Íslensku stjörnurnar á fullu að gefa eiginhandaáritanir á rauða dreglinum Stefán Árni Pálsson skrifar 8. október 2019 16:00 Donna Cruz og Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Silja Hauks á rauða dreglinum. Íslenska kvikmyndin Agnes Joy eftir leikstjórann Silju Hauksdóttur var heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni BUSAN í Suður Kóreu í gær. Þær Silja Hauksdóttir og aðalleikonurnar Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Donna Cruz ásamt framleiðendum myndarinnar, Gagga Jónsdóttir og Birgitta Björnsdótir, eru mættar til Suður Kóreu og voru viðstaddar heimsfrumsýninguna sem var fyrir troðfullum sal og hlaut myndin dynjandi lófaklapp í lokin. Þess má geta aðalleikkonurnar og leikstjórinn voru umsetnar í lok sýningar fyrir eiginhandaáritanir og myndatökur með áhorfendum. Myndin verður sýnd nokkrum sinnum í viðbót á kvikmyndahátíðinni. Agnes Joy er ný mynd í leikstjórn Silju Hauksdóttur sem skrifar einnig handritið ásamt Göggu Jónsdóttur og Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur. Með aðalhlutverk fara auk Kötlu og Donnau Cruz þeir Þorsteinn Bachmann, Björn Hlynur Haraldsson og Kristinn Óli Haraldsson. Agnes Joy er þroskasaga mæðgna af Skaganum. Rannveig, leikin af Kötlu Margréti, upplifir kulnun í lífi og starfi. Það er ekki nóg með að hún sé einmana, hjónabandið á leið í hundana og föst í starfi sem hún hatar, heldur á hún í stöðugum útistöðum við dóttur sína, Agnesi, leikin af Donnu Cruz sem er að stíga sín fyrstu skref á hvíta tjaldinu. Framleiðendur eru Birgitta Björnsdóttir og Gagga Jónsdóttir fyrir Vintage Pictures. Handritið er byggt á hugmynd Mikaels Torfasonar sem er meðframleiðandi ásamt Guðbjörgu Sigurðardóttur. Myndin verður frumsýnd hér á landi þann 17. október næstkomandi. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í Suður Kóreu í gær. Katla Margrét gaf eiginhandaáritun fyrir sýningu.Donna Cruz var einnig með pennann á lofti.Auðvitað varð að taka nokkrar sjálfur.Þær Silja, Katla og Donna Cruz voru glæsilegar í gær. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsta stiklan úr Agnesi Joy frumsýnd á Vísi Kvikmyndin Agnes Joy er þroskasaga mæðgna frá Skaganum þar sem húmorinn er aldrei langt undan. 12. september 2019 10:30 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Íslenska kvikmyndin Agnes Joy eftir leikstjórann Silju Hauksdóttur var heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni BUSAN í Suður Kóreu í gær. Þær Silja Hauksdóttir og aðalleikonurnar Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Donna Cruz ásamt framleiðendum myndarinnar, Gagga Jónsdóttir og Birgitta Björnsdótir, eru mættar til Suður Kóreu og voru viðstaddar heimsfrumsýninguna sem var fyrir troðfullum sal og hlaut myndin dynjandi lófaklapp í lokin. Þess má geta aðalleikkonurnar og leikstjórinn voru umsetnar í lok sýningar fyrir eiginhandaáritanir og myndatökur með áhorfendum. Myndin verður sýnd nokkrum sinnum í viðbót á kvikmyndahátíðinni. Agnes Joy er ný mynd í leikstjórn Silju Hauksdóttur sem skrifar einnig handritið ásamt Göggu Jónsdóttur og Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur. Með aðalhlutverk fara auk Kötlu og Donnau Cruz þeir Þorsteinn Bachmann, Björn Hlynur Haraldsson og Kristinn Óli Haraldsson. Agnes Joy er þroskasaga mæðgna af Skaganum. Rannveig, leikin af Kötlu Margréti, upplifir kulnun í lífi og starfi. Það er ekki nóg með að hún sé einmana, hjónabandið á leið í hundana og föst í starfi sem hún hatar, heldur á hún í stöðugum útistöðum við dóttur sína, Agnesi, leikin af Donnu Cruz sem er að stíga sín fyrstu skref á hvíta tjaldinu. Framleiðendur eru Birgitta Björnsdóttir og Gagga Jónsdóttir fyrir Vintage Pictures. Handritið er byggt á hugmynd Mikaels Torfasonar sem er meðframleiðandi ásamt Guðbjörgu Sigurðardóttur. Myndin verður frumsýnd hér á landi þann 17. október næstkomandi. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í Suður Kóreu í gær. Katla Margrét gaf eiginhandaáritun fyrir sýningu.Donna Cruz var einnig með pennann á lofti.Auðvitað varð að taka nokkrar sjálfur.Þær Silja, Katla og Donna Cruz voru glæsilegar í gær.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsta stiklan úr Agnesi Joy frumsýnd á Vísi Kvikmyndin Agnes Joy er þroskasaga mæðgna frá Skaganum þar sem húmorinn er aldrei langt undan. 12. september 2019 10:30 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Fyrsta stiklan úr Agnesi Joy frumsýnd á Vísi Kvikmyndin Agnes Joy er þroskasaga mæðgna frá Skaganum þar sem húmorinn er aldrei langt undan. 12. september 2019 10:30