Hreinn ekki lengur lögmaður blaðamannsins sem kvartaði Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2019 21:00 Björn Jón Bragason, annar blaðamaðurinn sem kvartaði undan framgöngu ríkislögreglustjóra. Vísir Hreinn Loftsson, sem ráðinn var aðstoðarmaður dómsmálaráðherra í dag, er ekki lengur lögmaður annars blaðamannsins sem kvartaði undan framgöngu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra. Þetta kom fram í máli blaðamannsins, Björns Jóns Bragasonar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Dómsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í sumar að framganga ríkislögreglustjóra hefði verið ámælisverð þegar hann sendi fjölmiðlamönnunum Sigurði Kolbeinssyni og áðurnefndum Birni Jóni bréf til að andmæla umfjöllun þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins í bókinni Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? og sjónvarpsþætti og sama efni. Bréfin voru rituð á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi og tveimur fyrrverandi starfsmönnum embættisins. Þar eru blaðamennirnir sakaðir um að bera ábyrgð á „ólögmætri meingerð" gagnvart þeim sem umfjöllunin beindist gegn. Í dag sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þáverandi dómsmálaráðherra að Haraldur hefði ekki verið áminntur á grundvelli meðalhófsreglu.Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson voru ráðin aðstoðarmenn dómsmálaráðherra í dag.Birni Jóni segist fyrirmunað að skilja hvað ráðherra eigi nákvæmlega við. „[…] og í ljósi bréfsins sjálfs, þar sem kemur nákvæmlega fram að ráðuneytið telji hegðun Haraldar í þessu máli ámælisverða, þá skil ég ekki – það er raunverulega stílbrot á bréfinu að hann skyldi ekki hafa verið áminntur af því að bréfið er það harðort og öll framganga hans í þessu máli var með hreinum ólíkindum og aldrei neinn grundvöllur fyrir einu né neinu. Hann hafði sakað mig um ólögmæta meingerð sem aldrei gat nein verið.“Hvernig sjáið þið næstu skref?„Ég veit ekki hvað gerist næst. Ráðuneytið þarf að svara þessu bréfi og það þarf að hafa sinn gang.“ Í dag var svo greint frá því að Hreinn Loftsson, lögmaður Björns Jóns í málinu, hefði verið ráðinn aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.Kemur það til með að flækja málið frekar?„Ég veit það ekki,“ segir Björn Jón. „Hann er náttúrulega ekki lögmaður minn lengur frá og með þessum degi.“Viðtalið við Björn Jón hefst á mínútu 3:13 í spilaranum hér að neðan. Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Hreinn Loftsson og Eydís Arna aðstoða Áslaugu Örnu Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 27. september 2019 16:29 Kæra ákvörðun um að hætta rannsókn á upphlaupi á fundi Sjálfstæðismanna Þrír hælisleitendur hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara að hætta rannsókn á upphlaupi sem varð á fundi Sjálfstæðisflokksins í Salnum í Kópavogi í lok apríl síðastliðinn til ríkissaksóknara. 27. september 2019 14:00 Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Hreinn Loftsson, sem ráðinn var aðstoðarmaður dómsmálaráðherra í dag, er ekki lengur lögmaður annars blaðamannsins sem kvartaði undan framgöngu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra. Þetta kom fram í máli blaðamannsins, Björns Jóns Bragasonar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Dómsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í sumar að framganga ríkislögreglustjóra hefði verið ámælisverð þegar hann sendi fjölmiðlamönnunum Sigurði Kolbeinssyni og áðurnefndum Birni Jóni bréf til að andmæla umfjöllun þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins í bókinni Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? og sjónvarpsþætti og sama efni. Bréfin voru rituð á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi og tveimur fyrrverandi starfsmönnum embættisins. Þar eru blaðamennirnir sakaðir um að bera ábyrgð á „ólögmætri meingerð" gagnvart þeim sem umfjöllunin beindist gegn. Í dag sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þáverandi dómsmálaráðherra að Haraldur hefði ekki verið áminntur á grundvelli meðalhófsreglu.Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson voru ráðin aðstoðarmenn dómsmálaráðherra í dag.Birni Jóni segist fyrirmunað að skilja hvað ráðherra eigi nákvæmlega við. „[…] og í ljósi bréfsins sjálfs, þar sem kemur nákvæmlega fram að ráðuneytið telji hegðun Haraldar í þessu máli ámælisverða, þá skil ég ekki – það er raunverulega stílbrot á bréfinu að hann skyldi ekki hafa verið áminntur af því að bréfið er það harðort og öll framganga hans í þessu máli var með hreinum ólíkindum og aldrei neinn grundvöllur fyrir einu né neinu. Hann hafði sakað mig um ólögmæta meingerð sem aldrei gat nein verið.“Hvernig sjáið þið næstu skref?„Ég veit ekki hvað gerist næst. Ráðuneytið þarf að svara þessu bréfi og það þarf að hafa sinn gang.“ Í dag var svo greint frá því að Hreinn Loftsson, lögmaður Björns Jóns í málinu, hefði verið ráðinn aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.Kemur það til með að flækja málið frekar?„Ég veit það ekki,“ segir Björn Jón. „Hann er náttúrulega ekki lögmaður minn lengur frá og með þessum degi.“Viðtalið við Björn Jón hefst á mínútu 3:13 í spilaranum hér að neðan.
Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Hreinn Loftsson og Eydís Arna aðstoða Áslaugu Örnu Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 27. september 2019 16:29 Kæra ákvörðun um að hætta rannsókn á upphlaupi á fundi Sjálfstæðismanna Þrír hælisleitendur hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara að hætta rannsókn á upphlaupi sem varð á fundi Sjálfstæðisflokksins í Salnum í Kópavogi í lok apríl síðastliðinn til ríkissaksóknara. 27. september 2019 14:00 Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Hreinn Loftsson og Eydís Arna aðstoða Áslaugu Örnu Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 27. september 2019 16:29
Kæra ákvörðun um að hætta rannsókn á upphlaupi á fundi Sjálfstæðismanna Þrír hælisleitendur hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara að hætta rannsókn á upphlaupi sem varð á fundi Sjálfstæðisflokksins í Salnum í Kópavogi í lok apríl síðastliðinn til ríkissaksóknara. 27. september 2019 14:00
Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00