Fimm ráð fyrir flutninga Sandra Guðmundsdóttir skrifar 1. október 2019 21:00 Það getur verið flókið verkefni að flytja þannig að rétt vinnubrögð geta sparað mikla vinnu. Það er óskaplega mikið mál að flytja og á öllum stigum ferlisins þarf að leggja á sig mikla vinnu og taka ýmsar erfiðar ákvarðanir. Þá er ekki verra að hafa nokkrar ágætar reglur til hliðsjónar sem geta hjálpað manni, flýtt fyrirÞú þarft ekki að taka allt með Þegar maður flytur áttar maður sig á því að maður á miklu meira af dóti en maður hélt og að mikið af því hefur ekki verið notað lengi, jafnvel árum saman. Það kostar tíma, orku og peninga að flytja allt þetta dót, þannig að það borgar sig að hreinsa vel út áður en hafist er handa við flutningana. Það er of mikil vinna að losa sig við allt aukadótið og pakka því sem er eftir í einum rykk. Það borgar sig að nálgast þetta sem tvö ólík verkefni og byrja að taka til og hreinsa út nokkrum vikum áður en flutningar hefjast. Þá verður miklu minna mál að pakka niður.Húsgögn passa misvel í ólíkar íbúðir Margir lenda í vandræðum með að láta gömlu húsgögnin passa í nýju íbúðina. Þess vegna borgar sig að kaupa húsgögn sem eru í klassískum stíl, hlutlausum litum og skiptast í einingar, svo þau passi í ólík herbergi. Svo er hægt að nota áberandi eða litsterka skrautmuni til að gefa húsgögnunum smá fútt. Það er mun ódýrara að kaupa litríka aukahluti en að þurfa að kaupa nýjan sófa af því að sá gamli hentar ekki stílnum í nýrri íbúð.Þung húsgögn eru ekki vinur þinn Hér áður fyrr voru bein tengsl milli þyngdar og gæða þegar kom að húsgögnum, en það hefur breyst vegna framfara í framleiðslu og hráefnanotkun. Það er líka eiginlega sama hversu fallegur hann er, níðþungur sófi verður fljótt miklu minna spennandi þegar maður neyðist til að burðast með hann upp og niður stiga. Í stað þess að þurfa að velta fyrir þér hvort þú viljir frekar henda stóru húsgögnunum en að flytja þau er best að hafa þetta í huga þegar húsgögnin eru keypt. Lífið verður auðveldara ef maður reynir að kaupa vönduð húsgögn úr léttum efnum, líka þegar þú þrífur eða breytir skipulaginu heima hjá þér.Settu allt upp með besta móti Það kemur stundum fyrir þegar fólk er að selja heimilið að það fellur fyrir því upp á nýtt. Þegar búið er að laga til og heimilið skartar sínu fegursta til að sýna það kemur oft í ljós að það er fallegra en fólk hafði vanist. Með tímanum getur viðhald farið forgörðum og ýmsir ósiðir myndast í umgengni. Þegar maður raðar og setur upp nýtt heimili er engin ástæða til að reyna ekki að láta það líta út eins og fyrirmyndarheimili, í stað þess að láta hlutina bara ganga upp og ætla svo að hugsa um þetta síðar. Það borgar sig að ganga vel frá öllum hlutum og skreyta hvert einasta heimili með réttri blöndu af aukahlutum og litasamsetningum. Þá þarf bara að viðhalda því. Svo er hægt að kveikja á ilmkertum og njóta heimilisins í sinni bestu mynd í stað þess að vera að vandræðast í hálfuppsettu húsnæði vikum eða jafnvel mánuðum saman.Sinntu viðhaldsvinnu strax Þessi ábending rímar við þessa hér á undan. Það er algengt að fólk klári seint að opna síðustu kassana eða sé með einhver ókláruð viðhaldsverkefni löngu eftir að það flytur inn í nýja íbúð. Það borgar sig að ráðast strax í öll þessi verkefni og afgreiða þau áður en lífið fer aftur í fastar skorður. Helst ætti vinna við heimilið að klárast áður en flutt er inn, en þegar það er ekki í boði borgar sig samt að ganga í þessi mál sem allra fyrst, áður en húsgögn og dót eru um allt og aðrar skyldur byrja að kalla. Takið allt upp úr kössunum eins fljótt og hægt er og ef ykkur langar endilega að mála eitthvað herbergi en hafið ekki orku eða tækifæri til að klára það allt er hægt að stytta sér leið með því að mála bara einn áberandi vegg, það eitt getur gert rosalega mikið fyrir herbergi. Hús og heimili Húsráð Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Sjá meira
Það er óskaplega mikið mál að flytja og á öllum stigum ferlisins þarf að leggja á sig mikla vinnu og taka ýmsar erfiðar ákvarðanir. Þá er ekki verra að hafa nokkrar ágætar reglur til hliðsjónar sem geta hjálpað manni, flýtt fyrirÞú þarft ekki að taka allt með Þegar maður flytur áttar maður sig á því að maður á miklu meira af dóti en maður hélt og að mikið af því hefur ekki verið notað lengi, jafnvel árum saman. Það kostar tíma, orku og peninga að flytja allt þetta dót, þannig að það borgar sig að hreinsa vel út áður en hafist er handa við flutningana. Það er of mikil vinna að losa sig við allt aukadótið og pakka því sem er eftir í einum rykk. Það borgar sig að nálgast þetta sem tvö ólík verkefni og byrja að taka til og hreinsa út nokkrum vikum áður en flutningar hefjast. Þá verður miklu minna mál að pakka niður.Húsgögn passa misvel í ólíkar íbúðir Margir lenda í vandræðum með að láta gömlu húsgögnin passa í nýju íbúðina. Þess vegna borgar sig að kaupa húsgögn sem eru í klassískum stíl, hlutlausum litum og skiptast í einingar, svo þau passi í ólík herbergi. Svo er hægt að nota áberandi eða litsterka skrautmuni til að gefa húsgögnunum smá fútt. Það er mun ódýrara að kaupa litríka aukahluti en að þurfa að kaupa nýjan sófa af því að sá gamli hentar ekki stílnum í nýrri íbúð.Þung húsgögn eru ekki vinur þinn Hér áður fyrr voru bein tengsl milli þyngdar og gæða þegar kom að húsgögnum, en það hefur breyst vegna framfara í framleiðslu og hráefnanotkun. Það er líka eiginlega sama hversu fallegur hann er, níðþungur sófi verður fljótt miklu minna spennandi þegar maður neyðist til að burðast með hann upp og niður stiga. Í stað þess að þurfa að velta fyrir þér hvort þú viljir frekar henda stóru húsgögnunum en að flytja þau er best að hafa þetta í huga þegar húsgögnin eru keypt. Lífið verður auðveldara ef maður reynir að kaupa vönduð húsgögn úr léttum efnum, líka þegar þú þrífur eða breytir skipulaginu heima hjá þér.Settu allt upp með besta móti Það kemur stundum fyrir þegar fólk er að selja heimilið að það fellur fyrir því upp á nýtt. Þegar búið er að laga til og heimilið skartar sínu fegursta til að sýna það kemur oft í ljós að það er fallegra en fólk hafði vanist. Með tímanum getur viðhald farið forgörðum og ýmsir ósiðir myndast í umgengni. Þegar maður raðar og setur upp nýtt heimili er engin ástæða til að reyna ekki að láta það líta út eins og fyrirmyndarheimili, í stað þess að láta hlutina bara ganga upp og ætla svo að hugsa um þetta síðar. Það borgar sig að ganga vel frá öllum hlutum og skreyta hvert einasta heimili með réttri blöndu af aukahlutum og litasamsetningum. Þá þarf bara að viðhalda því. Svo er hægt að kveikja á ilmkertum og njóta heimilisins í sinni bestu mynd í stað þess að vera að vandræðast í hálfuppsettu húsnæði vikum eða jafnvel mánuðum saman.Sinntu viðhaldsvinnu strax Þessi ábending rímar við þessa hér á undan. Það er algengt að fólk klári seint að opna síðustu kassana eða sé með einhver ókláruð viðhaldsverkefni löngu eftir að það flytur inn í nýja íbúð. Það borgar sig að ráðast strax í öll þessi verkefni og afgreiða þau áður en lífið fer aftur í fastar skorður. Helst ætti vinna við heimilið að klárast áður en flutt er inn, en þegar það er ekki í boði borgar sig samt að ganga í þessi mál sem allra fyrst, áður en húsgögn og dót eru um allt og aðrar skyldur byrja að kalla. Takið allt upp úr kössunum eins fljótt og hægt er og ef ykkur langar endilega að mála eitthvað herbergi en hafið ekki orku eða tækifæri til að klára það allt er hægt að stytta sér leið með því að mála bara einn áberandi vegg, það eitt getur gert rosalega mikið fyrir herbergi.
Hús og heimili Húsráð Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Sjá meira