Hatursorðræða og þjóðernishyggja á milli tanna þjóðarleiðtoga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. september 2019 19:00 Almennar umræður á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hófust í dag og eru tugir þjóðarleiðtoga á mælendaskrá. Fyrstu ræðu dagsins átti Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, og setti hann þar tóninn fyrir umræðurnar. Líkt og í gær nýtti Portúgalinn vettvanginn til þess að vara við aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Sagði hann mannkynið nú vera að tapa baráttunni en því væri hægt að snúa við. „Við lifum í órólegum heimi. Margir óttast að troðast undir, vera slegnir niður, skildir eftir. Vélar taka vinnu fólks, mansalsmenn svipta það virðingunni, lýðskrumarar svipta það réttindum sínum, stríðsherrar svipta það lífi, jarðefnaeldsneyti sviptir það framtíðinni en samt trúir fólk á þann anda og hugmyndir sem fá okkur hingað í þennan sal. Það trúir á Sameinuðu þjóðirnar,“ sagði Guterres.Allra augu á Trump Ræða Trumps Bandaríkjaforseta vakti einna mesta athygli, þótt boðskapur hans hafi ekki verið nýr. Varði hann tíma sínum í að verja innflytjendastefnu ríkisstjórnar sinnar og ræddi einnig um stefnu landsins í utanríkismálum. Þannig hvatti hann ríki heims til þess að standa saman gegn Írönum og sakaði þarlend stjórnvöld um blóðþorsta, gagnrýndi stjórnvöld í Venesúela harðlega, líkt og Jair Bolsonaro Brasilíuforseti gerði í sinni ræðu, kvaðst ósáttur við Kínverja og sagði tíma þjóðernishyggjunnar runninn upp. „Hinn frjálsi heimur verður að taka ástfóstri við grundvallarstoðir þjóðríkisins. Það má hvorki afmá þær né skipta þeim út,“ sagði Bandaríkjamaðurinn.Erdogan einblíndi á hatursorðræðu Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti ræddi um hatursáróður gegn múslimum og kenndi popúlískum stjórnmálamönnum um. „Það er grundvallarskylda okkar sem embættismenn og -konur að taka upp umburðarlyndan málflutning og eyða þessu samfélagsmeini í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Tyrkinn. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tyrkland Tengdar fréttir Trump lofaði þjóðernishyggju í ræðu sinni hjá SÞ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um ýmsa aðila í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag og teiknaði hann upp alvarlega mynd af stöðu heimsins og Bandaríkjanna. 24. september 2019 15:30 Þegar Greta Thunberg rak augun í Trump Á myndum má sjá ískalt augnaráð Thunberg þegar hún sér bandaríska forsetann ganga framhjá. 24. september 2019 07:50 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Almennar umræður á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hófust í dag og eru tugir þjóðarleiðtoga á mælendaskrá. Fyrstu ræðu dagsins átti Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, og setti hann þar tóninn fyrir umræðurnar. Líkt og í gær nýtti Portúgalinn vettvanginn til þess að vara við aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Sagði hann mannkynið nú vera að tapa baráttunni en því væri hægt að snúa við. „Við lifum í órólegum heimi. Margir óttast að troðast undir, vera slegnir niður, skildir eftir. Vélar taka vinnu fólks, mansalsmenn svipta það virðingunni, lýðskrumarar svipta það réttindum sínum, stríðsherrar svipta það lífi, jarðefnaeldsneyti sviptir það framtíðinni en samt trúir fólk á þann anda og hugmyndir sem fá okkur hingað í þennan sal. Það trúir á Sameinuðu þjóðirnar,“ sagði Guterres.Allra augu á Trump Ræða Trumps Bandaríkjaforseta vakti einna mesta athygli, þótt boðskapur hans hafi ekki verið nýr. Varði hann tíma sínum í að verja innflytjendastefnu ríkisstjórnar sinnar og ræddi einnig um stefnu landsins í utanríkismálum. Þannig hvatti hann ríki heims til þess að standa saman gegn Írönum og sakaði þarlend stjórnvöld um blóðþorsta, gagnrýndi stjórnvöld í Venesúela harðlega, líkt og Jair Bolsonaro Brasilíuforseti gerði í sinni ræðu, kvaðst ósáttur við Kínverja og sagði tíma þjóðernishyggjunnar runninn upp. „Hinn frjálsi heimur verður að taka ástfóstri við grundvallarstoðir þjóðríkisins. Það má hvorki afmá þær né skipta þeim út,“ sagði Bandaríkjamaðurinn.Erdogan einblíndi á hatursorðræðu Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti ræddi um hatursáróður gegn múslimum og kenndi popúlískum stjórnmálamönnum um. „Það er grundvallarskylda okkar sem embættismenn og -konur að taka upp umburðarlyndan málflutning og eyða þessu samfélagsmeini í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Tyrkinn.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tyrkland Tengdar fréttir Trump lofaði þjóðernishyggju í ræðu sinni hjá SÞ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um ýmsa aðila í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag og teiknaði hann upp alvarlega mynd af stöðu heimsins og Bandaríkjanna. 24. september 2019 15:30 Þegar Greta Thunberg rak augun í Trump Á myndum má sjá ískalt augnaráð Thunberg þegar hún sér bandaríska forsetann ganga framhjá. 24. september 2019 07:50 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Trump lofaði þjóðernishyggju í ræðu sinni hjá SÞ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um ýmsa aðila í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag og teiknaði hann upp alvarlega mynd af stöðu heimsins og Bandaríkjanna. 24. september 2019 15:30
Þegar Greta Thunberg rak augun í Trump Á myndum má sjá ískalt augnaráð Thunberg þegar hún sér bandaríska forsetann ganga framhjá. 24. september 2019 07:50