Hraun í Öxnadal líður enn fyrir bankahrunið Kristján Már Unnarsson skrifar 28. október 2019 20:44 Hanna Rósa Sveinsdóttir er formaður Menningarfélagsins Hrauns. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áform um að opna fræðslusetur á Hrauni í Öxnadal um Jónas Hallgrímsson hafa legið í láginni í áratug eftir að bakhjarlar verkefnisins urðu gjaldþrota í bankahruninu. Fyrir vikið hefur fæðingarstaður Jónasar verið leigður út til gistingar til stéttarfélaga í stað þess að vera opið menningarsetur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það finnst vart magnaðri umgjörð um bæjarstæði en sú sem er um Hraun í Öxnadal, fæðingarstað skáldsins og náttúrufræðingsins Jónasar Hallgrímssonar. Hefðbundnum búskap lauk þar fyrir tveimur áratugum en fyrir sextán árum var Menningarfélagið Hraun stofnað um jörðina með það í huga að koma þar upp fræðslusetri til að halda minningu Jónasar á lofti.Horft heim að Hrauni í Öxnadal, fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Bakhjarlar verkefnisins voru sparisjóðirnir, Menningarsjóður sparisjóða og Byr sparisjóður, og það vita nú margir hver urðu afdrif þeirra í fjármálahruninu. Þannig að þar með fór bakhjarl verkefnisins. Og við stöndum eftir svolítið veik, veikburða,“ segir Hanna Rósa Sveinsdóttir sagnfræðingur og formaður Menningarfélagsins Hrauns.Jónas Hallgrímsson (1807-1845) skáld og náttúrufræðingur. Afmælisdagur Jónasar, 16. nóvember, er Dagur íslenskrar tungu vegna framlags hans til íslenskunnar. Sem einn Fjölnismanna var Jónas í fararbroddi sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.Til að afla tekna hefur Menningarfélagið neyðst til að leigja íbúðarhúsið út sem orlofshús. Sýning um Jónas í stofum hússins hefur þar af leiðandi ekki verið opin almenningi og áform félagsins um að taka útihúsin á jörðinni undir gestamóttöku og fræðslusetur hafa ekki enn náð að rætast. Fólki er þó frjáls för um stórbrotna náttúru jarðarinnar enda er hún friðlýstur fólkvangur og búið að gefa út göngukort sem lýsir fjórtán gönguleiðum, meðal annars upp að Hraunsvatni. Ráðamenn Menningarfélagsins segja markmiðið enn skýrt og vonast til að fá stuðning ríkisins til að koma upp menningarsetrinu um Jónas. „Og þetta verði rekið á sambærilegan hátt og ýmis önnur skáldasöfn og -setur víða um land. Þannig að Jónas fái sitt setur,“ segir Hanna Rósa. Fjallað var um Öxnadal í þættinum „Um land allt“ í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hörgársveit Menning Um land allt Tengdar fréttir Jónína Bjartmarz friðlýsir æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar Æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar, þjóðskálds, að Hrauni í Öxnadal verða framvegis á lista yfir friðlýst svæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Jónína, Bjartmarz, umhverfisráðherra, undirritar friðlýsinguna í dag en þá verða einnig Arnarnesstrýtur á botni Eyjafjarðar friðlýstar. 10. maí 2007 10:17 Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Áform um að opna fræðslusetur á Hrauni í Öxnadal um Jónas Hallgrímsson hafa legið í láginni í áratug eftir að bakhjarlar verkefnisins urðu gjaldþrota í bankahruninu. Fyrir vikið hefur fæðingarstaður Jónasar verið leigður út til gistingar til stéttarfélaga í stað þess að vera opið menningarsetur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það finnst vart magnaðri umgjörð um bæjarstæði en sú sem er um Hraun í Öxnadal, fæðingarstað skáldsins og náttúrufræðingsins Jónasar Hallgrímssonar. Hefðbundnum búskap lauk þar fyrir tveimur áratugum en fyrir sextán árum var Menningarfélagið Hraun stofnað um jörðina með það í huga að koma þar upp fræðslusetri til að halda minningu Jónasar á lofti.Horft heim að Hrauni í Öxnadal, fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Bakhjarlar verkefnisins voru sparisjóðirnir, Menningarsjóður sparisjóða og Byr sparisjóður, og það vita nú margir hver urðu afdrif þeirra í fjármálahruninu. Þannig að þar með fór bakhjarl verkefnisins. Og við stöndum eftir svolítið veik, veikburða,“ segir Hanna Rósa Sveinsdóttir sagnfræðingur og formaður Menningarfélagsins Hrauns.Jónas Hallgrímsson (1807-1845) skáld og náttúrufræðingur. Afmælisdagur Jónasar, 16. nóvember, er Dagur íslenskrar tungu vegna framlags hans til íslenskunnar. Sem einn Fjölnismanna var Jónas í fararbroddi sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.Til að afla tekna hefur Menningarfélagið neyðst til að leigja íbúðarhúsið út sem orlofshús. Sýning um Jónas í stofum hússins hefur þar af leiðandi ekki verið opin almenningi og áform félagsins um að taka útihúsin á jörðinni undir gestamóttöku og fræðslusetur hafa ekki enn náð að rætast. Fólki er þó frjáls för um stórbrotna náttúru jarðarinnar enda er hún friðlýstur fólkvangur og búið að gefa út göngukort sem lýsir fjórtán gönguleiðum, meðal annars upp að Hraunsvatni. Ráðamenn Menningarfélagsins segja markmiðið enn skýrt og vonast til að fá stuðning ríkisins til að koma upp menningarsetrinu um Jónas. „Og þetta verði rekið á sambærilegan hátt og ýmis önnur skáldasöfn og -setur víða um land. Þannig að Jónas fái sitt setur,“ segir Hanna Rósa. Fjallað var um Öxnadal í þættinum „Um land allt“ í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hörgársveit Menning Um land allt Tengdar fréttir Jónína Bjartmarz friðlýsir æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar Æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar, þjóðskálds, að Hrauni í Öxnadal verða framvegis á lista yfir friðlýst svæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Jónína, Bjartmarz, umhverfisráðherra, undirritar friðlýsinguna í dag en þá verða einnig Arnarnesstrýtur á botni Eyjafjarðar friðlýstar. 10. maí 2007 10:17 Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Jónína Bjartmarz friðlýsir æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar Æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar, þjóðskálds, að Hrauni í Öxnadal verða framvegis á lista yfir friðlýst svæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Jónína, Bjartmarz, umhverfisráðherra, undirritar friðlýsinguna í dag en þá verða einnig Arnarnesstrýtur á botni Eyjafjarðar friðlýstar. 10. maí 2007 10:17
Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30