Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Heimir Már Pétursson skrifar 29. október 2019 12:08 Frá samningafundi í morgun. Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðslur hjá blaða- og fréttamönnum á Árvakri sem gefur út Morgunblaðið og heldur úti mbl.is, Ríkisútvarpinu fréttastofu og netmiðli, Sýn sem heldur úti Vísi, Bylgjunni og fréttastofu Stöðvar 2 og Torgi sem gefur út Fréttablaðið og heldur úti samnefndum netmiðli hefjast klukkan hálf tíu í fyrramálið á þessum miðlum fram til klukkan 13:30. Frá þeim tíma til klukkan 17:00 geta blaðamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á þessum miðlum greitt atkvæði í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir fljótlega upp úr klukkan fimm. Verði að verkföllum verða þau stigmagnandi og hefjast föstudaginn 8. nóvember með fjögurra tíma vinnustöðvun ljósmyndara og myndatökumanna og blaðamanna á fyrrgreindum netmiðlum. Vinnustöðvanir lengjast síðan um fjórar klukkustundir hvern föstudag frá og með 15. nóvember til 22. nóvember. Hafi enn ekki náðst samningar föstudaginn 28. nóvember leggja blaðamenn á prentútgáfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins niður störf í einn dag og nær sú vinnustöðvun einnig til ljósmyndara og tökumanna á þessum miðlum. Sáttafundur hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan hálf ellefu í morgun. Honum var frestað um klukkan hálf tólf en boðað hefur verið til vinnufundar viðsemjenda hjá Ríkissáttasemjara á ný klukkan hálf tvö. En í gær tókust samningar milli Blaðamannafélagsins og Birtings sem meðal annars gefur út Vikuna og Mannlíf. Blaðamenn hafa ekki farið í verfall í fjörtíu og eitt ár á Íslandi. Sá sem þetta skrifar er félagi í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Sjá meira
Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðslur hjá blaða- og fréttamönnum á Árvakri sem gefur út Morgunblaðið og heldur úti mbl.is, Ríkisútvarpinu fréttastofu og netmiðli, Sýn sem heldur úti Vísi, Bylgjunni og fréttastofu Stöðvar 2 og Torgi sem gefur út Fréttablaðið og heldur úti samnefndum netmiðli hefjast klukkan hálf tíu í fyrramálið á þessum miðlum fram til klukkan 13:30. Frá þeim tíma til klukkan 17:00 geta blaðamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á þessum miðlum greitt atkvæði í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir fljótlega upp úr klukkan fimm. Verði að verkföllum verða þau stigmagnandi og hefjast föstudaginn 8. nóvember með fjögurra tíma vinnustöðvun ljósmyndara og myndatökumanna og blaðamanna á fyrrgreindum netmiðlum. Vinnustöðvanir lengjast síðan um fjórar klukkustundir hvern föstudag frá og með 15. nóvember til 22. nóvember. Hafi enn ekki náðst samningar föstudaginn 28. nóvember leggja blaðamenn á prentútgáfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins niður störf í einn dag og nær sú vinnustöðvun einnig til ljósmyndara og tökumanna á þessum miðlum. Sáttafundur hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan hálf ellefu í morgun. Honum var frestað um klukkan hálf tólf en boðað hefur verið til vinnufundar viðsemjenda hjá Ríkissáttasemjara á ný klukkan hálf tvö. En í gær tókust samningar milli Blaðamannafélagsins og Birtings sem meðal annars gefur út Vikuna og Mannlíf. Blaðamenn hafa ekki farið í verfall í fjörtíu og eitt ár á Íslandi. Sá sem þetta skrifar er félagi í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent