Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 27. september 2019 12:17 Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Vísir/vilhelm Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, en ráðuneytið komst þó að þeirri niðurstöðu að framkoman væri ámælisverð. Fyrr í vikunni sendi Umboðsmaður Alþingis Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir því að ráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi fjölmiðlamönnunum Birni Jóni Bragasyni og Sigurði Kolbeinssyni bréf til að andmæla umfjöllun þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins í bókinni Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? og sjónvarpsþætti og sama efni.Sjá einnig: Vill vita af hverju dómsmálaráðherra var ekki áminntur vegna bréfsendinga til fjölmiðlamannaBréfin voru rituð á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi og tveimur fyrrverandi starfsmönnum embættisins. Þar eru þeir sakaðir um að bera ábyrgð á „ólögmætri meingerð" gagnvart þeim sem umfjöllunin beindist gegn. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir var dómsmálaráðherra þegar málið kom til kasta ráðuneytisins.Þórdís Kolbrún tók tímabundið við embætti dómsmálaráðherra eftir að Sigríður Andersen sagði af sér.visir/vilhelm„Það var niðurstaða dómsmálaráðuneytisins á sínum tíma að með tilliti til meðalhófs og annarra þátta þá komumst við að þeirri niðurstöðu að þetta þætti ámælisvert og hann yrði ekki áminntur vegna þessa,” segir Þórdís Kolbrún. Að öðru leyti sé henni lítt kunnugt um framgang málsins. „Ég hef ekki séð bréfið frá umboðsmanni Alþingis, ég hef ekki lesið það. Ég hef bara séð í fréttum að hann hafi sent það og það er sjálfsagt að senda það bréf og sjálfsagt að svara því en niðurstaðan var að með tilliti til meðalhófs þá var hann ekki áminntur vegna þessa.Fundar með lögreglustjórum í næstu viku Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir núverandi dómsmálaráðherra segist ekki ennþá vera búin að svara bréfi umboðsmanns sem barst í vikunni. „Það liggur ekki fyrir efnisleg afstaða við þessu bréfi enda barst það bara fyrir nokkrum dögum síðan í ráðuneytið og er í vinnslu,” segir Áslaug Arna.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,, dómsmálaráðherra.Fréttablaðið/Anton BrinkÁtta af níu lögreglustjórum auk landssambands lögreglumanna hafa lýst yfir vantrausti á hendur Haraldi Johannessen en Áslaug Arna hefur sett af stað vinnu í ráðuneytinu sem miðar að skipulagsbreytingum. „Sú vinna gengur afar vel og í næstu viku verða fundir með öllum helstu lögreglustjórum, aðilum sem koma að lögreglunni, ríkislögreglustjóri og fleirum varðandi þá vinnu sem að ég hef sett af stað,” segir Áslaug.Sérð þú fyrir þér hvaða embætti verða fyrst sameinuð?„Ég hef auðvitað lýst minni skoðun á því hvaða tækifæri ég sé í því að búa til nýtt embætti þar sem að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ásamt ríkislögreglustjóra yrðu sameinuð og einhver verkefni sem eru landlæg verði deilt á önnur verkefni og ég sé tækifæri í þessu. En ég hef líka sagt það að þetta þarf að fara í samráð og ég vil ræða við fleiri aðila varðandi þessa sýn mína,” segir Áslaug Arna. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, en ráðuneytið komst þó að þeirri niðurstöðu að framkoman væri ámælisverð. Fyrr í vikunni sendi Umboðsmaður Alþingis Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir því að ráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi fjölmiðlamönnunum Birni Jóni Bragasyni og Sigurði Kolbeinssyni bréf til að andmæla umfjöllun þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins í bókinni Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? og sjónvarpsþætti og sama efni.Sjá einnig: Vill vita af hverju dómsmálaráðherra var ekki áminntur vegna bréfsendinga til fjölmiðlamannaBréfin voru rituð á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi og tveimur fyrrverandi starfsmönnum embættisins. Þar eru þeir sakaðir um að bera ábyrgð á „ólögmætri meingerð" gagnvart þeim sem umfjöllunin beindist gegn. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir var dómsmálaráðherra þegar málið kom til kasta ráðuneytisins.Þórdís Kolbrún tók tímabundið við embætti dómsmálaráðherra eftir að Sigríður Andersen sagði af sér.visir/vilhelm„Það var niðurstaða dómsmálaráðuneytisins á sínum tíma að með tilliti til meðalhófs og annarra þátta þá komumst við að þeirri niðurstöðu að þetta þætti ámælisvert og hann yrði ekki áminntur vegna þessa,” segir Þórdís Kolbrún. Að öðru leyti sé henni lítt kunnugt um framgang málsins. „Ég hef ekki séð bréfið frá umboðsmanni Alþingis, ég hef ekki lesið það. Ég hef bara séð í fréttum að hann hafi sent það og það er sjálfsagt að senda það bréf og sjálfsagt að svara því en niðurstaðan var að með tilliti til meðalhófs þá var hann ekki áminntur vegna þessa.Fundar með lögreglustjórum í næstu viku Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir núverandi dómsmálaráðherra segist ekki ennþá vera búin að svara bréfi umboðsmanns sem barst í vikunni. „Það liggur ekki fyrir efnisleg afstaða við þessu bréfi enda barst það bara fyrir nokkrum dögum síðan í ráðuneytið og er í vinnslu,” segir Áslaug Arna.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,, dómsmálaráðherra.Fréttablaðið/Anton BrinkÁtta af níu lögreglustjórum auk landssambands lögreglumanna hafa lýst yfir vantrausti á hendur Haraldi Johannessen en Áslaug Arna hefur sett af stað vinnu í ráðuneytinu sem miðar að skipulagsbreytingum. „Sú vinna gengur afar vel og í næstu viku verða fundir með öllum helstu lögreglustjórum, aðilum sem koma að lögreglunni, ríkislögreglustjóri og fleirum varðandi þá vinnu sem að ég hef sett af stað,” segir Áslaug.Sérð þú fyrir þér hvaða embætti verða fyrst sameinuð?„Ég hef auðvitað lýst minni skoðun á því hvaða tækifæri ég sé í því að búa til nýtt embætti þar sem að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ásamt ríkislögreglustjóra yrðu sameinuð og einhver verkefni sem eru landlæg verði deilt á önnur verkefni og ég sé tækifæri í þessu. En ég hef líka sagt það að þetta þarf að fara í samráð og ég vil ræða við fleiri aðila varðandi þessa sýn mína,” segir Áslaug Arna.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira