Stokkað upp í ríkisstjórn Síle í skugga fjöldamótmæla Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2019 21:20 Mikill mannfjöldi kom saman í miðborg Santiago til að mótmæla stjórnvöldum í gær. AP/Rodrigo Abd Sebastián Piñera, forseti Síle, segist ætla að stokka upp í ríkisstjórn sinni til að reyna að kveða niður fjöldamótmæli sem hafa geisað í landinu undanfarna viku. Áætlað er að um milljón manns hafi tekið þátt í mótmælum í höfuðborginni Santiago í gær. Í yfirlýsingu við fréttamenn í forsetahöllinni La Moneda sagði Piñera að hann hafi greint öllum ráðherrum ríkisstjórnarinnar frá því að breytinga sé að vænta til að bregðast við kröfum mótmælenda. Hann sagði þó ekki hverjar breytingarnar yrðu né hvenær þær gengju í gegn.Reuters-fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að til standi að skipta út að minnsta kosti níu ráðherrum, þar á meðal innanríkis-, varnarmála-, efnahags-, samgöngu- og umhverfisráðherrunum. Mótmælin í Síle hófust eftir að tilkynnt var um verðhækkanir í neðanjarðarlestarkerfi Santiago. Þau þróuðust út í óeirðir sem leiddu til dauða að minnsta kosti sautján manns og mikils eignatjóns. Talið er að um 7.000 manns hafi verið handteknir.Til að lægja öldurnar lofaði Piñera að hækka lágmarkslaun og lífeyri, hætta við verðhækkanir í almenningssamgöngum og ráðast í umbætur á heilbrigðiskerfi landsins í vikunni. Viðbrögð yfirvalda við mótmælunum hafa hins vegar sætt harðri gagnrýni, ekki síst stríðs sem Piñera lýsti yfir á hendur þeirra sem hann kallaðir „skemmdarvarga“. Fól hann hernum að gæta öryggi víða um landið. Útgöngubann hefur verið í gildi í Santiago á hverri nóttu í vikunni. Gagnrýnendur forsetans segja að aðfarir hans minni á einræðisstjórn Augusto Pinochet, herforingja. Piñera sagðist í morgun ætla að aflétta útgöngubanni annað kvöld ef aðstæður leyfðu. Mótmælin í gær fóru friðsamlega fram. Áætlað er að um milljón manns hafi safnast saman í höfuðborginni, blásið í flautur, barið í potta og pönnur og krafist breytinga, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við heyrðum öll skilaboðin. Við höfum öll breyst,“ tísti forsetinn um mótmælin í gær.Todos hemos escuchado y comprendido mensaje de los chilenos. He pedido a todos los ministros poner sus cargos a disposición. Trabajamos en conformación de un nuevo equipo que represente el cambio y lidere los nuevos tiempos, + justos y solidarios, q los chilenos quieren y merecen— Sebastian Piñera (@sebastianpinera) October 26, 2019 Chile Tengdar fréttir Mannfall í Santiago Að minnsta kosti 11 einstaklingar hafa látið lífið í óöldinni sem hefur geisað í Santiago, höfuðborg Chile, undanfarna daga 22. október 2019 06:15 Sílesk kona á Íslandi segir yfirstéttina hafa hertekið stjórnmálin Ellefu hafa látist í fjöldamótmælum sem geysa nú í Síle. Útgöngubann er í gildi í stórborgum og lögregla hefur beitt táragasi. 21. október 2019 19:00 Maður finnur að fólk er virkilega óttaslegið Fordæmalausar óeirðir hafa staðið yfir í Santiago, höfuðborg Chile. Harpa Elín Haraldsdóttir hefur verið búsett í borginni í rúman áratug og segist upplifa þá einkennilegu tilfinningu að borgin hennar hafi breyst á einni nóttu. 21. október 2019 06:00 Fimm létu lífið í óeirðum í Santíagó Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu daga og hefur herinn skorist í leikinn og beitt táragasi og háþrýstivatnsbyssum á fólkið. 21. október 2019 07:10 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Sebastián Piñera, forseti Síle, segist ætla að stokka upp í ríkisstjórn sinni til að reyna að kveða niður fjöldamótmæli sem hafa geisað í landinu undanfarna viku. Áætlað er að um milljón manns hafi tekið þátt í mótmælum í höfuðborginni Santiago í gær. Í yfirlýsingu við fréttamenn í forsetahöllinni La Moneda sagði Piñera að hann hafi greint öllum ráðherrum ríkisstjórnarinnar frá því að breytinga sé að vænta til að bregðast við kröfum mótmælenda. Hann sagði þó ekki hverjar breytingarnar yrðu né hvenær þær gengju í gegn.Reuters-fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að til standi að skipta út að minnsta kosti níu ráðherrum, þar á meðal innanríkis-, varnarmála-, efnahags-, samgöngu- og umhverfisráðherrunum. Mótmælin í Síle hófust eftir að tilkynnt var um verðhækkanir í neðanjarðarlestarkerfi Santiago. Þau þróuðust út í óeirðir sem leiddu til dauða að minnsta kosti sautján manns og mikils eignatjóns. Talið er að um 7.000 manns hafi verið handteknir.Til að lægja öldurnar lofaði Piñera að hækka lágmarkslaun og lífeyri, hætta við verðhækkanir í almenningssamgöngum og ráðast í umbætur á heilbrigðiskerfi landsins í vikunni. Viðbrögð yfirvalda við mótmælunum hafa hins vegar sætt harðri gagnrýni, ekki síst stríðs sem Piñera lýsti yfir á hendur þeirra sem hann kallaðir „skemmdarvarga“. Fól hann hernum að gæta öryggi víða um landið. Útgöngubann hefur verið í gildi í Santiago á hverri nóttu í vikunni. Gagnrýnendur forsetans segja að aðfarir hans minni á einræðisstjórn Augusto Pinochet, herforingja. Piñera sagðist í morgun ætla að aflétta útgöngubanni annað kvöld ef aðstæður leyfðu. Mótmælin í gær fóru friðsamlega fram. Áætlað er að um milljón manns hafi safnast saman í höfuðborginni, blásið í flautur, barið í potta og pönnur og krafist breytinga, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við heyrðum öll skilaboðin. Við höfum öll breyst,“ tísti forsetinn um mótmælin í gær.Todos hemos escuchado y comprendido mensaje de los chilenos. He pedido a todos los ministros poner sus cargos a disposición. Trabajamos en conformación de un nuevo equipo que represente el cambio y lidere los nuevos tiempos, + justos y solidarios, q los chilenos quieren y merecen— Sebastian Piñera (@sebastianpinera) October 26, 2019
Chile Tengdar fréttir Mannfall í Santiago Að minnsta kosti 11 einstaklingar hafa látið lífið í óöldinni sem hefur geisað í Santiago, höfuðborg Chile, undanfarna daga 22. október 2019 06:15 Sílesk kona á Íslandi segir yfirstéttina hafa hertekið stjórnmálin Ellefu hafa látist í fjöldamótmælum sem geysa nú í Síle. Útgöngubann er í gildi í stórborgum og lögregla hefur beitt táragasi. 21. október 2019 19:00 Maður finnur að fólk er virkilega óttaslegið Fordæmalausar óeirðir hafa staðið yfir í Santiago, höfuðborg Chile. Harpa Elín Haraldsdóttir hefur verið búsett í borginni í rúman áratug og segist upplifa þá einkennilegu tilfinningu að borgin hennar hafi breyst á einni nóttu. 21. október 2019 06:00 Fimm létu lífið í óeirðum í Santíagó Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu daga og hefur herinn skorist í leikinn og beitt táragasi og háþrýstivatnsbyssum á fólkið. 21. október 2019 07:10 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Mannfall í Santiago Að minnsta kosti 11 einstaklingar hafa látið lífið í óöldinni sem hefur geisað í Santiago, höfuðborg Chile, undanfarna daga 22. október 2019 06:15
Sílesk kona á Íslandi segir yfirstéttina hafa hertekið stjórnmálin Ellefu hafa látist í fjöldamótmælum sem geysa nú í Síle. Útgöngubann er í gildi í stórborgum og lögregla hefur beitt táragasi. 21. október 2019 19:00
Maður finnur að fólk er virkilega óttaslegið Fordæmalausar óeirðir hafa staðið yfir í Santiago, höfuðborg Chile. Harpa Elín Haraldsdóttir hefur verið búsett í borginni í rúman áratug og segist upplifa þá einkennilegu tilfinningu að borgin hennar hafi breyst á einni nóttu. 21. október 2019 06:00
Fimm létu lífið í óeirðum í Santíagó Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu daga og hefur herinn skorist í leikinn og beitt táragasi og háþrýstivatnsbyssum á fólkið. 21. október 2019 07:10