrslita en í ár ákvað formaður heimssambandsins að bjóða þremur til viðbótar í bæði karla- og kvennaf lokki. Fá inn keppendur frá Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku, annars hefðu þetta bara verið Ameríkanar. Þá hafði Keilusamband Evrópu samband við mig því þeir vildu velja þann keilara sem var stigahæstur á Evrópumótaröðinni sem ég var þá og er enn þann dag í dag,“ segir Arnar glaðbeittur. „Það er mikill heiður að verða fyrir valinu fyrir hönd Evrópu og vera búinn að tryggja sér þátttökurétt. Það var ekki erfitt að segja já við þessu.“ Arnar er fulltrúi Evrópu í karlaflokki á mótinu þrátt fyrir að hann sé að keppa í einstaklingsíþrótt. „Ég er að fara fyrir Evrópu en ég er auðvitað að keppa fyrir mína hönd.“ Arnar stefnir á að keppa meira í Bandaríkjunum á næsta ári þar sem risamótin fara fram. „Það er erfitt að segja hvort þetta sé stærsta sviðið í keilu. Að mínu mati er US Open stærsta mótið í heiminum, ef þú nærð þar inn ertu kominn á stærsta sviðið en í Kúveit verða bestu keilarar heimsins samankomnir sem eru búnir að vinna sér þátttökurétt þarna. Þeir bestu verða í Kúveit svo að þetta er ekki langt frá því,“ segir Arnar enn fremur, aðspurður hvort þetta væri stærsta sviðið sem keilarar gætu komist á. Arnar tók þátt í tveimur mótum á heimstúrnum sjálfum, einu í Svíþjóð skammt frá þeim stað þar sem hann er búsettur og öðru í Taílandi. „Ég er aðeins búinn að kynnast leikmönnum á túrnum á þessum tveimur mótum sem ég hef farið á og er búinn að skoða verðandi andstæðinga mína. Þetta verður spennandi,“ segir Arnar. Birtist í Fréttablaðinu Keila Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Evrópska keilusambandið valdi Arnar Davíð Jónsson til þess að keppa í úrslitunum á heimstúrnum í keilu sem fara fram í Kúveit í byrjun nóvember. Íslendingurinn Arnar Davíð Jónsson verður fulltrúi Evrópu þegar úrslitin á heimstúrnum í keilu fara fram í Kúveit þann 7. nóvember næstkomandi. Arnar, sem æfir og keppir í Svíþjóð, varð fyrir valinu þegar Keilusamband Evrópu átti að tilnefna keppanda og er einn sex þátttakenda sem eru búnir að tryggja sér þátttökurétt. Skiljanlega var Arnar, sem var valinn keilari ársins 2018 á Íslandi, hrærður yfir útnefningunni en á sama tíma stoltur og spenntur fyrir því að keppa í Kúveit í næsta mánuði. „Alþjóða keilusambandið (e. World Bowling Federation) heldur þessi úrslit á hverju ári í lok tímabilsins á heimstúrnum og yfirleitt hafa bara þrír keppt til úrslita en í ár ákvað formaður heimssambandsins að bjóða þremur til viðbótar í bæði karla- og kvennaf lokki. Fá inn keppendur frá Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku, annars hefðu þetta bara verið Ameríkanar. Þá hafði Keilusamband Evrópu samband við mig því þeir vildu velja þann keilara sem var stigahæstur á Evrópumótaröðinni sem ég var þá og er enn þann dag í dag,“ segir Arnar glaðbeittur. „Það er mikill heiður að verða fyrir valinu fyrir hönd Evrópu og vera búinn að tryggja sér þátttökurétt. Það var ekki erfitt að segja já við þessu.“ Arnar er fulltrúi Evrópu í karlaflokki á mótinu þrátt fyrir að hann sé að keppa í einstaklingsíþrótt. „Ég er að fara fyrir Evrópu en ég er auðvitað að keppa fyrir mína hönd.“ Arnar stefnir á að keppa meira í Bandaríkjunum á næsta ári þar sem risamótin fara fram. „Það er erfitt að segja hvort þetta sé stærsta sviðið í keilu. Að mínu mati er US Open stærsta mótið í heiminum, ef þú nærð þar inn ertu kominn á stærsta sviðið en í Kúveit verða bestu keilarar heimsins samankomnir sem eru búnir að vinna sér þátttökurétt þarna. Þeir bestu verða í Kúveit svo að þetta er ekki langt frá því,“ segir Arnar enn fremur, aðspurður hvort þetta væri stærsta sviðið sem keilarar gætu komist á. Arnar tók þátt í tveimur mótum á heimstúrnum sjálfum, einu í Svíþjóð skammt frá þeim stað þar sem hann er búsettur og öðru í Taílandi. „Ég er aðeins búinn að kynnast leikmönnum á túrnum á þessum tveimur mótum sem ég hef farið á og er búinn að skoða verðandi andstæðinga mína. Þetta verður spennandi,“ segir Arnar.
Birtist í Fréttablaðinu Keila Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira