Klósettröðin Sif Sigmarsdóttir skrifar 12. október 2019 13:30 Þótt ég sé búsett í Bretlandi og Brexit vofi yfir hef ég ekki gripið til nokkurra varúðarráðstafana. Fari svo að Bretland hverfi samningslaust úr Evrópusambandinu 31. október næstkomandi er spáð bæði matvæla- og lyfjaskorti í landinu. Ég á vini sem fyllt hafa skápana af niðursuðudósum, frönsku víni og aspiríni. Sjálf hef ég í heiðri séríslenska hefð: Þetta reddast. Og ef þetta reddast ekki kennir neyðin naktri konu að spinna. Því neyðin er móðir nýrra uppfinninga, eins og máltækið hljómar í meðförum Engilsaxa. Það var hins vegar fyrst í vikunni sem leið að mér hætti að standa á sama um yfirvofandi vöntun. Nýjustu fréttir herma að náist ekki samningar með Bretum og Evrópusambandinu stefni í alvarlegan skort á klósettpappír í Bretlandi. Þótt neyðin kenni naktri konu að spinna er teppa í flæði klósettpappírs við bresk landamæri ekki þröng sem undirrituð kona kærir sig um að ráða fram úr með úrræðasemi. Ég er langt frá því að vera sú fyrsta sem mætir nýsköpun inni á salerni með tregðu. Þótt fyrstu vatnsklósettin sem vitað er um séu frá um 2800 fyrir Krist, en leifar þeirra fundust í Indusdalnum þar sem nú er Pakistan, náðu þau seint almennri útbreiðslu. Á 16. öld efaðist fólk enn um vatnsklósettið þegar guðsonur Elísabetar I Englandsdrottningar hannaði vatnssalerni og gaf henni. Sagan segir að drottningin hafi verið ófús til að nota uppfinninguna því hún kunni illa við lætin sem heyrðust þegar hún sturtaði niður; drottningin vildi ekki að öll hirðin vissi af því í hvert skipti sem hún tefldi við páfann. Af nýlegum fréttum að dæma á þessi tortryggni í garð nýjunga á náðhúsum fullan rétt á sér. Að pissa eða ekki pissa Eitt stærsta deilumál í Bretlandi undanfarnar vikur – fyrir utan Brexit – eru ný klósett í The Old Vic leikhúsinu í London. Að pissa eða ekki pissa – þarna er efinn. Konur sem sækja bresk leikhús kvarta gjarnan undan því að þurfa að eyða öllu hléinu í biðröð á klósettið. Hlé í leikhúsum eru 20 mínútur. Samkvæmt rannsókn þyrfti hléið að vera að meðaltali 57 mínútur til að allar konur í salnum ættu að geta létt á sér. Á síðasta ári stóð The Old Vic fyrir fjársöfnun svo tvöfalda mætti fjölda kvennaklósetta í leikhúsinu. Klósettin eru tilbúin. Konur eru þó síður en svo sáttar. Þótt klósettin séu nú 44 í stað 22 áður er fjöldi kvennaklósetta 0. Öll nýju klósett leikhússins eru ókyngreind en þau eru merkt eftir því hvort inni á þeim er að finna setklósett eða pissuskál. Gagnrýnendur benda á að enn á ný beri konur skertan hlut frá borði því nú geti karlar notað öll 26 setklósettin og pissuskálarnar 18 en konur geti aðeins notað setklósettin. Fyrirkomulagið lengi biðtíma hjá konum en stytti hann hjá körlum. Forsvarsmenn The Old Vic hefðu átt að vita betur. Ekki er langt síðan klósett menningarhússins The Barbican gerðu allt brjálað á Twitter. Í apríl 2017 fór breska fréttakonan Samira Ahmed í bíó. Í hléi rauk hún fram til að ná plássi framarlega í klósettröðinni. Biðröðin var hins vegar mun lengri en venjulega. Skýringin blasti við Ahmed þegar röðin kom loks að henni. Kvennaklósettin voru full af körlum. Klósettmerkingum hafði verið breytt úr karla- eða kvennaklósett í „ókyngreind með klósettbásum“ og „ókyngreind með pissuskálum“. Karlar gátu nú farið á öll klósettin en konur aðeins á helming þeirra. Reglulegt flæði Brexit-teppan og klósettstíflan eiga eitt sameiginlegt. Lausnin blasir við. Samningur við Evrópusambandið um útgöngu Breta úr sambandinu tryggði reglulegt flæði klósettpappírs og annarra nauðsynja. Ef pissuskálum karla yrði breytt í setklósett yrðu salernin í The Old Vic ekki aðeins ókyngreind í orði heldur líka á borði. Stundum þarf bara að gyrða sig í brók. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Brexit Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þótt ég sé búsett í Bretlandi og Brexit vofi yfir hef ég ekki gripið til nokkurra varúðarráðstafana. Fari svo að Bretland hverfi samningslaust úr Evrópusambandinu 31. október næstkomandi er spáð bæði matvæla- og lyfjaskorti í landinu. Ég á vini sem fyllt hafa skápana af niðursuðudósum, frönsku víni og aspiríni. Sjálf hef ég í heiðri séríslenska hefð: Þetta reddast. Og ef þetta reddast ekki kennir neyðin naktri konu að spinna. Því neyðin er móðir nýrra uppfinninga, eins og máltækið hljómar í meðförum Engilsaxa. Það var hins vegar fyrst í vikunni sem leið að mér hætti að standa á sama um yfirvofandi vöntun. Nýjustu fréttir herma að náist ekki samningar með Bretum og Evrópusambandinu stefni í alvarlegan skort á klósettpappír í Bretlandi. Þótt neyðin kenni naktri konu að spinna er teppa í flæði klósettpappírs við bresk landamæri ekki þröng sem undirrituð kona kærir sig um að ráða fram úr með úrræðasemi. Ég er langt frá því að vera sú fyrsta sem mætir nýsköpun inni á salerni með tregðu. Þótt fyrstu vatnsklósettin sem vitað er um séu frá um 2800 fyrir Krist, en leifar þeirra fundust í Indusdalnum þar sem nú er Pakistan, náðu þau seint almennri útbreiðslu. Á 16. öld efaðist fólk enn um vatnsklósettið þegar guðsonur Elísabetar I Englandsdrottningar hannaði vatnssalerni og gaf henni. Sagan segir að drottningin hafi verið ófús til að nota uppfinninguna því hún kunni illa við lætin sem heyrðust þegar hún sturtaði niður; drottningin vildi ekki að öll hirðin vissi af því í hvert skipti sem hún tefldi við páfann. Af nýlegum fréttum að dæma á þessi tortryggni í garð nýjunga á náðhúsum fullan rétt á sér. Að pissa eða ekki pissa Eitt stærsta deilumál í Bretlandi undanfarnar vikur – fyrir utan Brexit – eru ný klósett í The Old Vic leikhúsinu í London. Að pissa eða ekki pissa – þarna er efinn. Konur sem sækja bresk leikhús kvarta gjarnan undan því að þurfa að eyða öllu hléinu í biðröð á klósettið. Hlé í leikhúsum eru 20 mínútur. Samkvæmt rannsókn þyrfti hléið að vera að meðaltali 57 mínútur til að allar konur í salnum ættu að geta létt á sér. Á síðasta ári stóð The Old Vic fyrir fjársöfnun svo tvöfalda mætti fjölda kvennaklósetta í leikhúsinu. Klósettin eru tilbúin. Konur eru þó síður en svo sáttar. Þótt klósettin séu nú 44 í stað 22 áður er fjöldi kvennaklósetta 0. Öll nýju klósett leikhússins eru ókyngreind en þau eru merkt eftir því hvort inni á þeim er að finna setklósett eða pissuskál. Gagnrýnendur benda á að enn á ný beri konur skertan hlut frá borði því nú geti karlar notað öll 26 setklósettin og pissuskálarnar 18 en konur geti aðeins notað setklósettin. Fyrirkomulagið lengi biðtíma hjá konum en stytti hann hjá körlum. Forsvarsmenn The Old Vic hefðu átt að vita betur. Ekki er langt síðan klósett menningarhússins The Barbican gerðu allt brjálað á Twitter. Í apríl 2017 fór breska fréttakonan Samira Ahmed í bíó. Í hléi rauk hún fram til að ná plássi framarlega í klósettröðinni. Biðröðin var hins vegar mun lengri en venjulega. Skýringin blasti við Ahmed þegar röðin kom loks að henni. Kvennaklósettin voru full af körlum. Klósettmerkingum hafði verið breytt úr karla- eða kvennaklósett í „ókyngreind með klósettbásum“ og „ókyngreind með pissuskálum“. Karlar gátu nú farið á öll klósettin en konur aðeins á helming þeirra. Reglulegt flæði Brexit-teppan og klósettstíflan eiga eitt sameiginlegt. Lausnin blasir við. Samningur við Evrópusambandið um útgöngu Breta úr sambandinu tryggði reglulegt flæði klósettpappírs og annarra nauðsynja. Ef pissuskálum karla yrði breytt í setklósett yrðu salernin í The Old Vic ekki aðeins ókyngreind í orði heldur líka á borði. Stundum þarf bara að gyrða sig í brók.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun