Tapaði 458 milljónum á Icelandair Helgi Vífill Júlíusson skrifar 2. október 2019 06:30 Gengið lækkaði um 35% í fyrra. Tap Traðarhyrnu, sem stofnað var um kaup í Icelandair Group í febrúar 2017, jókst í 458 milljónir króna árið 2018 úr 169 milljónum króna árið áður. Gengi Icelandair Group lækkaði um 35 prósent í fyrra og það sem af er ári hefur gengið lækkað um þriðjung. Traðarhyrna fjárfesti upphaflega í Icelandair Group fyrir 1,7 milljarða króna en við árslok 2018 átti félagið hlutabréf í flugfélaginu fyrir 740 milljónir. Fram kemur í reikningi Traðarhyrnu að félagið hafi í fyrra selt hlutabréf í Icelandair Group fyrir 310 milljónir króna. Traðarhyrna hefur haldið áfram að minnka hlut sinn á árinu. Skuldir Traðarhyrnu við lánastofnanir námu 193 milljónum króna við árslok og var eiginfjárhlutfallið 74 prósent. Athygli vekur að í lok síðasta árs var Traðarsteinn sem er í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Helgu Guðmundsdóttur, fyrrverandi eiginkonu hans, ekki lengur á meðal hluthafa Traðarhyrnu. Áður var félagið stærsti hluthafinn með 20 prósenta hlut.Þorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja.Auk þess er Eiríkur Ingvar Þorgeirsson augnlæknir ekki lengur á meðal hluthafa en hann átti 4,6 prósenta hlut við lok árs 2017. Fram kom í ársreikningi að Traðarhyrna hefði keypt eigin bréf fyrir 250 milljónir króna á á árinu. Jafnframt kom fram í fréttum í ágúst síðastliðnum að Ómar Benediktsson, varaformaður stjórnar Icelandair Group, hefði fært hlutabréfaeign sína í flugfélaginu frá Traðarhyrnu yfir í félagið NT. Fjögur félög áttu 13,9 prósenta hlut í Traðarhyrnu við árslok: Kvika banki, Snæból í eigu hjónanna Steinunnar Jónsdóttur og Finns Reyrs Stefánssonar, Gani í eigu Tómasar Kristjánssonar, N4A í eigu Þóris Alberts Kristinssonar og NT í eigu téðs Ómars. Aðrir hluthafar eru félög á vegum Margrétar Ásgeirsdóttur hóteleiganda; fjölskyldu Magnúsar Kristinssonar, fyrrverandi útgerðarmanns; Þorvalds Gissurarsonar verktaka, Óttars Þórarinssonar og Fagfjárfestasjóðsins Myllu undir stjórn Júpíters, sjóðastýringar Kviku. Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Markaðir Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Tap Traðarhyrnu, sem stofnað var um kaup í Icelandair Group í febrúar 2017, jókst í 458 milljónir króna árið 2018 úr 169 milljónum króna árið áður. Gengi Icelandair Group lækkaði um 35 prósent í fyrra og það sem af er ári hefur gengið lækkað um þriðjung. Traðarhyrna fjárfesti upphaflega í Icelandair Group fyrir 1,7 milljarða króna en við árslok 2018 átti félagið hlutabréf í flugfélaginu fyrir 740 milljónir. Fram kemur í reikningi Traðarhyrnu að félagið hafi í fyrra selt hlutabréf í Icelandair Group fyrir 310 milljónir króna. Traðarhyrna hefur haldið áfram að minnka hlut sinn á árinu. Skuldir Traðarhyrnu við lánastofnanir námu 193 milljónum króna við árslok og var eiginfjárhlutfallið 74 prósent. Athygli vekur að í lok síðasta árs var Traðarsteinn sem er í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Helgu Guðmundsdóttur, fyrrverandi eiginkonu hans, ekki lengur á meðal hluthafa Traðarhyrnu. Áður var félagið stærsti hluthafinn með 20 prósenta hlut.Þorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja.Auk þess er Eiríkur Ingvar Þorgeirsson augnlæknir ekki lengur á meðal hluthafa en hann átti 4,6 prósenta hlut við lok árs 2017. Fram kom í ársreikningi að Traðarhyrna hefði keypt eigin bréf fyrir 250 milljónir króna á á árinu. Jafnframt kom fram í fréttum í ágúst síðastliðnum að Ómar Benediktsson, varaformaður stjórnar Icelandair Group, hefði fært hlutabréfaeign sína í flugfélaginu frá Traðarhyrnu yfir í félagið NT. Fjögur félög áttu 13,9 prósenta hlut í Traðarhyrnu við árslok: Kvika banki, Snæból í eigu hjónanna Steinunnar Jónsdóttur og Finns Reyrs Stefánssonar, Gani í eigu Tómasar Kristjánssonar, N4A í eigu Þóris Alberts Kristinssonar og NT í eigu téðs Ómars. Aðrir hluthafar eru félög á vegum Margrétar Ásgeirsdóttur hóteleiganda; fjölskyldu Magnúsar Kristinssonar, fyrrverandi útgerðarmanns; Þorvalds Gissurarsonar verktaka, Óttars Þórarinssonar og Fagfjárfestasjóðsins Myllu undir stjórn Júpíters, sjóðastýringar Kviku.
Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Markaðir Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira