Perry segir norðurslóðir barmafullar af orkuauðlindum Heimir Már Pétursson skrifar 11. október 2019 12:30 Rick Perry orkumálaráðherra óskaði eftir því að fá að ávarpa Hringborð norðurslóða og gerði það við setningarathöfn þingsins í gær. Getty Orkumálaráðherra Bandaríkjanna segir norðurslóðir barmafullar af auðlindum eins og gasi sem megi nýta á skynsaman hátt íbúunum þar og heimsbyggðinni til hagsbóta. Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump um nýtingu auðlinda í Alaska sé gott dæmi um þetta. Tæplega átta milljón hektara svæði í Norður-Alaska var verndað með lögum frá bandaríska þinginu árið 1980. En allt frá árinu 1977 til 2017 hafa Republikanar á Bandaríkjaþingi gert fimmtíu tilraunir til að heimila borun eftir gasi og olíu á svæðinu. Þeim tókst það loksins árið 2017 þegar heimildinni var smeygt inn í skattalög. Donald Trump forseti Bandaríkjanna staðfesti lögin síðan í desember 2017. Barack Obama, forveri hans í embætti, vildi hins vegar stækka verndarsvæðið verulega. Vísindamenn telja að nýting olíu og gass á svæðnu muni stefna tilvist fjölda villtra dýrategunda í hættu. Rick Perry orkumálaráðherra óskaði eftir því að fá að ávarpa Hringborð norðurslóða og gerði það við setningarathöfn þingsins í gær. Óhætt er að segja að málflutningur hans hafi verið í mikilli andstöðu við málflutning annarra á þinginu. „Norðurslóðir eru á alla mælikvarða barmafullar af efnahagslegum tækifærum og orkumöguleikum. Þegar haft er í huga að einn þriðji af ófundnum gasauðlindum heimsins er þar. Og við erum sannfærð um að hægt sé að nýta þær með skynsömum hætti. Það er hægt að þróa þessar auðlindir til hagsbóta fyrir fólk á norðurslóðum og að lokum fyrir heiminn allan,“ sagði Perry. Hann hafi séð þetta með eigin augum í norðurslóðaríkinu Alaska sem væri ríki mikillar náttúrufegurðar og náttúrulegra auðlinda, þar með orkuauðlinda. „Við höfum stigið stór skref undir forystu Donalds Trump forseta til að opna norðurhluta Alaska. Opna þetta svæði fyrir ábyrga orkuþróun,“ sagði Perry. Bandaríkin væru í öðru sæti í heiminum þegar kæmi að nýtingu sólar og vindorku. Nýting orkuauðlinda á norðurslóðum gæti losað frjálsar lýðræðisþjóðir undan valdi ólýðræðislegra ríkja sem sæktust eftir áhrifum á norðurslóðum. Nýting frjálsra þjóða á orkuauðlindum norðurslóða gætu leitt til stórkostlegra framfara. „Þetta er sýn og von fyrir allt mannkyn. Sameinuð getum við látið þetta gerast. Látum það vera okkar eið og loforð okkar í dag. Vegna þess að morgundagurinn tilheyrir norðrinu og framtíðin tilheyrir þeim frjálsu,“ sagði Rick Perry í Hörpu í gær. Bandaríkin Loftslagsmál Norðurslóðir Umhverfismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Orkumálaráðherra Bandaríkjanna sér á báti við Hringborð norðurslóða Orkumálaráðherra Bandaríkjanna nefndi loftslagsbreytingar ekki á nafn í ávarpi sínu við setningu Hringborðs norðurslóða í dag en skaut föstum skotum að ríkjum sem hann sagði boðflennur á norðurslóðum. Forystufólk annarra ríkja lagði hins vegar áherslu á að þjóðir heims tækju höndum saman til að vinna gegn loftslagsbreytingunum. 10. október 2019 20:30 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira
Orkumálaráðherra Bandaríkjanna segir norðurslóðir barmafullar af auðlindum eins og gasi sem megi nýta á skynsaman hátt íbúunum þar og heimsbyggðinni til hagsbóta. Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump um nýtingu auðlinda í Alaska sé gott dæmi um þetta. Tæplega átta milljón hektara svæði í Norður-Alaska var verndað með lögum frá bandaríska þinginu árið 1980. En allt frá árinu 1977 til 2017 hafa Republikanar á Bandaríkjaþingi gert fimmtíu tilraunir til að heimila borun eftir gasi og olíu á svæðinu. Þeim tókst það loksins árið 2017 þegar heimildinni var smeygt inn í skattalög. Donald Trump forseti Bandaríkjanna staðfesti lögin síðan í desember 2017. Barack Obama, forveri hans í embætti, vildi hins vegar stækka verndarsvæðið verulega. Vísindamenn telja að nýting olíu og gass á svæðnu muni stefna tilvist fjölda villtra dýrategunda í hættu. Rick Perry orkumálaráðherra óskaði eftir því að fá að ávarpa Hringborð norðurslóða og gerði það við setningarathöfn þingsins í gær. Óhætt er að segja að málflutningur hans hafi verið í mikilli andstöðu við málflutning annarra á þinginu. „Norðurslóðir eru á alla mælikvarða barmafullar af efnahagslegum tækifærum og orkumöguleikum. Þegar haft er í huga að einn þriðji af ófundnum gasauðlindum heimsins er þar. Og við erum sannfærð um að hægt sé að nýta þær með skynsömum hætti. Það er hægt að þróa þessar auðlindir til hagsbóta fyrir fólk á norðurslóðum og að lokum fyrir heiminn allan,“ sagði Perry. Hann hafi séð þetta með eigin augum í norðurslóðaríkinu Alaska sem væri ríki mikillar náttúrufegurðar og náttúrulegra auðlinda, þar með orkuauðlinda. „Við höfum stigið stór skref undir forystu Donalds Trump forseta til að opna norðurhluta Alaska. Opna þetta svæði fyrir ábyrga orkuþróun,“ sagði Perry. Bandaríkin væru í öðru sæti í heiminum þegar kæmi að nýtingu sólar og vindorku. Nýting orkuauðlinda á norðurslóðum gæti losað frjálsar lýðræðisþjóðir undan valdi ólýðræðislegra ríkja sem sæktust eftir áhrifum á norðurslóðum. Nýting frjálsra þjóða á orkuauðlindum norðurslóða gætu leitt til stórkostlegra framfara. „Þetta er sýn og von fyrir allt mannkyn. Sameinuð getum við látið þetta gerast. Látum það vera okkar eið og loforð okkar í dag. Vegna þess að morgundagurinn tilheyrir norðrinu og framtíðin tilheyrir þeim frjálsu,“ sagði Rick Perry í Hörpu í gær.
Bandaríkin Loftslagsmál Norðurslóðir Umhverfismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Orkumálaráðherra Bandaríkjanna sér á báti við Hringborð norðurslóða Orkumálaráðherra Bandaríkjanna nefndi loftslagsbreytingar ekki á nafn í ávarpi sínu við setningu Hringborðs norðurslóða í dag en skaut föstum skotum að ríkjum sem hann sagði boðflennur á norðurslóðum. Forystufólk annarra ríkja lagði hins vegar áherslu á að þjóðir heims tækju höndum saman til að vinna gegn loftslagsbreytingunum. 10. október 2019 20:30 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira
Orkumálaráðherra Bandaríkjanna sér á báti við Hringborð norðurslóða Orkumálaráðherra Bandaríkjanna nefndi loftslagsbreytingar ekki á nafn í ávarpi sínu við setningu Hringborðs norðurslóða í dag en skaut föstum skotum að ríkjum sem hann sagði boðflennur á norðurslóðum. Forystufólk annarra ríkja lagði hins vegar áherslu á að þjóðir heims tækju höndum saman til að vinna gegn loftslagsbreytingunum. 10. október 2019 20:30