Myndband virðist sýna ökumann Teslu í fastasvefni á 90 kílómetra hraða Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2019 07:56 Ökumaðurinn virðist í það minnsta ekki vera með hugann við aksturinn, ef marka má umrætt myndband. Skjáskot/Twitter Myndband, sem virðist sýna ökumann og farþega Teslu-bifreiðar í fastasvefni á 90 kílómetra hraða, hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga. Hægt er að aka Teslu-bifreiðum með sjálfstýringu en fyrirtækið segir í yfirlýsingu að ökumenn eigi ætíð að vera vel á verði við aksturinn, einnig þegar notast er við sjálfstýringarbúnaðinn. Myndbandið var tekið upp á hraðbraut í grennd við borgina Newton í Massachusetts-ríki í Bandaríkjunum á sunnudag. Dakota Randall, maðurinn á bak við myndavélina, sagði í samtali við sjónvarpsstöðina NBC10 Boston að hann hefði verið í bíl á næstu akrein við umrædda Teslu. Þegar honum varð litið til hliðar sýndist honum sem bæði ökumaður og farþegi bílsins væru sofandi. Randall kvaðst hafa flautað til að reyna að vekja ökumanninn en ekki haft árangur sem erfiði. Hann hafi verið samferða Teslunni í tæpa mínútu áður en hann ók fram úr honum og skildi ökumanninn eftir, sem þá virtist enn sofandi.Myndbandið má sjá í Twitter-færslu NBC hér að neðan.A man says he was driving on an interstate in Massachusetts when he noticed a @Tesla with its driver and passenger both asleep. Details: https://t.co/wwEKYiKTek pic.twitter.com/k0CYVCGyqL— NBC DFW (@NBCDFW) September 10, 2019 Randall tilkynnti atvikið ekki til lögreglu en lögregla í Massachusetts kvaðst þó hafa heyrt af málinu, að því er fram kemur í frétt NBC. Þá er haft eftir talsmanni Teslu að öryggisbúnaður í bifreiðunum minni ökumenn á að vera vakandi og á verði við aksturinn. Búnaðurinn hamli jafnframt notkun á sjálfstýringu þegar ökumaður hunsi slíkar viðvaranir. Bandaríkin Tesla Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Myndband, sem virðist sýna ökumann og farþega Teslu-bifreiðar í fastasvefni á 90 kílómetra hraða, hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga. Hægt er að aka Teslu-bifreiðum með sjálfstýringu en fyrirtækið segir í yfirlýsingu að ökumenn eigi ætíð að vera vel á verði við aksturinn, einnig þegar notast er við sjálfstýringarbúnaðinn. Myndbandið var tekið upp á hraðbraut í grennd við borgina Newton í Massachusetts-ríki í Bandaríkjunum á sunnudag. Dakota Randall, maðurinn á bak við myndavélina, sagði í samtali við sjónvarpsstöðina NBC10 Boston að hann hefði verið í bíl á næstu akrein við umrædda Teslu. Þegar honum varð litið til hliðar sýndist honum sem bæði ökumaður og farþegi bílsins væru sofandi. Randall kvaðst hafa flautað til að reyna að vekja ökumanninn en ekki haft árangur sem erfiði. Hann hafi verið samferða Teslunni í tæpa mínútu áður en hann ók fram úr honum og skildi ökumanninn eftir, sem þá virtist enn sofandi.Myndbandið má sjá í Twitter-færslu NBC hér að neðan.A man says he was driving on an interstate in Massachusetts when he noticed a @Tesla with its driver and passenger both asleep. Details: https://t.co/wwEKYiKTek pic.twitter.com/k0CYVCGyqL— NBC DFW (@NBCDFW) September 10, 2019 Randall tilkynnti atvikið ekki til lögreglu en lögregla í Massachusetts kvaðst þó hafa heyrt af málinu, að því er fram kemur í frétt NBC. Þá er haft eftir talsmanni Teslu að öryggisbúnaður í bifreiðunum minni ökumenn á að vera vakandi og á verði við aksturinn. Búnaðurinn hamli jafnframt notkun á sjálfstýringu þegar ökumaður hunsi slíkar viðvaranir.
Bandaríkin Tesla Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira