Telja óheppilega fræðslu hafa ratað í framhaldsskóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. október 2019 20:30 Samtökin Heimili og skóli vill að öryggismál og aðgangsstýring verði endurskoðuð frá grunni í skólum landsins. Nýleg dæmi eins og brot gegn skólabarni, skemmdarverk og þjófnaðir gefi tilefni til að staldra við og fara yfir öryggisferla. Þá hafi borið á því að óheppileg fræðsla hafi ratað inn í framhaldsskóla. Nauðsynlegt sé að setja viðmið um hverjir mega sinna því. Í bréfi sem landssamtökin Heimili og skóli hafa sent til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands er athygli vakin á að efla þurfi öryggi og reglur um fræðslur fyrir börn og ungt fólk. Fram kemur að haust hafi komið upp alvarlegt atvik í Austurbæjarskóla þar sem átti sér stað brot gegn barni á skólatíma. Undanfarið hafi borið á því að losað hafi verið um skrúfur og dekk á hjólum skólabarna og drengur hafi slasast vegna slíks hrekks. Þá séu þjófnaðir í skólum ekki óalgengir þar sem fatnaði og öðrum verðmætum er stolið.Aðgangsstýrðing verði endurskoðuð Hildur Halldórsdóttir verkefnastýra hjá Heimili og skóla segir að samtökin mælist til þess að aðgangsstýring verði endurskoðuð frá grunni í skólum landsins. „Við teljum til dæmis mikilvægt að starfsfólk skóla sé vel merkt þannig að krakkarnir sjái vel hverjir starfa í skólunum það eru oft örar mannabreytingar og því þarf að yfirfara þetta reglulega,“ segir Hildur.Viðmið um hverjir fái að sinna fræðslu Í bréfinu kemur enn fremur fram að gera þurfi viðmið um hverjir fái að sinna fræðslu fyrir börn og unglinga. Áhyggjur séu af því að mönnum sem hafi ekki faglega þekkingu til að sinna slíku starfi sé hleypt í fræðslu og forvarnastarf. Þarna sé um öryggisgloppu að ræða. „Það er alls kona fólk með alls konar bakgrunn að fara með fræðslu og forvarnafræðslu inní skólanna og við teljum mikilvægt að foreldrar og skólastjórnendur séu meðvitaðir um hvað er í boði. Landlæknisembættið er til að mynda með afar góðar leiðbeiningar varðandi forvarnarstarf og hvað hafi sýnt að virki og hvað ekki og við teljum mikilvægt að fólk kynni sér það og setji enn fremur viðmið um slíka fræðslu,“ segir Hildur að lokum. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Samtökin Heimili og skóli vill að öryggismál og aðgangsstýring verði endurskoðuð frá grunni í skólum landsins. Nýleg dæmi eins og brot gegn skólabarni, skemmdarverk og þjófnaðir gefi tilefni til að staldra við og fara yfir öryggisferla. Þá hafi borið á því að óheppileg fræðsla hafi ratað inn í framhaldsskóla. Nauðsynlegt sé að setja viðmið um hverjir mega sinna því. Í bréfi sem landssamtökin Heimili og skóli hafa sent til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands er athygli vakin á að efla þurfi öryggi og reglur um fræðslur fyrir börn og ungt fólk. Fram kemur að haust hafi komið upp alvarlegt atvik í Austurbæjarskóla þar sem átti sér stað brot gegn barni á skólatíma. Undanfarið hafi borið á því að losað hafi verið um skrúfur og dekk á hjólum skólabarna og drengur hafi slasast vegna slíks hrekks. Þá séu þjófnaðir í skólum ekki óalgengir þar sem fatnaði og öðrum verðmætum er stolið.Aðgangsstýrðing verði endurskoðuð Hildur Halldórsdóttir verkefnastýra hjá Heimili og skóla segir að samtökin mælist til þess að aðgangsstýring verði endurskoðuð frá grunni í skólum landsins. „Við teljum til dæmis mikilvægt að starfsfólk skóla sé vel merkt þannig að krakkarnir sjái vel hverjir starfa í skólunum það eru oft örar mannabreytingar og því þarf að yfirfara þetta reglulega,“ segir Hildur.Viðmið um hverjir fái að sinna fræðslu Í bréfinu kemur enn fremur fram að gera þurfi viðmið um hverjir fái að sinna fræðslu fyrir börn og unglinga. Áhyggjur séu af því að mönnum sem hafi ekki faglega þekkingu til að sinna slíku starfi sé hleypt í fræðslu og forvarnastarf. Þarna sé um öryggisgloppu að ræða. „Það er alls kona fólk með alls konar bakgrunn að fara með fræðslu og forvarnafræðslu inní skólanna og við teljum mikilvægt að foreldrar og skólastjórnendur séu meðvitaðir um hvað er í boði. Landlæknisembættið er til að mynda með afar góðar leiðbeiningar varðandi forvarnarstarf og hvað hafi sýnt að virki og hvað ekki og við teljum mikilvægt að fólk kynni sér það og setji enn fremur viðmið um slíka fræðslu,“ segir Hildur að lokum.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira