Lág laun ófaglærðra kvenna vandamál hjá fleiri sveitarfélögum en Reykjavíkurborg Sylvía Hall skrifar 13. október 2019 23:00 Lilja Alfreðsdóttir og Margrét Tryggvadóttir voru gestir Heimis Más í Víglínunni í dag. Vísir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og vísindamálaráðherra og Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar taka undir sjónarmið Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um að rétta þurfi stöðu ófaglærðra kvenna sem vinna hjá Reykjavíkurborg. Vandamálið sé hins vegar ekki einungis bundið við Reykjavíkurborg. Í viðtali í Kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag sagði Sólveig Anna lítinn skilning vera innan Reykjavíkurborgar á kerfislægri kvenfyrirlitningu sem væri ríkjandi. Enn er ósamið við þúsundir starfsmanna Reykjavíkurborgar og sagði Sólveig Anna vandann vera uppsafnaðan. Nefndi hún sem dæmi ófaglærða leikskólakennara, sem væru lægst launuðu starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði þrátt fyrir mikið álag.Sjá einnig: Kerfislæg kvenfyrirlitning ríki gagnvart ófaglærðum konum hjá borginni „Þetta er kerfislægt vandamál, ég er algjörlega sammála Sólveigu Önnu um það. Þetta er ekkert sérstakt Reykjavíkurmál. Ófaglærðar kvennastéttir, alveg sama hvort við horfum inn á spítalana, hvort við horfum inn á leikskólanna, sem eru sannarlega í öllum sveitarfélögum landsins nema kannski þeim allra smæstu, skólaliðar í grunnskólum; störf sem eru algjörlega nauðsynleg fyrir okkur öll, því ef þau væru ekki þá lamast allt. Þetta er bara alveg rétt,“ sagði Margrét í viðtali í Víglínunni í dag. Hún sagði stöðuna vera þannig að deildir leikskóla væru heppnar ef einn faglærður starfsmaður væri þar við störf. Staðan væri þannig í næstum öllum sveitarfélögum.Sólveig Anna segir skorta skilning hjá Reykjavíkurborg.Vísir/VilhemLilja tók undir orð Margrétar og sagði þetta vera mikið áhyggjuefni. Þarna væri um að ræða mikilvæga stétt og á síðustu árum væri sífellt verið að auka áherslu á leikskólastigið í kjölfar menntarannsókna. Forysta leikskólakennara væri þó að stíga stór skref í því efla námið. „Við höfum náð núna á tiltölulega stuttum tíma að auka aðsókn í kennaranámið um fimmtíu prósent í Háskóla Íslands. Eitt af því sem við gerum, er að fimmta árið er orðið að starfsnámi. Það er bara viðurkennt og það er gert í samvinnu við skólann og það er mjög erfitt að fara til baka í það að stytta námið, það eru margir sem eru búnir með fimm ára námið og það eru tölur sem sýna alveg fram á það að aðsókn í námið minnkaði verulega, en við erum að vinna með stöðuna og við erum að sjá mikinn árangur af þessum aðgerðum okkar,“ sagði Lilja og bætti við að staðan væri að batna töluvert því áður hefði stefnt í mikinn kennaraskort innan nokkurra ára.Gamaldags viðhorf sem hafi áhrif enn í dag „Ég er sammála því að auðvitað verður staða þessara kvenna sem eru ófaglærðar í samfélaginu okkar að vera þannig að hún sé viðunandi og ég tek bara hjartanlega undir það,“ sagði Lilja. Aðspurðar hvort þetta væri ekki til marks um það viðhorf sem ríkti áður að störf kvenna væru „aukavinna“ þar sem karlinn væri fyrirvinnan sögðu þær svo vel geta verið. „Ég held þetta sé það viðhorf að þetta séu viðbótartekjur heimilisins en staðan er bara ekki þannig, en þetta eru alveg gríðarlega mikilvæg störf og við getum alls ekki án þessara starfskrafta verið og okkur ber siðferðileg skylda að meta þeirra vinnu,“ sagði Margrét og tók Lilja undir það. „Grunnurinn að öllu í okkar samfélagi er auðvitað menntakerfið og heilbrigðiskerfið og þarna starfa auðvitað mjög margir sem eru ófaglærðir og við verðum auðvitað að passa upp á það að skilyrði þeirra séu viðunandi.“ Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og vísindamálaráðherra og Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar taka undir sjónarmið Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um að rétta þurfi stöðu ófaglærðra kvenna sem vinna hjá Reykjavíkurborg. Vandamálið sé hins vegar ekki einungis bundið við Reykjavíkurborg. Í viðtali í Kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag sagði Sólveig Anna lítinn skilning vera innan Reykjavíkurborgar á kerfislægri kvenfyrirlitningu sem væri ríkjandi. Enn er ósamið við þúsundir starfsmanna Reykjavíkurborgar og sagði Sólveig Anna vandann vera uppsafnaðan. Nefndi hún sem dæmi ófaglærða leikskólakennara, sem væru lægst launuðu starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði þrátt fyrir mikið álag.Sjá einnig: Kerfislæg kvenfyrirlitning ríki gagnvart ófaglærðum konum hjá borginni „Þetta er kerfislægt vandamál, ég er algjörlega sammála Sólveigu Önnu um það. Þetta er ekkert sérstakt Reykjavíkurmál. Ófaglærðar kvennastéttir, alveg sama hvort við horfum inn á spítalana, hvort við horfum inn á leikskólanna, sem eru sannarlega í öllum sveitarfélögum landsins nema kannski þeim allra smæstu, skólaliðar í grunnskólum; störf sem eru algjörlega nauðsynleg fyrir okkur öll, því ef þau væru ekki þá lamast allt. Þetta er bara alveg rétt,“ sagði Margrét í viðtali í Víglínunni í dag. Hún sagði stöðuna vera þannig að deildir leikskóla væru heppnar ef einn faglærður starfsmaður væri þar við störf. Staðan væri þannig í næstum öllum sveitarfélögum.Sólveig Anna segir skorta skilning hjá Reykjavíkurborg.Vísir/VilhemLilja tók undir orð Margrétar og sagði þetta vera mikið áhyggjuefni. Þarna væri um að ræða mikilvæga stétt og á síðustu árum væri sífellt verið að auka áherslu á leikskólastigið í kjölfar menntarannsókna. Forysta leikskólakennara væri þó að stíga stór skref í því efla námið. „Við höfum náð núna á tiltölulega stuttum tíma að auka aðsókn í kennaranámið um fimmtíu prósent í Háskóla Íslands. Eitt af því sem við gerum, er að fimmta árið er orðið að starfsnámi. Það er bara viðurkennt og það er gert í samvinnu við skólann og það er mjög erfitt að fara til baka í það að stytta námið, það eru margir sem eru búnir með fimm ára námið og það eru tölur sem sýna alveg fram á það að aðsókn í námið minnkaði verulega, en við erum að vinna með stöðuna og við erum að sjá mikinn árangur af þessum aðgerðum okkar,“ sagði Lilja og bætti við að staðan væri að batna töluvert því áður hefði stefnt í mikinn kennaraskort innan nokkurra ára.Gamaldags viðhorf sem hafi áhrif enn í dag „Ég er sammála því að auðvitað verður staða þessara kvenna sem eru ófaglærðar í samfélaginu okkar að vera þannig að hún sé viðunandi og ég tek bara hjartanlega undir það,“ sagði Lilja. Aðspurðar hvort þetta væri ekki til marks um það viðhorf sem ríkti áður að störf kvenna væru „aukavinna“ þar sem karlinn væri fyrirvinnan sögðu þær svo vel geta verið. „Ég held þetta sé það viðhorf að þetta séu viðbótartekjur heimilisins en staðan er bara ekki þannig, en þetta eru alveg gríðarlega mikilvæg störf og við getum alls ekki án þessara starfskrafta verið og okkur ber siðferðileg skylda að meta þeirra vinnu,“ sagði Margrét og tók Lilja undir það. „Grunnurinn að öllu í okkar samfélagi er auðvitað menntakerfið og heilbrigðiskerfið og þarna starfa auðvitað mjög margir sem eru ófaglærðir og við verðum auðvitað að passa upp á það að skilyrði þeirra séu viðunandi.“
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira