Gary: Er samningsbundinn ÍBV en ef þeir vilja selja mig þá ráða þeir því Einar Kárason skrifar 22. september 2019 17:12 Viðtölin við Gary Martin klikkar aldrei. vísir/skjáskot „Í fyrsta lagi hefði þessi leikur aldrei átt að fara fram,” sagði Gary Martin, framherji ÍBV, eftir 1-1 jafntefli Eyjamanna gegn Breiðablik á heimavelli. „Reglurnar sögðu að hann þyrfti að vera spilaður þannig að hann fór fram. Við vörðumst allan seinni hálfleikinn en áttum fyrri hálfleikinn. Stig er stig svo við erum sáttir.” „Ég trúði því ekki (þegar Blikar komust yfir). Ég var bara sáttur að það var ekki Thomas (Mikkelsen) sem skoraði. Neinei, mér var sama hver skoraði. Það er aldrei gott að fá á sig mark. Við þurftum að bregðast við og ég náði inn mínu marki. Mér fannst þeir aldrei eiga að skora í fyrri hálfleik. Þeir fengu samt betri færi í fyrri hálfleik en þeim síðari. Við hefðum getað unnið. Ég hefði getað skorað mark í fyrri hálfleik en misreiknaði vindinn.” Gary er í baráttu um gullskóinn og fyrir leik var Thomas Mikkelsen, framherji Breiðabliks búinn að skora einu marki fleiri en Gary. Hann var því ánægður með sitt lið í dag. „Vörnin ásamt markmanni var frábær í dag. Þeir unnu sína vinnu. Ég sagði við þá fyrir leik að það væri ekki nóg að ég myndi gera mitt heldur þyrftu þeir að halda Blikum í skefjum. Nú förum við í síðasta leikinn og reynum að vinna hann. Það að ná inn 12 mörkum í 14 leikjum í þessari deild er fáránlegt svo ég er ánægður með sjálfan mig. Ég væri til í að vinna gullskóinn.” „Ég vonast til að skora í síðasta leiknum. Ég þarf að skora til að vinna gullskóinn og Hilmar (Árni Halldórsson) þarf að taka því rólega. Ég fer í síðasta leikinn með markmið.” Margir furðuðu sig á því þegar Gary Martin samdi við ÍBV og en fleiri urðu hissa þegar hann samdi um áframhaldandi samstarf þar sem framherjinn myndi spila með liðinu í Inkasso deildinni næsta sumar. „Ég er samningsbundinn. Ég samdi við ÍBV vegna þess að ég skulda þeim. Þeir tóku við mér þegar ég var hugarfar mitt var á slæmum stað. Allir hafa verið að spyrja mig hvort ég ætli að spila í Inkasso að ári. Ég er samningsbundinn. Ef ÍBV vilja selja mig þá ráða þeir því. Þeir stjórna framhaldinu. Ég samdi við þá vegna þess að ÍBV hafa komið vel fram við mig og hafa verið frábærir. Það er ástæðan. Ég vildi borga þeim til baka.” „Ég er leikmaður ÍBV. Ef ég verð áfram leikmaður ÍBV verð ég ánægður. Þá hef ég það markmið að koma liðinu upp úr Inkasso deildinni að ári. Ef ekki, þá veit maður aldrei. En ég er leikmaður ÍBV og er samningsbundinn,” sagði Gary að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
„Í fyrsta lagi hefði þessi leikur aldrei átt að fara fram,” sagði Gary Martin, framherji ÍBV, eftir 1-1 jafntefli Eyjamanna gegn Breiðablik á heimavelli. „Reglurnar sögðu að hann þyrfti að vera spilaður þannig að hann fór fram. Við vörðumst allan seinni hálfleikinn en áttum fyrri hálfleikinn. Stig er stig svo við erum sáttir.” „Ég trúði því ekki (þegar Blikar komust yfir). Ég var bara sáttur að það var ekki Thomas (Mikkelsen) sem skoraði. Neinei, mér var sama hver skoraði. Það er aldrei gott að fá á sig mark. Við þurftum að bregðast við og ég náði inn mínu marki. Mér fannst þeir aldrei eiga að skora í fyrri hálfleik. Þeir fengu samt betri færi í fyrri hálfleik en þeim síðari. Við hefðum getað unnið. Ég hefði getað skorað mark í fyrri hálfleik en misreiknaði vindinn.” Gary er í baráttu um gullskóinn og fyrir leik var Thomas Mikkelsen, framherji Breiðabliks búinn að skora einu marki fleiri en Gary. Hann var því ánægður með sitt lið í dag. „Vörnin ásamt markmanni var frábær í dag. Þeir unnu sína vinnu. Ég sagði við þá fyrir leik að það væri ekki nóg að ég myndi gera mitt heldur þyrftu þeir að halda Blikum í skefjum. Nú förum við í síðasta leikinn og reynum að vinna hann. Það að ná inn 12 mörkum í 14 leikjum í þessari deild er fáránlegt svo ég er ánægður með sjálfan mig. Ég væri til í að vinna gullskóinn.” „Ég vonast til að skora í síðasta leiknum. Ég þarf að skora til að vinna gullskóinn og Hilmar (Árni Halldórsson) þarf að taka því rólega. Ég fer í síðasta leikinn með markmið.” Margir furðuðu sig á því þegar Gary Martin samdi við ÍBV og en fleiri urðu hissa þegar hann samdi um áframhaldandi samstarf þar sem framherjinn myndi spila með liðinu í Inkasso deildinni næsta sumar. „Ég er samningsbundinn. Ég samdi við ÍBV vegna þess að ég skulda þeim. Þeir tóku við mér þegar ég var hugarfar mitt var á slæmum stað. Allir hafa verið að spyrja mig hvort ég ætli að spila í Inkasso að ári. Ég er samningsbundinn. Ef ÍBV vilja selja mig þá ráða þeir því. Þeir stjórna framhaldinu. Ég samdi við þá vegna þess að ÍBV hafa komið vel fram við mig og hafa verið frábærir. Það er ástæðan. Ég vildi borga þeim til baka.” „Ég er leikmaður ÍBV. Ef ég verð áfram leikmaður ÍBV verð ég ánægður. Þá hef ég það markmið að koma liðinu upp úr Inkasso deildinni að ári. Ef ekki, þá veit maður aldrei. En ég er leikmaður ÍBV og er samningsbundinn,” sagði Gary að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira