Sjón meðhöfundur handrits nýrrar myndar leikstjóra The Witch Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 17. október 2019 14:00 Nicole Kidman fer með eitt af aðalhlutverkum myndarinnar The Northman. Robert Eggers, leikstjóri hryllingsmyndarinnar The Witch, vinnur nú að nýrri mynd sem ber titilinn The Northman. Sögusvið myndarinnar nýju er Ísland í kringum árið 1000, og skrifar Eggers handritið í samstarfi við íslenska skáldið Sjón. Nicole Kidman, Alexander Skarsgård, Anya Taylor-Joy, Bill Skarsgård og Willem Dafoe eru meðal leikara sem munu koma fram í myndinni sem fjallar samkvæmt The Hollywood Reporter um norrænan prins sem leitar þess að hefna föður síns. Lars Knudsen framleiðir myndina, en hann framleiddi einnig The Witch, sem og myndir leikstjórans Ari Aster, Hereditary og Midsommar. Sú síðarnefnda var frumsýnd hér á landi á dögunum.The Witch var fyrsta kvikmynd leikstjórans í fullri lengd, en önnur mynd hans, The Lighthouse, verður frumsýnd í Bandaríkjunum á morgun. Hún skartar Robert Pattinson og Willem Dafoe í aðalhlutverkum og segir sögu tveggja vitavarða á eyju í New England fylki undir lok nítjándu aldar. Hún var sýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF á dögunum og vakti mikla lukku hátíðargesta. Vísir hafði samband við Sjón vegna verkefnisins en hann mátti lítið segja á þessu stigi, annað en að staðfesta það sem kemur fram í frétt The Hollywood Reporter. Bókmenntir Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Robert Eggers, leikstjóri hryllingsmyndarinnar The Witch, vinnur nú að nýrri mynd sem ber titilinn The Northman. Sögusvið myndarinnar nýju er Ísland í kringum árið 1000, og skrifar Eggers handritið í samstarfi við íslenska skáldið Sjón. Nicole Kidman, Alexander Skarsgård, Anya Taylor-Joy, Bill Skarsgård og Willem Dafoe eru meðal leikara sem munu koma fram í myndinni sem fjallar samkvæmt The Hollywood Reporter um norrænan prins sem leitar þess að hefna föður síns. Lars Knudsen framleiðir myndina, en hann framleiddi einnig The Witch, sem og myndir leikstjórans Ari Aster, Hereditary og Midsommar. Sú síðarnefnda var frumsýnd hér á landi á dögunum.The Witch var fyrsta kvikmynd leikstjórans í fullri lengd, en önnur mynd hans, The Lighthouse, verður frumsýnd í Bandaríkjunum á morgun. Hún skartar Robert Pattinson og Willem Dafoe í aðalhlutverkum og segir sögu tveggja vitavarða á eyju í New England fylki undir lok nítjándu aldar. Hún var sýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF á dögunum og vakti mikla lukku hátíðargesta. Vísir hafði samband við Sjón vegna verkefnisins en hann mátti lítið segja á þessu stigi, annað en að staðfesta það sem kemur fram í frétt The Hollywood Reporter.
Bókmenntir Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira