Pálmar var einn í Kína í tvo mánuði: „Líður eins og ég sé einhver ofurmaður“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. október 2019 14:30 Pálmar hefur haldið 450 fyrirlestra á tveimur árum. Pálmar Ragnarsson er einn vinsælasti fyrirlesari landsins og svo virðist sem það sé ekki fyrirtæki í landinu sem fái hann ekki til að peppa mannskapinn. Hann er með eindæmum lífsglaður og kraftmikill maður og segir það nauðsynlegt að hafa gott hugafar og viðhorf í daglegu lífi. Sindri Sindrason ræddi við Pálmar í Íslandi í dag á Stöð 2 á föstudagskvöldið. Hann skellti sér á dögunum einn til Kína og var þar í tvo mánuði. Hann segist aldrei hafa verið einmana og alltaf náð að kynnast fólki. „Ég fer á vinnustaði og held fyrirlestra um samskipti í hópum og það hefur bara gengið ótrúlega vel og það er eins og fólk elski allar þessar pælingar um samskipti og finnst bara gaman að heyra skemmtilegan fyrirlestur og hlæja og hafa smá læti,“ segir Pálmar. Hann segir að fyrirlestrastarfið hafi undið hratt upp á sig. „Ég hef verið að þjálfa börn í körfubolta og það hefur gengið vel í því. Ég var beðinn að halda einn fyrirlestur á vegum ÍSÍ fyrir um fimmtíu þjálfara og það heppnaðist svo vel að einhver í áhorfendasalnum hringdi í mig og bað mig um að halda hann aftur og þaðan var einhver annar sem hringdi í mig. Án þess að nokkur hafi beðið mig um að halda fyrirlestur þróaðist það í að vinnustaðir fóru að hringja í mig. Núna á tveimur árum hef ég haldið 450 fyrirlestra.“ Hann elskar að gleðja aðra. Þá fyrst finni hann fyrir gleði sjálfur. „Þegar ég labba út er ég með höfuðið hátt og líður eins og ég sé einhver ofurmaður. Ég sækist svolítið í þetta og myndi frekar kjósa að halda fyrirlestur en að vera heima og horfa á sjónvarpið.“Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Pálmar Ragnarsson er einn vinsælasti fyrirlesari landsins og svo virðist sem það sé ekki fyrirtæki í landinu sem fái hann ekki til að peppa mannskapinn. Hann er með eindæmum lífsglaður og kraftmikill maður og segir það nauðsynlegt að hafa gott hugafar og viðhorf í daglegu lífi. Sindri Sindrason ræddi við Pálmar í Íslandi í dag á Stöð 2 á föstudagskvöldið. Hann skellti sér á dögunum einn til Kína og var þar í tvo mánuði. Hann segist aldrei hafa verið einmana og alltaf náð að kynnast fólki. „Ég fer á vinnustaði og held fyrirlestra um samskipti í hópum og það hefur bara gengið ótrúlega vel og það er eins og fólk elski allar þessar pælingar um samskipti og finnst bara gaman að heyra skemmtilegan fyrirlestur og hlæja og hafa smá læti,“ segir Pálmar. Hann segir að fyrirlestrastarfið hafi undið hratt upp á sig. „Ég hef verið að þjálfa börn í körfubolta og það hefur gengið vel í því. Ég var beðinn að halda einn fyrirlestur á vegum ÍSÍ fyrir um fimmtíu þjálfara og það heppnaðist svo vel að einhver í áhorfendasalnum hringdi í mig og bað mig um að halda hann aftur og þaðan var einhver annar sem hringdi í mig. Án þess að nokkur hafi beðið mig um að halda fyrirlestur þróaðist það í að vinnustaðir fóru að hringja í mig. Núna á tveimur árum hef ég haldið 450 fyrirlestra.“ Hann elskar að gleðja aðra. Þá fyrst finni hann fyrir gleði sjálfur. „Þegar ég labba út er ég með höfuðið hátt og líður eins og ég sé einhver ofurmaður. Ég sækist svolítið í þetta og myndi frekar kjósa að halda fyrirlestur en að vera heima og horfa á sjónvarpið.“Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira