Skrifaði undir nýjan plötusamning í fangelsi Sylvía Hall skrifar 11. október 2019 20:08 Tekashi 6ix9ine hefur oft komist í kast við lögin þrátt fyrir ungan aldur. Vísir/Getty Rapparinn Tekashi 6ix9ine hefur skrifað undir plötusamning sem kveður á um tvær plötur, eina á ensku og eina á spænsku. Samningurinn er sagður hljóða upp á tíu milljónir Bandaríkjadala. Athygli vekur að rapparinn situr í fangelsi sem stendur og bíður dóms, en hann er aðeins 23 ára gamall. Mál rapparans hefur vakið athygli víða en hann var ákærður fyrir vörslu vopna og skipulagða glæpastarfsemi. Hámarksrefsing fyrir slík brot er allt að 47 ára fangelsi en rapparinn má búast við vægari dómi eftir að gaf upp upplýsingar um nokkra vitorðsmenn sína. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rapparinn ungi kemst í kast við löginn. Í október árið 2015 var hann sakfelldur fyrir að eiga í kynferðislegu sambandi við þrettán ára stúlku og deila myndbandi af henni í kynlífsathöfnum. Þá hafði hann einnig setið í fangelsi fyrir líkamsárás og sölu heróíns.Sjá einnig: Nicki Minaj vinnur með dæmdum barnaníðingi Rapparinn gaf yfirvöldum upplýsingar um samstarfsmenn sína í genginu The Nine Trey Bloods, sem er umsvifamikið og þekkt fyrir gróft ofbeldi. Meðal þeirra sem 6ix9ine veitti upplýsingar um voru þeir Anthony Ellison og Aljermiah Mack, sem hafa báði verið sakfelldir eftir vitnisburð rapparans. Réttarhöld í máli 6ix9ine fara fram í desember og er búist við dómsuppkvaðningu þann 18. desember. Má búast við því að fangelsisvist hans verði mun styttri en búist var við í upphafi vegna samvinnu hans. Hollywood Tónlist Mest lesið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Rapparinn Tekashi 6ix9ine hefur skrifað undir plötusamning sem kveður á um tvær plötur, eina á ensku og eina á spænsku. Samningurinn er sagður hljóða upp á tíu milljónir Bandaríkjadala. Athygli vekur að rapparinn situr í fangelsi sem stendur og bíður dóms, en hann er aðeins 23 ára gamall. Mál rapparans hefur vakið athygli víða en hann var ákærður fyrir vörslu vopna og skipulagða glæpastarfsemi. Hámarksrefsing fyrir slík brot er allt að 47 ára fangelsi en rapparinn má búast við vægari dómi eftir að gaf upp upplýsingar um nokkra vitorðsmenn sína. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rapparinn ungi kemst í kast við löginn. Í október árið 2015 var hann sakfelldur fyrir að eiga í kynferðislegu sambandi við þrettán ára stúlku og deila myndbandi af henni í kynlífsathöfnum. Þá hafði hann einnig setið í fangelsi fyrir líkamsárás og sölu heróíns.Sjá einnig: Nicki Minaj vinnur með dæmdum barnaníðingi Rapparinn gaf yfirvöldum upplýsingar um samstarfsmenn sína í genginu The Nine Trey Bloods, sem er umsvifamikið og þekkt fyrir gróft ofbeldi. Meðal þeirra sem 6ix9ine veitti upplýsingar um voru þeir Anthony Ellison og Aljermiah Mack, sem hafa báði verið sakfelldir eftir vitnisburð rapparans. Réttarhöld í máli 6ix9ine fara fram í desember og er búist við dómsuppkvaðningu þann 18. desember. Má búast við því að fangelsisvist hans verði mun styttri en búist var við í upphafi vegna samvinnu hans.
Hollywood Tónlist Mest lesið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira