„Hvað gerðir þú árin sem skiptu máli?“ Sylvía Hall skrifar 20. september 2019 20:18 Hildur segir það afdráttarlausa kröfu þeirra sem taka þátt í mótmælunum að allir grípi til aðgerða til þess að sporna við hamfarahlýnun. Vísir Hildur Knútsdóttir rithöfundur segir það ekki vera í boði að hundsa áhrif loftslagsbreytinga lengur. Hamfarahlýnun sé nú þegar orðin að veruleika sem sýni sig hvað best í gróðureldum og hitabylgju sumarsins sem var að líða og nú sé einfaldlega tími til þess að grípa til alvöru aðgerða. Hildur var ein þeirra sem talaði á allsherjarverkfallsviðburði sem fram fór á Austurvelli í dag en hún sjálf hefur látið baráttuna í loftslagsmálum sig varða og er til að mynda formaður stjórnar loftslagssjóðs sem ætlað er að stuðla að nýsköpun í baráttunni við loftslagsbreytingar. Á meðal ræðufólks voru einnig Eydís Blöndal, Kári Stefánsson, Sævar Helgi Bragason og Högni Egilsson. Milljónir fólks um allan heim tóku þátt í verkfallinu og þar sem fólk sótti samstöðufundi sem mörkuðu upphaf allsherjarverkfalls sem stendur yfir í komandi viku.Sjá einnig: Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Í ræðu sinni ræddi Hildur um þær kröfur sem væri verið að setja fram með þessari göngu. Það verði að grípa til aðgerða ekki seinna en núna. Aldrei hafi verið jafn mikilvægt að fólk bregðist við og akkúrat núna.Frá Austurvelli í dag.Vísir/Einar„Við höfum örlög allrar plánetunnar og í rauninni alls þess sem lifir á plánetunni í höndum okkar. Það sem við gerum á næstu árum, eða gerum ekki, mun skipta sköpum fyrir framtíð allra. Þetta er í rauninni svolítið ógnvekjandi staða, en spennandi líka því við getum breytt svo miklu,“ segir Hildur. Hún segir það vera afdráttarlausa kröfu allra þátttakenda að ríki, sveitarfélög, atvinnulíf og allir einstaklingar leggi sitt af mörkum. Nú sé rétti tíminn til þess að bregðast við, umræðan hafi aldrei verið meiri og afleiðingarnar aldrei verið jafn skýrar. „Ég ætla að spyrja hvernig arfleið viljum við skilja eftir okkur? Hvernig ætlum við að svara spurningunni eftir fimmtíu ár: Hvað gerðir þú árin sem skiptu máli?“ Loftslagsmál Tengdar fréttir Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Sænska táningsstúlkan segir bandarískum þingmönnum að hlusta frekar á vísindamenn en hana sjálfa í heimsókn til Washington-borgar. 18. september 2019 15:42 Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. 20. september 2019 13:26 Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Hildur Knútsdóttir rithöfundur segir það ekki vera í boði að hundsa áhrif loftslagsbreytinga lengur. Hamfarahlýnun sé nú þegar orðin að veruleika sem sýni sig hvað best í gróðureldum og hitabylgju sumarsins sem var að líða og nú sé einfaldlega tími til þess að grípa til alvöru aðgerða. Hildur var ein þeirra sem talaði á allsherjarverkfallsviðburði sem fram fór á Austurvelli í dag en hún sjálf hefur látið baráttuna í loftslagsmálum sig varða og er til að mynda formaður stjórnar loftslagssjóðs sem ætlað er að stuðla að nýsköpun í baráttunni við loftslagsbreytingar. Á meðal ræðufólks voru einnig Eydís Blöndal, Kári Stefánsson, Sævar Helgi Bragason og Högni Egilsson. Milljónir fólks um allan heim tóku þátt í verkfallinu og þar sem fólk sótti samstöðufundi sem mörkuðu upphaf allsherjarverkfalls sem stendur yfir í komandi viku.Sjá einnig: Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Í ræðu sinni ræddi Hildur um þær kröfur sem væri verið að setja fram með þessari göngu. Það verði að grípa til aðgerða ekki seinna en núna. Aldrei hafi verið jafn mikilvægt að fólk bregðist við og akkúrat núna.Frá Austurvelli í dag.Vísir/Einar„Við höfum örlög allrar plánetunnar og í rauninni alls þess sem lifir á plánetunni í höndum okkar. Það sem við gerum á næstu árum, eða gerum ekki, mun skipta sköpum fyrir framtíð allra. Þetta er í rauninni svolítið ógnvekjandi staða, en spennandi líka því við getum breytt svo miklu,“ segir Hildur. Hún segir það vera afdráttarlausa kröfu allra þátttakenda að ríki, sveitarfélög, atvinnulíf og allir einstaklingar leggi sitt af mörkum. Nú sé rétti tíminn til þess að bregðast við, umræðan hafi aldrei verið meiri og afleiðingarnar aldrei verið jafn skýrar. „Ég ætla að spyrja hvernig arfleið viljum við skilja eftir okkur? Hvernig ætlum við að svara spurningunni eftir fimmtíu ár: Hvað gerðir þú árin sem skiptu máli?“
Loftslagsmál Tengdar fréttir Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Sænska táningsstúlkan segir bandarískum þingmönnum að hlusta frekar á vísindamenn en hana sjálfa í heimsókn til Washington-borgar. 18. september 2019 15:42 Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. 20. september 2019 13:26 Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Sænska táningsstúlkan segir bandarískum þingmönnum að hlusta frekar á vísindamenn en hana sjálfa í heimsókn til Washington-borgar. 18. september 2019 15:42
Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. 20. september 2019 13:26
Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26