Segir lausnina ekki að taka RÚV af auglýsingamarkaði heldur að minnka umsvif stofnunarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. september 2019 12:00 Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það verði að skoða hlutverk RÚV. vísir/vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé engin lausn til framtíðar að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði en bæta þeim upp tekjutapið með hærri framlögum ríkisins. Sjálf vill hún helst leggja RÚV niður en kveðst gera sér grein fyrir því að til þess skorti pólitískan vilja almennt. Sigríður talar því fyrir því að minnka umsvif RÚV og spyr hvort nauðsynlegt sé að stofnunin reki tvær útvarpsstöðvar eða sýni jafnmikið afþreyingarefni og nú. Rætt var við Sigríði í Bítinu á Bylgjunni í morgun í tilefni af grein sem hún skrifaði í gær á heimasíðu sína þar sem hún spurði hvort fjölmiðlar væru líklegir til að veita stjórnvöldum aðhald á sama tíma og þeir væru á styrkjum frá ríkinu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er einmitt með áform um að leggja fram frumvarp um ríkisstyrki til fjölmiðla á yfirstandandi þingvetri.„Á ríkið að fjármagna fjölmiðla í frjálsu landi?“ Sigríður segir að hún sé að benda á þann punkt að með slíku fyrirkomulagi væri verið að gera alla fjölmiðla ríkisrekna, gera þá háða framlögum frá ríkinu. Hún segir að menn lendi alltaf í vanda ef ekki sé horft á heildarmyndina og stóru spurningunni svarað. „Á ríkið að fjármagna fjölmiðla í frjálsu landi? Þá er ég ekki bara að tala um einkafjölmiðla heldur líka RÚV. Hvernig ætlum við að horfa á þetta til framtíðar?“ spyr Sigríður og segir menn komna í ógöngur þegar því er haldið fram að ef RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði þá þurfi að bæta stofnuninni upp tekjurnar með framlagi frá ríkinu. Slíkt muni hún aldrei styðja. „Þar með væri RÚV komið með sex til sjö milljarða úr ríkiskassanum. Þetta er einhver hugsanavilla eða misskilningur sem er kannski auðvelt fyrir stjórnmálamenn að flækja sig í ef menn vilja ekki taka umræðuna um hlutverk ríkisins á fjölmiðlamarkaði,“ segir Sigríður.Menn beini frekar sjónum sínum að RÚV en einkareknum fjölmiðlum Hún segir að það þurfi að ræða um hlutverk RÚV. „Ég held að menn ættu frekar að beina sjónum sínum að RÚV heldur en einkareknum fjölmiðlum, fara að endurskoða hlutverk RÚV, svara þeirri spurningu: er það nauðsynlegt að RÚV sé að þenja sig inn á alla markaði sem að koma upp með nýrri tækni og þróun? Ég sá að um daginn var ráðinn einhver ritstjóri yfir samfélagsmiðla. RÚV er komið inn á samfélagsmiðla. Er það hlutverk RÚV? Er nauðsynlegt að reka báðar rásirnar? Er nauðsynlegt að vera með allt þetta afþreyingarefni hjá RÚV? Þetta þurfa menn að fara í.“ Sigríður vill ekki meina að vera RÚV á auglýsingamarkaði sé lykilatriði. Það sé þó ekki sanngjarnt að ríkisfyrirtæki sé að keppa við einkaaðila en Sigríður segist telja að það yrði skammgóður vermir fyrir aðra fjölmiðla færi RÚV af auglýsingamarkaði. „Ég viðurkenni að ég hef ekki lagst í skoðun á þessum auglýsingamálum því mér finnst það ekki ávarpa vandann sem er til staðar sem er rekstur ríkisins á fyrirtæki sem er almennt í samkeppni, ekki bara á auglýsingum heldur líka um efni og hlustun,“ segir Sigríður en viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stjórnsýsluúttekt á RÚV á lokastigi Ríkisendurskoðandi er með níu skýrslur í vinnslu. 24. september 2019 11:24 RÚV greiddi Atla 60 prósent hærri laun en Berglindi Atli Fannar Bjarkason fékk rúmlega helmingi hærri laun fyrir vinnu sína í þáttum Gísla Marteins Baldurssonar Vikunni en Berglind Pétursdóttir árið 2017. 11. september 2019 14:00 Sigríður gefur lítið sem ekkert fyrir fjölmiðlafrumvarp Lilju Telur afar vafasamt að ríkið styrki fjölmiðla á markaði. 23. september 2019 14:47 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé engin lausn til framtíðar að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði en bæta þeim upp tekjutapið með hærri framlögum ríkisins. Sjálf vill hún helst leggja RÚV niður en kveðst gera sér grein fyrir því að til þess skorti pólitískan vilja almennt. Sigríður talar því fyrir því að minnka umsvif RÚV og spyr hvort nauðsynlegt sé að stofnunin reki tvær útvarpsstöðvar eða sýni jafnmikið afþreyingarefni og nú. Rætt var við Sigríði í Bítinu á Bylgjunni í morgun í tilefni af grein sem hún skrifaði í gær á heimasíðu sína þar sem hún spurði hvort fjölmiðlar væru líklegir til að veita stjórnvöldum aðhald á sama tíma og þeir væru á styrkjum frá ríkinu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er einmitt með áform um að leggja fram frumvarp um ríkisstyrki til fjölmiðla á yfirstandandi þingvetri.„Á ríkið að fjármagna fjölmiðla í frjálsu landi?“ Sigríður segir að hún sé að benda á þann punkt að með slíku fyrirkomulagi væri verið að gera alla fjölmiðla ríkisrekna, gera þá háða framlögum frá ríkinu. Hún segir að menn lendi alltaf í vanda ef ekki sé horft á heildarmyndina og stóru spurningunni svarað. „Á ríkið að fjármagna fjölmiðla í frjálsu landi? Þá er ég ekki bara að tala um einkafjölmiðla heldur líka RÚV. Hvernig ætlum við að horfa á þetta til framtíðar?“ spyr Sigríður og segir menn komna í ógöngur þegar því er haldið fram að ef RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði þá þurfi að bæta stofnuninni upp tekjurnar með framlagi frá ríkinu. Slíkt muni hún aldrei styðja. „Þar með væri RÚV komið með sex til sjö milljarða úr ríkiskassanum. Þetta er einhver hugsanavilla eða misskilningur sem er kannski auðvelt fyrir stjórnmálamenn að flækja sig í ef menn vilja ekki taka umræðuna um hlutverk ríkisins á fjölmiðlamarkaði,“ segir Sigríður.Menn beini frekar sjónum sínum að RÚV en einkareknum fjölmiðlum Hún segir að það þurfi að ræða um hlutverk RÚV. „Ég held að menn ættu frekar að beina sjónum sínum að RÚV heldur en einkareknum fjölmiðlum, fara að endurskoða hlutverk RÚV, svara þeirri spurningu: er það nauðsynlegt að RÚV sé að þenja sig inn á alla markaði sem að koma upp með nýrri tækni og þróun? Ég sá að um daginn var ráðinn einhver ritstjóri yfir samfélagsmiðla. RÚV er komið inn á samfélagsmiðla. Er það hlutverk RÚV? Er nauðsynlegt að reka báðar rásirnar? Er nauðsynlegt að vera með allt þetta afþreyingarefni hjá RÚV? Þetta þurfa menn að fara í.“ Sigríður vill ekki meina að vera RÚV á auglýsingamarkaði sé lykilatriði. Það sé þó ekki sanngjarnt að ríkisfyrirtæki sé að keppa við einkaaðila en Sigríður segist telja að það yrði skammgóður vermir fyrir aðra fjölmiðla færi RÚV af auglýsingamarkaði. „Ég viðurkenni að ég hef ekki lagst í skoðun á þessum auglýsingamálum því mér finnst það ekki ávarpa vandann sem er til staðar sem er rekstur ríkisins á fyrirtæki sem er almennt í samkeppni, ekki bara á auglýsingum heldur líka um efni og hlustun,“ segir Sigríður en viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stjórnsýsluúttekt á RÚV á lokastigi Ríkisendurskoðandi er með níu skýrslur í vinnslu. 24. september 2019 11:24 RÚV greiddi Atla 60 prósent hærri laun en Berglindi Atli Fannar Bjarkason fékk rúmlega helmingi hærri laun fyrir vinnu sína í þáttum Gísla Marteins Baldurssonar Vikunni en Berglind Pétursdóttir árið 2017. 11. september 2019 14:00 Sigríður gefur lítið sem ekkert fyrir fjölmiðlafrumvarp Lilju Telur afar vafasamt að ríkið styrki fjölmiðla á markaði. 23. september 2019 14:47 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Stjórnsýsluúttekt á RÚV á lokastigi Ríkisendurskoðandi er með níu skýrslur í vinnslu. 24. september 2019 11:24
RÚV greiddi Atla 60 prósent hærri laun en Berglindi Atli Fannar Bjarkason fékk rúmlega helmingi hærri laun fyrir vinnu sína í þáttum Gísla Marteins Baldurssonar Vikunni en Berglind Pétursdóttir árið 2017. 11. september 2019 14:00
Sigríður gefur lítið sem ekkert fyrir fjölmiðlafrumvarp Lilju Telur afar vafasamt að ríkið styrki fjölmiðla á markaði. 23. september 2019 14:47