Krefjandi en spennandi starfsvettvangur Hjördís Erna Þorgeirsdóttir skrifar 4. október 2019 10:00 Bryndís Símonardóttir býr í Danmörku og starfar sem endurskoðandi hjá Deloitte. Bryndís Símonardóttir hefur verið búsett og starfað sem endurskoðandi í Danmörku síðastliðin tíu ár. „Það má í raun segja að það hafi verið tilviljun að ég starfa sem endurskoðandi í dag. Á síðustu önninni í viðskiptafræðináminu var ég beðin um að koma í viðtal hjá endurskoðunarfyrirtæki, og ég ákvað að slá til,“ segir Brndís en starfar hjá alþjóðafyrirtækinu Deloitte. Fram að því augnabliki hafði Bryndís talið ólíklegt að hún myndi leggja fyrir sig sömu starfsgrein og faðir hennar. En sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. „Ég hafði fram að þeim tíma verið fullviss um að ég myndi ekki feta í fótspor föður míns sem endurskoðandi, en starfslýsingin heillaði og því ákvað ég að hefja störf hjá öðru endurskoðunarfyrirtæki til þess að kynnast starfinu betur áður en ég myndi taka ákvörðun um frekara nám.“ Fljótt kom í ljós að þetta átti vel við hana. „Eftir að hafa starfað í faginu í nokkra mánuði var ég viss um að vettvangurinn hentaði mér og ég hef ekki séð eftir þeirri ákvörðun síðan.“Náið samband milli náms og vinnumarkaðar „Ég stundaði meistaranám í Háskólanum í Reykjavík, sem gaf einnig möguleika á að sinna störfum samhliða náminu.“ Bryndís segir tengslin milli námsins og vinnumarkaðarins hafa heillað. „Að mínu mati gerði þetta námið enn áhugaverðara þar sem reynsla frá vinnustaðnum og námið héldust vel í hendur.“ Hagnýtingin hafi þannig vegið upp á móti óneitanlegu erfiðleikastigi. „Að sjálfsögðu var þetta krefjandi á köflum, en miklu meira spennandi að geta tengt námið við það sem er í gangi hjá fyrirtækjunum og almennt í viðskiptalífinu.“ Nokkru eftir útskrift þreytti Bryndís löggildingarpróf en þau þykja sérlega umfangsmikil, enda miklar kröfur gerðar. „Árið eftir að ég lauk meistaranáminu tók ég löggildingarprófin í endurskoðun, sem eru 16 tíma próf tekin á tveimur dögum,“ útskýrir hún. „Þetta próf er að mörgu leyti sambærilegt löggildingarprófunum á hinum Norðurlöndunum, og eru þekkt fyrir að vera krefjandi og stór áfangi að ljúka þeim.“ Þá voru viss skilyrði sem hún þurfti að uppfylla til þess að fá starfsleyfi í Danmörku. „Til þess að hljóta löggildingu í Danmörku er einnig munnlegt próf sem á að reyna á próftaka í krefjandi aðstæðum. Í mínu tilviki lauk ég munnlegu prófi með fókus á danska löggjöf, m.a. ársreikninga- og skattalögin.“ Að sögn Bryndísar er starfið bæði fjölþætt og margbreytilegt. „Starfið sem endurskoðandi er gríðarlega fjölbreytt og er einnig misjafnt á milli endurskoðenda, allt frá bókhaldi, uppgjöri og skattaráðgjöf fyrir einstaklinga til endurskoðunar á stærri skráðum félögum.“ Meðal þess sem hún fæst við er ráðgjöf og eru skjólstæðingarnir oft í stærri kantinum. „Ég starfa við endurskoðun og ráðgjöf með áherslu á stærri félög og stofnanir í opinbera geiranum í Danmörku.“ Bryndís segir að vegna alþjóðlegra staðla sé starfslýsing endurskoðandans oft áþekk milli landa. „Við störfum eftir alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum og endurskoðunaraðferðir eru því ekki ólíkar milli landa.“ Mismunandi áherslur í lagalegri umgjörð landa geti þó vissulega haft áhrif. „Hins vegar getur verið munur á lögum og reglum varðandi reikningsskil sem gilda í hverju landi, ef ekki er farið eftir alþjóðlegu reikningsskilastöðlunum.“ Þá séu vissir þættir á borð við fólksfjölda sem setji svip sinn á vinnustaði. „Starfsumhverfið er heldur ekki mjög ólíkt en að sjálfsögðu hefur stærðin og mismunandi menning áhrif á starfsumhverfið. Til að mynda erum við rúmlega 1.500 starfsmenn á Kaupmannahafnarskrifstofunni hjá Deloitte, og fyrirtækin eru að sama skapi stærri en við erum vön á Íslandi,“ útskýrir Bryndís.Framtíðin full af möguleikum Bryndís segir starfið vera í mikilli framþróun. „Það er settur gríðarlega mikill mannauður í þróun á endurskoðunarverkfærum sem geta gefið betri innsýn í fyrirtækin á sama tíma og endurskoðunin verði betri og skilvirkari.“ Ýmsar tækninýjungar séu að verða fyrirferðarmeiri. „Það nýjasta er meðal annars að nýta sér vélfærafræði (e. robotics) og greiningaraðgerðir betur við endurskoðun ársreikninga.“ Bryndís segist hiklaust mæla með námi af þessu tagi og segir það opna margar dyr á ólíkum sviðum. „Ég mæli klárlega með námi tengdu endurskoðun og reikningsskilum. Það eru gríðarlega margir möguleikar að loknu námi, og ekki einungis bundið við að starfa við endurskoðun þar sem námið gefur góða reynslu til að starfa í fjármála- og reikningsskiladeildum hjá öllum fyrirtækjum landsins.“ Bryndís, sem er núna í fæðingarorlofi með yngra barn sitt af tveimur, segist ætla að halda ótrauð áfram á sömu braut að orlofi loknu. „Fram undan hjá mér er að vinna áfram í minni sérhæfingu í opinbera geiranum. Á sama tíma ætla ég að sýna það í verki að tveggja barna móðir geti vel skilað sínu starfi sem endurskoðandi í Danmörku.“ Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Bryndís Símonardóttir hefur verið búsett og starfað sem endurskoðandi í Danmörku síðastliðin tíu ár. „Það má í raun segja að það hafi verið tilviljun að ég starfa sem endurskoðandi í dag. Á síðustu önninni í viðskiptafræðináminu var ég beðin um að koma í viðtal hjá endurskoðunarfyrirtæki, og ég ákvað að slá til,“ segir Brndís en starfar hjá alþjóðafyrirtækinu Deloitte. Fram að því augnabliki hafði Bryndís talið ólíklegt að hún myndi leggja fyrir sig sömu starfsgrein og faðir hennar. En sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. „Ég hafði fram að þeim tíma verið fullviss um að ég myndi ekki feta í fótspor föður míns sem endurskoðandi, en starfslýsingin heillaði og því ákvað ég að hefja störf hjá öðru endurskoðunarfyrirtæki til þess að kynnast starfinu betur áður en ég myndi taka ákvörðun um frekara nám.“ Fljótt kom í ljós að þetta átti vel við hana. „Eftir að hafa starfað í faginu í nokkra mánuði var ég viss um að vettvangurinn hentaði mér og ég hef ekki séð eftir þeirri ákvörðun síðan.“Náið samband milli náms og vinnumarkaðar „Ég stundaði meistaranám í Háskólanum í Reykjavík, sem gaf einnig möguleika á að sinna störfum samhliða náminu.“ Bryndís segir tengslin milli námsins og vinnumarkaðarins hafa heillað. „Að mínu mati gerði þetta námið enn áhugaverðara þar sem reynsla frá vinnustaðnum og námið héldust vel í hendur.“ Hagnýtingin hafi þannig vegið upp á móti óneitanlegu erfiðleikastigi. „Að sjálfsögðu var þetta krefjandi á köflum, en miklu meira spennandi að geta tengt námið við það sem er í gangi hjá fyrirtækjunum og almennt í viðskiptalífinu.“ Nokkru eftir útskrift þreytti Bryndís löggildingarpróf en þau þykja sérlega umfangsmikil, enda miklar kröfur gerðar. „Árið eftir að ég lauk meistaranáminu tók ég löggildingarprófin í endurskoðun, sem eru 16 tíma próf tekin á tveimur dögum,“ útskýrir hún. „Þetta próf er að mörgu leyti sambærilegt löggildingarprófunum á hinum Norðurlöndunum, og eru þekkt fyrir að vera krefjandi og stór áfangi að ljúka þeim.“ Þá voru viss skilyrði sem hún þurfti að uppfylla til þess að fá starfsleyfi í Danmörku. „Til þess að hljóta löggildingu í Danmörku er einnig munnlegt próf sem á að reyna á próftaka í krefjandi aðstæðum. Í mínu tilviki lauk ég munnlegu prófi með fókus á danska löggjöf, m.a. ársreikninga- og skattalögin.“ Að sögn Bryndísar er starfið bæði fjölþætt og margbreytilegt. „Starfið sem endurskoðandi er gríðarlega fjölbreytt og er einnig misjafnt á milli endurskoðenda, allt frá bókhaldi, uppgjöri og skattaráðgjöf fyrir einstaklinga til endurskoðunar á stærri skráðum félögum.“ Meðal þess sem hún fæst við er ráðgjöf og eru skjólstæðingarnir oft í stærri kantinum. „Ég starfa við endurskoðun og ráðgjöf með áherslu á stærri félög og stofnanir í opinbera geiranum í Danmörku.“ Bryndís segir að vegna alþjóðlegra staðla sé starfslýsing endurskoðandans oft áþekk milli landa. „Við störfum eftir alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum og endurskoðunaraðferðir eru því ekki ólíkar milli landa.“ Mismunandi áherslur í lagalegri umgjörð landa geti þó vissulega haft áhrif. „Hins vegar getur verið munur á lögum og reglum varðandi reikningsskil sem gilda í hverju landi, ef ekki er farið eftir alþjóðlegu reikningsskilastöðlunum.“ Þá séu vissir þættir á borð við fólksfjölda sem setji svip sinn á vinnustaði. „Starfsumhverfið er heldur ekki mjög ólíkt en að sjálfsögðu hefur stærðin og mismunandi menning áhrif á starfsumhverfið. Til að mynda erum við rúmlega 1.500 starfsmenn á Kaupmannahafnarskrifstofunni hjá Deloitte, og fyrirtækin eru að sama skapi stærri en við erum vön á Íslandi,“ útskýrir Bryndís.Framtíðin full af möguleikum Bryndís segir starfið vera í mikilli framþróun. „Það er settur gríðarlega mikill mannauður í þróun á endurskoðunarverkfærum sem geta gefið betri innsýn í fyrirtækin á sama tíma og endurskoðunin verði betri og skilvirkari.“ Ýmsar tækninýjungar séu að verða fyrirferðarmeiri. „Það nýjasta er meðal annars að nýta sér vélfærafræði (e. robotics) og greiningaraðgerðir betur við endurskoðun ársreikninga.“ Bryndís segist hiklaust mæla með námi af þessu tagi og segir það opna margar dyr á ólíkum sviðum. „Ég mæli klárlega með námi tengdu endurskoðun og reikningsskilum. Það eru gríðarlega margir möguleikar að loknu námi, og ekki einungis bundið við að starfa við endurskoðun þar sem námið gefur góða reynslu til að starfa í fjármála- og reikningsskiladeildum hjá öllum fyrirtækjum landsins.“ Bryndís, sem er núna í fæðingarorlofi með yngra barn sitt af tveimur, segist ætla að halda ótrauð áfram á sömu braut að orlofi loknu. „Fram undan hjá mér er að vinna áfram í minni sérhæfingu í opinbera geiranum. Á sama tíma ætla ég að sýna það í verki að tveggja barna móðir geti vel skilað sínu starfi sem endurskoðandi í Danmörku.“
Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira