Segir kjör blaðamanna hörmuleg og útlit fyrir vinnustöðvanir Heimir Már Pétursson skrifar 29. október 2019 19:00 Ekkert bendir til annars en að fyrstu vinnustöðvanir blaðmanna á Íslandi skelli á í næstu viku, að sögn Hjálmars Jónssonar, formanns Blaðamannafélags Íslands. Samtök atvinnulífsins birtu tilboð sitt til félagsins í dag og segja það samræmast launastefnu lífskjarasamninga. Hjálmar segir kjör blaðamanna hörmulegar og kröfur þeirra vel innan marka sem samið hefur verið um við aðra. Fundi fulltrúa SA og BÍ í dag lauk án árangurs og fer atkvæðagreiðsla um röð vinnustöðvana því fram að óbreyttu á morgun. Verði þær samþykktur verður það í fyrsta skipti í 41 ár sem íslenskir blaðamenn fara í verkfall. Í tilkynningu á vefsíðu sinni fullyrða SA að tilboðið sem þau gerðu blaðamönnum feli í sér kjarabætur sem „samrýmast að fullu þeirri launastefnu sem mörkuð var með Lífskjarasamningnum“. Vara þau við því að verkföll valdi alltaf tjóni og skerði getu fyrirtækja til að standa undir kjarabótum í erfiðu árferði. Hjálmar segir kröfugerð blaðamanna aftur á móti hóflega og langt innan þeirra marka sem samið hafi verið um við aðra hópa.Aðgerðirnar sem hafa verið boðaðar ná til fjögurra daga í nóvember.Verða að standa með sjálfum sér Atkvæðagreiðslan á morgun nær til blaða-, frétta- og myndatökumanna á Árvakri, sem gefur út Morgunblaðið og mbl.is, Ríkisútvarpinu, Sýnar, sem rekur fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og Torgs, sem gefur út Fréttablaðið og samnefnda vefsíðu. Verði að verkföllum munu blaða- og myndatökumenn netmiðlanna fara í fjögurra tíma verkfall föstudaginn 8. nóvember frá klukkan 10 til 14, í átta tíma frá 10 til 18 hinn 15. nóvember og í tólf klukkustundir fimmtudaginn 22. nóvember. Hafi enn ekki náðst samningar fimmtudaginn 28. nóvember leggja blaðamenn á prentútgáfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins niður störf í einn dag og nær sú vinnustöðvun einnig til ljósmyndara og tökumanna á þessum miðlum. Þegar hefur útgáfufélagið Birtíngur samið við BÍ á forsendum kröfugerðar blaðamanna, að sögn Hjálmars. Kjarninn hafi gengið frá samningi í dag og viðræður standi yfir við smærri miðla. Telur Hjálmar að ekkert bendi til annars en að verkfallsaðgerðir skelli á. „Auðvitað vill maður ekki fara í verkfall en stundum þarf maður að standa með sjálfum sér og blaðamenn standa bara með sjálfum sér. Það er enginn annar sem gerir þetta fyrir þá,“ segir Hjálmar. Spurður að því hvernig andinn hjá blaðamönnum sé segist Hjálmar finna fyrir miklum stuðningi innan stéttarinnar. „Enda eru kjör blaðamanna hörmuleg, því miður,“ segir hann.Tekið skal fram að blaðamenn Vísis eru flestir félagar í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar. Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 29. október 2019 12:08 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Ekkert bendir til annars en að fyrstu vinnustöðvanir blaðmanna á Íslandi skelli á í næstu viku, að sögn Hjálmars Jónssonar, formanns Blaðamannafélags Íslands. Samtök atvinnulífsins birtu tilboð sitt til félagsins í dag og segja það samræmast launastefnu lífskjarasamninga. Hjálmar segir kjör blaðamanna hörmulegar og kröfur þeirra vel innan marka sem samið hefur verið um við aðra. Fundi fulltrúa SA og BÍ í dag lauk án árangurs og fer atkvæðagreiðsla um röð vinnustöðvana því fram að óbreyttu á morgun. Verði þær samþykktur verður það í fyrsta skipti í 41 ár sem íslenskir blaðamenn fara í verkfall. Í tilkynningu á vefsíðu sinni fullyrða SA að tilboðið sem þau gerðu blaðamönnum feli í sér kjarabætur sem „samrýmast að fullu þeirri launastefnu sem mörkuð var með Lífskjarasamningnum“. Vara þau við því að verkföll valdi alltaf tjóni og skerði getu fyrirtækja til að standa undir kjarabótum í erfiðu árferði. Hjálmar segir kröfugerð blaðamanna aftur á móti hóflega og langt innan þeirra marka sem samið hafi verið um við aðra hópa.Aðgerðirnar sem hafa verið boðaðar ná til fjögurra daga í nóvember.Verða að standa með sjálfum sér Atkvæðagreiðslan á morgun nær til blaða-, frétta- og myndatökumanna á Árvakri, sem gefur út Morgunblaðið og mbl.is, Ríkisútvarpinu, Sýnar, sem rekur fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og Torgs, sem gefur út Fréttablaðið og samnefnda vefsíðu. Verði að verkföllum munu blaða- og myndatökumenn netmiðlanna fara í fjögurra tíma verkfall föstudaginn 8. nóvember frá klukkan 10 til 14, í átta tíma frá 10 til 18 hinn 15. nóvember og í tólf klukkustundir fimmtudaginn 22. nóvember. Hafi enn ekki náðst samningar fimmtudaginn 28. nóvember leggja blaðamenn á prentútgáfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins niður störf í einn dag og nær sú vinnustöðvun einnig til ljósmyndara og tökumanna á þessum miðlum. Þegar hefur útgáfufélagið Birtíngur samið við BÍ á forsendum kröfugerðar blaðamanna, að sögn Hjálmars. Kjarninn hafi gengið frá samningi í dag og viðræður standi yfir við smærri miðla. Telur Hjálmar að ekkert bendi til annars en að verkfallsaðgerðir skelli á. „Auðvitað vill maður ekki fara í verkfall en stundum þarf maður að standa með sjálfum sér og blaðamenn standa bara með sjálfum sér. Það er enginn annar sem gerir þetta fyrir þá,“ segir Hjálmar. Spurður að því hvernig andinn hjá blaðamönnum sé segist Hjálmar finna fyrir miklum stuðningi innan stéttarinnar. „Enda eru kjör blaðamanna hörmuleg, því miður,“ segir hann.Tekið skal fram að blaðamenn Vísis eru flestir félagar í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar.
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 29. október 2019 12:08 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 29. október 2019 12:08