Hinn handtekni reyndist ekki vera morðinginn Sylvía Hall skrifar 12. október 2019 18:54 Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur Xavier Dupont de Ligonnès árið 2011 Vísir/AFP Maðurinn sem handtekinn var á Glasgow-flugvelli, grunaður um að vera hinn eftirlýsti Xavier Dupont de Ligonnès, reyndist vera saklaus portúgalskur ferðamaður. Bresk lögregluyfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir atvikið en maðurinn var handtekinn við lendingu. Alþjóðleg handtökuskipun á hendur Ligonnès hefur verið í gildi frá árinu 2011 eftir að eiginkona hans og fjögur börn fundust skotin til bana og grafin í garði fjölskyldunnar í úthverfi Nantes. Síðan þá hafa yfirvöld leitað að Ligonnès með litlum árangri.Sjá einnig: Maður sem myrti fjölskyldu sína fannst á flugvelli eftir átta ára leit Í gær bárust fregnir af því að Ligonnès hefði verið handtekinn við komuna til Glasgow og með fingrafaraskoðun hefði verið staðfest að réttur maður væri í haldi. Í raun var þarna á ferð inn portúgalski Guy Joao sem búsettur er í Frakklandi en Joao dvaldi í haldi lögreglu yfir nótt. Skoska lögreglan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að manninum hafi verið sleppt úr haldi. Ítarlegri rannsóknir á borð við DNA-próf staðfestu að maðurinn væri ekki hinn eftirlýsti Ligonnès. Fregnir af handtöku Ligonnès komu fyrst fram hjá Le Parisien á föstudagskvöld og birtist skömmu seinna á fréttamiðlinum Agence France-Presse sem hafði fengið staðfest frá fjórum heimildarmönnum innan lögreglunnar að Ligonnès væri í haldi. Le Parisen segist hafa treyst heimildarmönnum sínum og kennir bresku lögreglunni um „farsakenndan misskilning“. Það er því ljóst að átta ára leit að Ligonnès er hvergi nærri lokið en hann hvarf nánast sporlaust eftir að fjölskylda hans fannst myrt. Eiginkona Xavier, Agnès Dupont de Ligonnès, var 48 ára þegar hún var myrt og börnin Arthur, Thomas, Anne og Benoît tuttugu, átján, sextán og þrettán ára. Frakkland Skotland Tengdar fréttir Húsleit í frönsku klaustri vegna leitar að grunuðum fjöldamorðingja Lögregla í Frakklandi hefur gert húsleit í klaustri í Roquebrune-sur-Argens vegna leitar að hinum fimmtuga Xavier Dupont de Ligonnès sem grunaður er um að hafa myrt fjölskyldu sína árið 2011. 9. janúar 2018 10:19 Maður sem myrti fjölskyldu sína fannst á flugvelli eftir átta ára leit Xavier Dupont de Legonnès hefur verið eftirlýstur frá árinu 2011. 12. október 2019 07:56 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Maðurinn sem handtekinn var á Glasgow-flugvelli, grunaður um að vera hinn eftirlýsti Xavier Dupont de Ligonnès, reyndist vera saklaus portúgalskur ferðamaður. Bresk lögregluyfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir atvikið en maðurinn var handtekinn við lendingu. Alþjóðleg handtökuskipun á hendur Ligonnès hefur verið í gildi frá árinu 2011 eftir að eiginkona hans og fjögur börn fundust skotin til bana og grafin í garði fjölskyldunnar í úthverfi Nantes. Síðan þá hafa yfirvöld leitað að Ligonnès með litlum árangri.Sjá einnig: Maður sem myrti fjölskyldu sína fannst á flugvelli eftir átta ára leit Í gær bárust fregnir af því að Ligonnès hefði verið handtekinn við komuna til Glasgow og með fingrafaraskoðun hefði verið staðfest að réttur maður væri í haldi. Í raun var þarna á ferð inn portúgalski Guy Joao sem búsettur er í Frakklandi en Joao dvaldi í haldi lögreglu yfir nótt. Skoska lögreglan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að manninum hafi verið sleppt úr haldi. Ítarlegri rannsóknir á borð við DNA-próf staðfestu að maðurinn væri ekki hinn eftirlýsti Ligonnès. Fregnir af handtöku Ligonnès komu fyrst fram hjá Le Parisien á föstudagskvöld og birtist skömmu seinna á fréttamiðlinum Agence France-Presse sem hafði fengið staðfest frá fjórum heimildarmönnum innan lögreglunnar að Ligonnès væri í haldi. Le Parisen segist hafa treyst heimildarmönnum sínum og kennir bresku lögreglunni um „farsakenndan misskilning“. Það er því ljóst að átta ára leit að Ligonnès er hvergi nærri lokið en hann hvarf nánast sporlaust eftir að fjölskylda hans fannst myrt. Eiginkona Xavier, Agnès Dupont de Ligonnès, var 48 ára þegar hún var myrt og börnin Arthur, Thomas, Anne og Benoît tuttugu, átján, sextán og þrettán ára.
Frakkland Skotland Tengdar fréttir Húsleit í frönsku klaustri vegna leitar að grunuðum fjöldamorðingja Lögregla í Frakklandi hefur gert húsleit í klaustri í Roquebrune-sur-Argens vegna leitar að hinum fimmtuga Xavier Dupont de Ligonnès sem grunaður er um að hafa myrt fjölskyldu sína árið 2011. 9. janúar 2018 10:19 Maður sem myrti fjölskyldu sína fannst á flugvelli eftir átta ára leit Xavier Dupont de Legonnès hefur verið eftirlýstur frá árinu 2011. 12. október 2019 07:56 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Húsleit í frönsku klaustri vegna leitar að grunuðum fjöldamorðingja Lögregla í Frakklandi hefur gert húsleit í klaustri í Roquebrune-sur-Argens vegna leitar að hinum fimmtuga Xavier Dupont de Ligonnès sem grunaður er um að hafa myrt fjölskyldu sína árið 2011. 9. janúar 2018 10:19
Maður sem myrti fjölskyldu sína fannst á flugvelli eftir átta ára leit Xavier Dupont de Legonnès hefur verið eftirlýstur frá árinu 2011. 12. október 2019 07:56