Enginn að biðja um bitlaust eftirlit Ásta S. Fjeldsted skrifar 28. október 2019 08:40 Ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar kynnti til sögunnar frumvarp í sl. viku sem felur í sér töluverða breytingu á samkeppnislögum landsins. Umræðan fór heldur geyst af stað og litast því miður af upphrópunum fremur en efnislegri og ígrundaðri nálgun. Breytingartillögurnar eru ekki úr lausu lofti gripnar en samkeppnislöggjöf líkt og önnur löggjöf landsins þarfnast reglulegrar yfirferðar og uppfærslu til að standast tímans tönn – og er ekki annað að ætla en að ráðherra hafi vandað til verka og fengið til liðs við sig helstu sérfræðinga landsins. Óhófleg tortryggni í garð viðskiptalífsins Þó svo að vissulega verði seint allir á eitt sáttir um ákvarðanir og úrskurði Samkeppniseftirlitsins er það ekki svo að atvinnurekendur á Íslandi óski þess að starfa án eftirlits eða utan ramma laga. Þvert á móti hafa forsvarsmenn atvinnurekenda ýtt á eftir því að regluverkið sé styrkt þannig að það feli í sér þann fyrirsjáanleika og réttarvissu sem almennt er talin mikilvægur hornsteinn í heilbrigðu viðskiptalífi. Því miður getur reynst erfitt að koma þessum sjónarmiðum á framfæri, eða eiga i uppbyggilegu samtali um úrbætur, ef viðhorfið í garð viðskiptalífsins einkennist af óhóflegri tortryggni. Atvinnulífið frumkvæði að því að gefa út leiðbeiningar um samkeppnislög Vert er að minnast þess að í apríl á síðasta ári stóðu Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmannafélag Íslands að útgáfu um leiðbeiningar í samkeppnisrétti undir heitinu „Hollráð um heilbrigða samkeppni“. Voru leiðbeiningarnar unnar með sérfræðingum á sviði samkeppnisréttar og ritaði forstjóri Samkeppniseftirlitsins meðal annarra formála ritsins og hrósaði útgefendum fyrir frumkvæðið að slíkri útgáfu: „Með [útgáfunni] er stuðlað að því að draga úr samkeppnishindrunum og fækka brotum gegn ákvæðum samkeppnislaga“. Markmiðið með útgáfu leiðbeininganna var að auðvelda stjórnendum og starfsfólki fyrirtækja að glöggva sig á þeim reglum sem gilda um fyrirtæki og varða samkeppni – en regluverkið er flókið og matskennt oft á tíðum og því oftar en ekki þrautinni þyngra að átta sig almennilega á því. Samkeppnislög meira íþyngjandi hér en á Norðurlöndunum Ráðherra Þórdís Kolbrún sagði í samtali við Viðskiptablaðið í síðustu viku að „markmið [frumvarpsins væri] að endurmeta þær breytingar sem gerðar voru eftir hrun og stuðla að frekari skilvirkni innan Samkeppniseftirlitsins og létta á umfangi verkefna svo [það] geti betur einbeitt sér að þeim mikilvægu þáttum sem þarf að sinna.“ Í þessu samhengi má nefna að skv. árskýrslu Samkeppniseftirlitsins til OECD var 40% af tíma þess varið í samrunamál árið 2018. Séu samkeppnislög of íþyngjandi standa þau í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu og framleiðni í atvinnulífinu og slíkt skilar sér óhjákvæmilega í hærra vöruverði til neytenda. Í ljósi þessa hefur Viðskiptaráð bent á fjögur atriði sem eru meira íþyngjandi hér en á Norðurlöndunum: Í fyrsta lagi má Samkeppniseftirlitið grípa inn í rekstur fyrirtækja óháð því hvort fyrirtækin hafi brotið samkeppnislög – en slíkt tíðkast ekki á NorðurlöndunumÍ öðru lagi hefur Samkeppniseftirlitið að meginreglu heimild til að leggja hald á gögn við rannsókn - en slíkt tíðkast heldur ekki á NorðurlöndunumÍ þriðja lagi þurfa fyrirtæki hér á landi leyfi Samkeppniseftirlitsins til að hefja samstarf sem hagnast neytendum í stað þess að þurfa einungis að tilkynna um samstarfið líkt og tíðkast á NorðurlöndunumÍ fjórða lagi hefur Samkeppniseftirlitið heimild til að kæra úrskurð æðra stjórnvalds til dómstóla, ólíkt því sem tíðkast á NorðurlöndunumFrumvarpið byggir á því að breyta eigi þremur af ofangreindum atriðum. Breytingin snýst ekki um að draga tennurnar úr eftirlitinu, eins og umræða síðustu viku hefur snúist um - heldur, eins og Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti benti á í síðustu viku: „Ef frumvarpið nær fram að ganga verða samkeppnisreglur hér á landi mjög sambærilegar þeim sem gilda í nágrannaríkjum okkar og engin ástæða til að ætla annað en að þær muni virka sem skyldi.“ Allavega eru samkeppniseftirlitin þar ekki þekkt fyrir að vera bitlaus, þvert á móti. Lágmörkum takmarkandi áhrif smæðar hagkerfisins á vöxt fyrirtækjaSamkeppnislöggjöfin hérlendis þarf að lágmarka takmarkandi áhrif smæðar hagkerfisins á vöxt fyrirtækja. Séu samkeppnislög of íþyngjandi standa þau í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu og framleiðni í atvinnulífinu og slíkt skilar sér óhjákvæmilega í hærra vöruverði til neytenda. Af hverju eiga íslenskir neytendur og íslensk fyrirtæki að búa við fyrirkomulag sem víðast hvar í Evrópu er löngu búið að breyta til að tryggja virkni markaða og hag neytenda? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Samkeppnismál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar kynnti til sögunnar frumvarp í sl. viku sem felur í sér töluverða breytingu á samkeppnislögum landsins. Umræðan fór heldur geyst af stað og litast því miður af upphrópunum fremur en efnislegri og ígrundaðri nálgun. Breytingartillögurnar eru ekki úr lausu lofti gripnar en samkeppnislöggjöf líkt og önnur löggjöf landsins þarfnast reglulegrar yfirferðar og uppfærslu til að standast tímans tönn – og er ekki annað að ætla en að ráðherra hafi vandað til verka og fengið til liðs við sig helstu sérfræðinga landsins. Óhófleg tortryggni í garð viðskiptalífsins Þó svo að vissulega verði seint allir á eitt sáttir um ákvarðanir og úrskurði Samkeppniseftirlitsins er það ekki svo að atvinnurekendur á Íslandi óski þess að starfa án eftirlits eða utan ramma laga. Þvert á móti hafa forsvarsmenn atvinnurekenda ýtt á eftir því að regluverkið sé styrkt þannig að það feli í sér þann fyrirsjáanleika og réttarvissu sem almennt er talin mikilvægur hornsteinn í heilbrigðu viðskiptalífi. Því miður getur reynst erfitt að koma þessum sjónarmiðum á framfæri, eða eiga i uppbyggilegu samtali um úrbætur, ef viðhorfið í garð viðskiptalífsins einkennist af óhóflegri tortryggni. Atvinnulífið frumkvæði að því að gefa út leiðbeiningar um samkeppnislög Vert er að minnast þess að í apríl á síðasta ári stóðu Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmannafélag Íslands að útgáfu um leiðbeiningar í samkeppnisrétti undir heitinu „Hollráð um heilbrigða samkeppni“. Voru leiðbeiningarnar unnar með sérfræðingum á sviði samkeppnisréttar og ritaði forstjóri Samkeppniseftirlitsins meðal annarra formála ritsins og hrósaði útgefendum fyrir frumkvæðið að slíkri útgáfu: „Með [útgáfunni] er stuðlað að því að draga úr samkeppnishindrunum og fækka brotum gegn ákvæðum samkeppnislaga“. Markmiðið með útgáfu leiðbeininganna var að auðvelda stjórnendum og starfsfólki fyrirtækja að glöggva sig á þeim reglum sem gilda um fyrirtæki og varða samkeppni – en regluverkið er flókið og matskennt oft á tíðum og því oftar en ekki þrautinni þyngra að átta sig almennilega á því. Samkeppnislög meira íþyngjandi hér en á Norðurlöndunum Ráðherra Þórdís Kolbrún sagði í samtali við Viðskiptablaðið í síðustu viku að „markmið [frumvarpsins væri] að endurmeta þær breytingar sem gerðar voru eftir hrun og stuðla að frekari skilvirkni innan Samkeppniseftirlitsins og létta á umfangi verkefna svo [það] geti betur einbeitt sér að þeim mikilvægu þáttum sem þarf að sinna.“ Í þessu samhengi má nefna að skv. árskýrslu Samkeppniseftirlitsins til OECD var 40% af tíma þess varið í samrunamál árið 2018. Séu samkeppnislög of íþyngjandi standa þau í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu og framleiðni í atvinnulífinu og slíkt skilar sér óhjákvæmilega í hærra vöruverði til neytenda. Í ljósi þessa hefur Viðskiptaráð bent á fjögur atriði sem eru meira íþyngjandi hér en á Norðurlöndunum: Í fyrsta lagi má Samkeppniseftirlitið grípa inn í rekstur fyrirtækja óháð því hvort fyrirtækin hafi brotið samkeppnislög – en slíkt tíðkast ekki á NorðurlöndunumÍ öðru lagi hefur Samkeppniseftirlitið að meginreglu heimild til að leggja hald á gögn við rannsókn - en slíkt tíðkast heldur ekki á NorðurlöndunumÍ þriðja lagi þurfa fyrirtæki hér á landi leyfi Samkeppniseftirlitsins til að hefja samstarf sem hagnast neytendum í stað þess að þurfa einungis að tilkynna um samstarfið líkt og tíðkast á NorðurlöndunumÍ fjórða lagi hefur Samkeppniseftirlitið heimild til að kæra úrskurð æðra stjórnvalds til dómstóla, ólíkt því sem tíðkast á NorðurlöndunumFrumvarpið byggir á því að breyta eigi þremur af ofangreindum atriðum. Breytingin snýst ekki um að draga tennurnar úr eftirlitinu, eins og umræða síðustu viku hefur snúist um - heldur, eins og Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti benti á í síðustu viku: „Ef frumvarpið nær fram að ganga verða samkeppnisreglur hér á landi mjög sambærilegar þeim sem gilda í nágrannaríkjum okkar og engin ástæða til að ætla annað en að þær muni virka sem skyldi.“ Allavega eru samkeppniseftirlitin þar ekki þekkt fyrir að vera bitlaus, þvert á móti. Lágmörkum takmarkandi áhrif smæðar hagkerfisins á vöxt fyrirtækjaSamkeppnislöggjöfin hérlendis þarf að lágmarka takmarkandi áhrif smæðar hagkerfisins á vöxt fyrirtækja. Séu samkeppnislög of íþyngjandi standa þau í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu og framleiðni í atvinnulífinu og slíkt skilar sér óhjákvæmilega í hærra vöruverði til neytenda. Af hverju eiga íslenskir neytendur og íslensk fyrirtæki að búa við fyrirkomulag sem víðast hvar í Evrópu er löngu búið að breyta til að tryggja virkni markaða og hag neytenda?
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun