Tala látinna í mótmælum í Írak nálgast eitt hundrað Andri Eysteinsson skrifar 5. október 2019 16:44 Frá mótmælum gegn írösku ríkisstjórninn í Baghdad í vikunni. Getty/Anadolu Undanfarna fimm daga hafa Írakar víða safnast saman á götum úti og mótmælt ríkisstjórn forsætisráðherrans Adil Abdul-Mahdi. Íraskar mannréttindastofnanir segja að um eitt hundrað manns hafi látist í átökum vegna mótmælanna. BBC greinir frá. Adil Abdul-Mahdi og ríkisstjórn hans tók við stjórnartaumunum í Írak fyrir tæpu ári síðan, 25. október 2018, stjórnmálaspekingar segja mótmælin sem nú geisa vera fyrstu alvöru ógnina við ríkisstjórn Mahdi. Talsmenn mótmælenda segja boðskap þeirra vera barátta gegn atvinnuleysi, lélegri þjónustu við landsmenn og gegn spillingu. Upptök mótmælanna má rekja til ósættis í suðurhluta landsins sem stigmagnaðist og dreifðist um landið eins og eldur í sinu. Atvinnuleysi í Írak mælist um 8% en sé eingöngu litið til ungs fólks sé atvinnuleysi tvöfalt meira. Það eru því helst ungir karlmenn sem hafa verið í hópi mótmælenda, öryggissveitir hafa verið ræstar til þess að hafa hemil á mótmælunum og hafa sveitirnar verið uppvísar að því að skjóta á hópa mótmælenda.Sjá einnig: 46 dánir og hundruð særðir í mótmælum í Írak Síðasta fimmtudag ávarpaði forsætisráðherrann Abdul-Mahdi írösku þjóðina í sjónvarpi og sagðist hann þá hafa skilning á þeirri gremju sem þjóðin sýndi stjórnvöldum, þó enga töfralausn væri að finna á vandamálum Írak hét hann þó endurbótum. Til þess að reyna að koma á ró í landinu var aðgangur að internetinu heftur og var sett á útgöngubann ,útgöngubanninu var aflétt í dag og hófust fámennari mótmæli.Samkvæmt mannréttindastofnunum hafa eins og áður segir, um 100 manns látist í mótmælunum og um 3000 hafa slasast. Þá hafa 540 mótmælendur verið handteknir og eru nærri 200 þeirra enn í haldi yfirvalda. Írak Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Undanfarna fimm daga hafa Írakar víða safnast saman á götum úti og mótmælt ríkisstjórn forsætisráðherrans Adil Abdul-Mahdi. Íraskar mannréttindastofnanir segja að um eitt hundrað manns hafi látist í átökum vegna mótmælanna. BBC greinir frá. Adil Abdul-Mahdi og ríkisstjórn hans tók við stjórnartaumunum í Írak fyrir tæpu ári síðan, 25. október 2018, stjórnmálaspekingar segja mótmælin sem nú geisa vera fyrstu alvöru ógnina við ríkisstjórn Mahdi. Talsmenn mótmælenda segja boðskap þeirra vera barátta gegn atvinnuleysi, lélegri þjónustu við landsmenn og gegn spillingu. Upptök mótmælanna má rekja til ósættis í suðurhluta landsins sem stigmagnaðist og dreifðist um landið eins og eldur í sinu. Atvinnuleysi í Írak mælist um 8% en sé eingöngu litið til ungs fólks sé atvinnuleysi tvöfalt meira. Það eru því helst ungir karlmenn sem hafa verið í hópi mótmælenda, öryggissveitir hafa verið ræstar til þess að hafa hemil á mótmælunum og hafa sveitirnar verið uppvísar að því að skjóta á hópa mótmælenda.Sjá einnig: 46 dánir og hundruð særðir í mótmælum í Írak Síðasta fimmtudag ávarpaði forsætisráðherrann Abdul-Mahdi írösku þjóðina í sjónvarpi og sagðist hann þá hafa skilning á þeirri gremju sem þjóðin sýndi stjórnvöldum, þó enga töfralausn væri að finna á vandamálum Írak hét hann þó endurbótum. Til þess að reyna að koma á ró í landinu var aðgangur að internetinu heftur og var sett á útgöngubann ,útgöngubanninu var aflétt í dag og hófust fámennari mótmæli.Samkvæmt mannréttindastofnunum hafa eins og áður segir, um 100 manns látist í mótmælunum og um 3000 hafa slasast. Þá hafa 540 mótmælendur verið handteknir og eru nærri 200 þeirra enn í haldi yfirvalda.
Írak Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira