Verðandi forseti framkvæmdastjórnar ESB sakaður um að taka upp málflutning öfgahægris Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2019 15:38 Von der Leyen er fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýskalands. Hún tekur við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar 1. nóvember. Vísir/EPA Ursula von der Leyen, verðandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sætir nú gagnrýni eftir að hún tilnefndi stjóra sem á að sjá um að „verja evrópska lífshætti okkar“. Tilnefningin er sögð sótt úr smiðju hægriöfgaafla sem ala á ótta við innflytjendur. Stjórinn á meðal annars að hafa innflytjenda- og öryggismál á sinni könnu. Von der Leyen tilnefndi Margaritis Schinas, grískan fyrrverandi Evrópuþingmann, til að gegna embættinu. Schinas er talsmaður framkvæmdastjórnarinnar og félagi í miðhægriflokknum Nýtt lýðræði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í bréfi von der Leyen til Schinas brýndi hún fyrir honum að evrópskir lífshættir byggist á samstöðu, hugarró og öryggi. „Við verðum að taka á og lina lögmætan ótta og áhyggjur af áhrifum óreglulegs innflytjendastraums á hagkerfi okkar og samfélag,“ skrifaði von der Leyen. Mannréttindasamtökin Amnesty International saka framkvæmdastjórnina um að taka upp málflutning öfgahægrisins með því að tengja innflytjenda- og öryggismál. „Þetta sendir varhugarverð skilaboð,“ tísti Stefan Simanowitz, talsmaður samtakanna.Meet the EU's new Commissioner "for Protecting Our European Way of Life" whose role it will be oversee immigration policy.By using the framing of the far right ("immigrants threaten the European way of life") & by linking migration with security, this sends a worrying message. https://t.co/iDf01SJdmS— Stefan Simanowitz (@StefSimanowitz) September 10, 2019 Ýmsir Evrópuþingmenn taka í svipaðan streng. Sophie in ´t Veld, frjálslyndur Evrópuþingmaður frá Hollandi, lýsti stjórnendastöðunni sem „falsi“. „Sú tenging að Evrópubúar þurfi vernd fyrir annarri menningu er afkáraleg og það ætti að hafna þeirri sögu,“ sagði Veld í yfirlýsingu. Von der Leyen er fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýskalands. Hún tekur við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar af Jean-Claude Juncker 1. nóvember og verður fyrst kvenna til að gegna því. Tilnefndi hún í vikunni 27 manna framkvæmdaráð sitt. Evrópuþingið þarf að staðfesta tilnefningar hennar. Sjálf segir hún að lýsingin á stjórastöðunni hafi verið í stefnuyfirliti sem hún gaf út í júlí. Sagði hún að reisn allra manneskja væri á meðal mikilvægustu gilda Evrópu. Evrópskir lífshættir þýddu að staðinn væri vörður um gildi Evrópu. Evrópusambandið Tengdar fréttir Von der Leyen nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, var kjörin forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. 16. júlí 2019 17:55 Stefnir í jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn ESB Samþykki Evrópurþingið tillögurnar mun hin nýja forystusveit slá met í sögu sambandsins yfir jafnan hlut kynjanna en á listanum eru þrettán konur og fjórtán karlar. 10. september 2019 16:47 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Ursula von der Leyen, verðandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sætir nú gagnrýni eftir að hún tilnefndi stjóra sem á að sjá um að „verja evrópska lífshætti okkar“. Tilnefningin er sögð sótt úr smiðju hægriöfgaafla sem ala á ótta við innflytjendur. Stjórinn á meðal annars að hafa innflytjenda- og öryggismál á sinni könnu. Von der Leyen tilnefndi Margaritis Schinas, grískan fyrrverandi Evrópuþingmann, til að gegna embættinu. Schinas er talsmaður framkvæmdastjórnarinnar og félagi í miðhægriflokknum Nýtt lýðræði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í bréfi von der Leyen til Schinas brýndi hún fyrir honum að evrópskir lífshættir byggist á samstöðu, hugarró og öryggi. „Við verðum að taka á og lina lögmætan ótta og áhyggjur af áhrifum óreglulegs innflytjendastraums á hagkerfi okkar og samfélag,“ skrifaði von der Leyen. Mannréttindasamtökin Amnesty International saka framkvæmdastjórnina um að taka upp málflutning öfgahægrisins með því að tengja innflytjenda- og öryggismál. „Þetta sendir varhugarverð skilaboð,“ tísti Stefan Simanowitz, talsmaður samtakanna.Meet the EU's new Commissioner "for Protecting Our European Way of Life" whose role it will be oversee immigration policy.By using the framing of the far right ("immigrants threaten the European way of life") & by linking migration with security, this sends a worrying message. https://t.co/iDf01SJdmS— Stefan Simanowitz (@StefSimanowitz) September 10, 2019 Ýmsir Evrópuþingmenn taka í svipaðan streng. Sophie in ´t Veld, frjálslyndur Evrópuþingmaður frá Hollandi, lýsti stjórnendastöðunni sem „falsi“. „Sú tenging að Evrópubúar þurfi vernd fyrir annarri menningu er afkáraleg og það ætti að hafna þeirri sögu,“ sagði Veld í yfirlýsingu. Von der Leyen er fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýskalands. Hún tekur við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar af Jean-Claude Juncker 1. nóvember og verður fyrst kvenna til að gegna því. Tilnefndi hún í vikunni 27 manna framkvæmdaráð sitt. Evrópuþingið þarf að staðfesta tilnefningar hennar. Sjálf segir hún að lýsingin á stjórastöðunni hafi verið í stefnuyfirliti sem hún gaf út í júlí. Sagði hún að reisn allra manneskja væri á meðal mikilvægustu gilda Evrópu. Evrópskir lífshættir þýddu að staðinn væri vörður um gildi Evrópu.
Evrópusambandið Tengdar fréttir Von der Leyen nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, var kjörin forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. 16. júlí 2019 17:55 Stefnir í jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn ESB Samþykki Evrópurþingið tillögurnar mun hin nýja forystusveit slá met í sögu sambandsins yfir jafnan hlut kynjanna en á listanum eru þrettán konur og fjórtán karlar. 10. september 2019 16:47 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Von der Leyen nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, var kjörin forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. 16. júlí 2019 17:55
Stefnir í jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn ESB Samþykki Evrópurþingið tillögurnar mun hin nýja forystusveit slá met í sögu sambandsins yfir jafnan hlut kynjanna en á listanum eru þrettán konur og fjórtán karlar. 10. september 2019 16:47
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent