Hörmulegt að fólk sé dæmt fyrir pólitískar skoðanir sínar í evrópsku lýðræðisríki Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. október 2019 13:09 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis segir þunga dóma sem féllu í Hæsta rétti Spánar í morgun vera með ólíkindum. Vísir/Egill Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir að það sé hörmulegt að í evrópsku lýðræðisríki sé fólk dæmt fyrir pólitískar skoðanir sínar. Í morgun voru þungir fangelsisdómar kveðnir upp í Hæsta rétti Spánar yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu vegna aðgerða í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. Leiðtogarnir níu voru sýknaðir af ákærulið um ofbeldisfulla uppreisn en fundnir sekir um ólöglegan uppreisnaráróður og misnotkun á opinberu fé. „Mér finnst í raun og veru með ólíkindum að verið sé að fangelsa og kveða upp svona langa fangelsisdóma yfir kjörnum fulltrúum sjálfsstjórnarhéraðs fyrir það eitt að vilja kjósa um sjálfstæði héraðsins. Að auki eru þarna tveir fulltrúar almannasamtaka sem hafa starfað og barist fyrir sjálfstæði Katalóníu sem eru líka dæmdir í fangelsi fyrir sína baráttu. Svo má ekki gleyma forseta katalónska þingsins sem er í raun og veru dæmd fyrir það eitt að hafa leyft umræður í þingsal um sjálfstæði Katalóníu. Ég held að þetta muni og hljóti að hafa afleiðingar, bæði náttúrulega heima fyrir og á Spáni og gera spænsk stjórnmál mun erfiðari. Við eigum eftir að sjá hvaða áhrif þetta hefur í Katalóníu sjálfri, þessir dómar. Svo hafa leiðtogar Katalóníu kallað eftir viðbrögðum frá alþjóðasamfélaginu við þessum dómum sem kveðnir voru upp núna í morgun.“ Mótmæli gegn fangelsisdómum yfir leiðtogum sjálfstæðissinna hófust í helstu borgum Katalóníu þegar í morgun. Rósa Björk segir að utanríkismálanefnd Alþingis hefði á fundi sínum í morgun óskað eftir minnisblaði um viðbrögð stjórnvalda við dómi Hæsta réttar. Sjá nánar: Dómum yfir sjálfsstæðissinnum mótmælt í KatalóníuHundruð mótmælenda lokuðu Via Laietana í miðborg Barcelona til að krefjast frelsis leiðtoga sjálfstæðissinna í morgun.Vísir/EPAVandræðagangur hjá alþjóðasamfélaginu vegna ótta um fordæmiEn hefur alþjóðasamfélagið brugðist Katalóníu? Hefur það tekið nógu sterka afstöðu?„Þetta mál er snúið, sérstaklega fyrir Evrópusambandið vegna hræðslu um fordæmi fyrir sjálfsstjórnarhéröð innan Evrópusambandsins en Katalónar hafa alltaf verið skýrir á því að þeir vilja vera í Evrópusambandinu sjálf og það hefur alltaf verið meginþráðurinn þeirra baráttu að þau vilji taka þátt í alþjóðasamstarfi og svo Evrópusambandinu þannig að það ætti ekki að valda mikilli úlfúð. Ég held að það hafi verið mikill vandræðagangur hjá alþjóðasamfélaginu um hvernig ætti að bregðast við sjálfstæðiskröfu Katalóníu.“ Áfall fyrir sjálfsstæðishreyfingu Katalóníu Rósa Björk hefur hitt nokkra af þeim þingmönnum sem hlutu dóma í morgun í eigin persónu.Hvernig líður þeim? Er þetta ekki frekar skrítið augnablik í sögunni?„Jú, þetta er í raun og veru áfall fyrir sjálfsstjórn Katalóníu sem sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar dómsins í morgun. Þau tala um hvaða áhrif þetta getur haft, bæði á alþjóðavettvangi og svo líka ekki síst innan Katalóníu og á Spáni. Þau hafa miklar áhyggjur af því,“ segir Rósa Björk. Hún óttast að staðan verði viðkvæmari eftir dómana. „Þá reynir á ríkisstjórn Spánar að stíga varlega niður fæti og reyna að leita friðsamlegra lausna.“ Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03 Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir að það sé hörmulegt að í evrópsku lýðræðisríki sé fólk dæmt fyrir pólitískar skoðanir sínar. Í morgun voru þungir fangelsisdómar kveðnir upp í Hæsta rétti Spánar yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu vegna aðgerða í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. Leiðtogarnir níu voru sýknaðir af ákærulið um ofbeldisfulla uppreisn en fundnir sekir um ólöglegan uppreisnaráróður og misnotkun á opinberu fé. „Mér finnst í raun og veru með ólíkindum að verið sé að fangelsa og kveða upp svona langa fangelsisdóma yfir kjörnum fulltrúum sjálfsstjórnarhéraðs fyrir það eitt að vilja kjósa um sjálfstæði héraðsins. Að auki eru þarna tveir fulltrúar almannasamtaka sem hafa starfað og barist fyrir sjálfstæði Katalóníu sem eru líka dæmdir í fangelsi fyrir sína baráttu. Svo má ekki gleyma forseta katalónska þingsins sem er í raun og veru dæmd fyrir það eitt að hafa leyft umræður í þingsal um sjálfstæði Katalóníu. Ég held að þetta muni og hljóti að hafa afleiðingar, bæði náttúrulega heima fyrir og á Spáni og gera spænsk stjórnmál mun erfiðari. Við eigum eftir að sjá hvaða áhrif þetta hefur í Katalóníu sjálfri, þessir dómar. Svo hafa leiðtogar Katalóníu kallað eftir viðbrögðum frá alþjóðasamfélaginu við þessum dómum sem kveðnir voru upp núna í morgun.“ Mótmæli gegn fangelsisdómum yfir leiðtogum sjálfstæðissinna hófust í helstu borgum Katalóníu þegar í morgun. Rósa Björk segir að utanríkismálanefnd Alþingis hefði á fundi sínum í morgun óskað eftir minnisblaði um viðbrögð stjórnvalda við dómi Hæsta réttar. Sjá nánar: Dómum yfir sjálfsstæðissinnum mótmælt í KatalóníuHundruð mótmælenda lokuðu Via Laietana í miðborg Barcelona til að krefjast frelsis leiðtoga sjálfstæðissinna í morgun.Vísir/EPAVandræðagangur hjá alþjóðasamfélaginu vegna ótta um fordæmiEn hefur alþjóðasamfélagið brugðist Katalóníu? Hefur það tekið nógu sterka afstöðu?„Þetta mál er snúið, sérstaklega fyrir Evrópusambandið vegna hræðslu um fordæmi fyrir sjálfsstjórnarhéröð innan Evrópusambandsins en Katalónar hafa alltaf verið skýrir á því að þeir vilja vera í Evrópusambandinu sjálf og það hefur alltaf verið meginþráðurinn þeirra baráttu að þau vilji taka þátt í alþjóðasamstarfi og svo Evrópusambandinu þannig að það ætti ekki að valda mikilli úlfúð. Ég held að það hafi verið mikill vandræðagangur hjá alþjóðasamfélaginu um hvernig ætti að bregðast við sjálfstæðiskröfu Katalóníu.“ Áfall fyrir sjálfsstæðishreyfingu Katalóníu Rósa Björk hefur hitt nokkra af þeim þingmönnum sem hlutu dóma í morgun í eigin persónu.Hvernig líður þeim? Er þetta ekki frekar skrítið augnablik í sögunni?„Jú, þetta er í raun og veru áfall fyrir sjálfsstjórn Katalóníu sem sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar dómsins í morgun. Þau tala um hvaða áhrif þetta getur haft, bæði á alþjóðavettvangi og svo líka ekki síst innan Katalóníu og á Spáni. Þau hafa miklar áhyggjur af því,“ segir Rósa Björk. Hún óttast að staðan verði viðkvæmari eftir dómana. „Þá reynir á ríkisstjórn Spánar að stíga varlega niður fæti og reyna að leita friðsamlegra lausna.“
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03 Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03
Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44