Enginn hefur beðið Ólínu afsökunar Ari Brynjólfsson skrifar 7. október 2019 07:15 Ólína Kjerúlf þjóð- og bókmenntafræðingur. fréttablaðið/sigtryggur ari Þingvallanefnd hefur beðið ríkislögmann að semja við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur, þjóð- og bókmenntafræðing, um bætur. Málið var tekið fyrir á fundi nefndarinnar nýverið. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu í vor að jafnréttislög haf i verið brotin þegar Einar Á.E. Sæmundsen var skipaður í starf þjóðgarðsvarðar fram yfir Ólínu. „Málið er í farvegi. Það hafa staðið yfir viðræður við ríkislögmann um nokkurn tíma um bætur. Á meðan þær viðræður standa yfir þá tel ég ekki rétt að tjá mig mikið um málið,“ segir Ólína. Ef ekki tekst að semja hyggst hún leita til dómstóla. „Ég myndi nú telja að báðum aðilum sé rétt og skylt að reyna að ná samningum áður en til þess kemur. Ég vona að það skýrist fljótlega hvert framhaldið verður.“ Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir að ekki liggi fyrir nein upphæð í kröfunni. Samþykkti nefndin að leita til ríkislögmanns. Umræður sköpuðust á fundinum um ábyrgð Ara Trausta í tilefni af úrskurðinum í vor. „Þetta voru bara umræður um hvort það væri einhver ástæða til að formaður axlaði einhverja ábyrgð fram yfir aðra varðandi þennan úrskurð, þetta voru bara umræður fram og til baka. Engar niðurstöður. Telji einhver nefndarmanna rétt að ræða hvort formaðurinn beri ábyrgð umfram aðra nefndarmenn, er orðið við því,“ segir Ari Trausti. Karl Gauti Hjaltason, fulltrúi Miðflokksins í nefndinni, segir að hann hafi spurt Ara Trausta um hvernig hann mæti stöðu sína í ljósi þess að Ari Trausti hafi verið mótfallinn því að Bergþór Ólason sæti sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar. „Ég hef ekkert á móti Ara Trausta sem formanni, þetta var bara spurning, ekki vantraustsyfirlýsing eða eitthvað slíkt,“ segir Karl Gauti. Ari Trausti segir ákvörðunina um að ráða Einar sem þjóðgarðsvörð fram yfir Ólínu hafa verið tekna í atkvæðagreiðslu þar sem einfaldur meirihluti réði. „Formaðurinn er ekkert öðruvísi staddur þegar kemur að því,“ segir Ari Trausti. Hann segir niðurstöðuna ekki hafa truflað störf nefndarinnar. „Þingvallanefnd féllst á að lúta þessum úrskurði. Það kemur fram í honum að þetta snýst í meginatriðum um huglæga matsþætti, ekki þá faglegu. Það var ekki rétt frá þeim gengið við ráðgjöfina sem við fengum.“ Ólína svarar því neitandi hvort einhver haf i beðið hana afsökunar. „Enginn fulltrúi meirihlutans sem bar ábyrgð á þessari ákvörðun hefur haft samband við mig, hvorki til að biðja mig afsökunar eða ræða þetta við mig að öðru leyti. Þá ekki formaður nefndarinnar, hvorki opinberlega né í einkasamtölum.“ Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Þingvallanefnd hefur beðið ríkislögmann að semja við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur, þjóð- og bókmenntafræðing, um bætur. Málið var tekið fyrir á fundi nefndarinnar nýverið. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu í vor að jafnréttislög haf i verið brotin þegar Einar Á.E. Sæmundsen var skipaður í starf þjóðgarðsvarðar fram yfir Ólínu. „Málið er í farvegi. Það hafa staðið yfir viðræður við ríkislögmann um nokkurn tíma um bætur. Á meðan þær viðræður standa yfir þá tel ég ekki rétt að tjá mig mikið um málið,“ segir Ólína. Ef ekki tekst að semja hyggst hún leita til dómstóla. „Ég myndi nú telja að báðum aðilum sé rétt og skylt að reyna að ná samningum áður en til þess kemur. Ég vona að það skýrist fljótlega hvert framhaldið verður.“ Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir að ekki liggi fyrir nein upphæð í kröfunni. Samþykkti nefndin að leita til ríkislögmanns. Umræður sköpuðust á fundinum um ábyrgð Ara Trausta í tilefni af úrskurðinum í vor. „Þetta voru bara umræður um hvort það væri einhver ástæða til að formaður axlaði einhverja ábyrgð fram yfir aðra varðandi þennan úrskurð, þetta voru bara umræður fram og til baka. Engar niðurstöður. Telji einhver nefndarmanna rétt að ræða hvort formaðurinn beri ábyrgð umfram aðra nefndarmenn, er orðið við því,“ segir Ari Trausti. Karl Gauti Hjaltason, fulltrúi Miðflokksins í nefndinni, segir að hann hafi spurt Ara Trausta um hvernig hann mæti stöðu sína í ljósi þess að Ari Trausti hafi verið mótfallinn því að Bergþór Ólason sæti sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar. „Ég hef ekkert á móti Ara Trausta sem formanni, þetta var bara spurning, ekki vantraustsyfirlýsing eða eitthvað slíkt,“ segir Karl Gauti. Ari Trausti segir ákvörðunina um að ráða Einar sem þjóðgarðsvörð fram yfir Ólínu hafa verið tekna í atkvæðagreiðslu þar sem einfaldur meirihluti réði. „Formaðurinn er ekkert öðruvísi staddur þegar kemur að því,“ segir Ari Trausti. Hann segir niðurstöðuna ekki hafa truflað störf nefndarinnar. „Þingvallanefnd féllst á að lúta þessum úrskurði. Það kemur fram í honum að þetta snýst í meginatriðum um huglæga matsþætti, ekki þá faglegu. Það var ekki rétt frá þeim gengið við ráðgjöfina sem við fengum.“ Ólína svarar því neitandi hvort einhver haf i beðið hana afsökunar. „Enginn fulltrúi meirihlutans sem bar ábyrgð á þessari ákvörðun hefur haft samband við mig, hvorki til að biðja mig afsökunar eða ræða þetta við mig að öðru leyti. Þá ekki formaður nefndarinnar, hvorki opinberlega né í einkasamtölum.“
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira