Umhverfisvernd Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. september 2019 07:00 Síðustu ár hefur öflug vakning orðið í náttúruverndarmálum og æ fleiri einstaklingar taka sér nú stöðu með náttúrunni. Ekki veitir af því stöðugt er verið að fórna náttúruperlum. Virkjanahugmyndir á Ströndum eru nýjasta dæmið um skammsýni þeirra virkjanagráðugu. Það er mikilvægt að sem flestir tali máli náttúruverndar og sýni kraft sinn í verki. Þar hafa stjórnmálamenn ríka skyldu. Sumir kæra sig þó ekki um að bera þá skyldu á herðum og kasta henni kæruleysislega frá sér. Þar eru ákveðnir stjórnmálaflokkar sekari en aðrir. Sjálfstæðisflokkurinn verður seint talinn flokkur náttúruverndar – ólíkt öðrum samstarfsflokknum, Vinstri grænum. Þegar umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, vann samkvæmt starfsskyldu sinni og gekk rösklega til verks í friðlýsingum hlaut að heyrast óp úr ranni Sjálfstæðisflokksins. Þingmaðurinn Jón Gunnarsson tók það að sér og sagðist efast um að þingmenn Sjálfstæðisflokksins gætu stutt stjórnarsamstarf þar sem umhverfisráðherra færi fram með þessum hætti. Jón tók fram að hann talaði fyrir hönd fleiri þingmanna flokks síns. Jón Gunnarsson er því ekki sá eini af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem hefur horn í síðu umhverfisráðherra vegna umhyggju hans fyrir náttúru landsins. Sennilega er farið fram á of mikið þegar þess er óskað að þingmenn Sjálfstæðisflokksins vakni til meðvitundar um mikilvægi náttúruverndar. Þeir eru ekki þekktir fyrir ástríðufullan málflutning þegar kemur að verndun náttúruperlna. Í þessu ríkisstjórnarsamstarfi kemur í hlut Vinstri grænna að taka sér stöðu með náttúrunni en um leið getur það kostað ágreining í ríkisstjórnarsamstarfinu. Sjálfstæðismenn eru vanir því, og finnst það reyndar sjálfsagt, að samstarfsflokkar gefi eftir í samstarfi við þá en Vinstri græn geta ekki látið það um sig spyrjast að þau víki af náttúruverndarvaktinni. Þetta ríkisstjórnarsamstarf hefur þegar kostað Vinstri græn æði mikið. Áherslur sem fyrirferðarmiklar voru í stjórnarandstöðu sjást vart lengur. Þannig fer reyndar iðulega fyrir flokkum sem leggja lag sitt við Íhaldið, þeir fórna málstað fyrir ráðherrasæti. En ansi er það nú orðið öfugsnúið ef ekki er rými fyrir öfluga náttúruverndarstefnu í ríkisstjórnarsamstarfi sem Vinstri græn leiða. Ef ætlunin er að fórna þeirri stefnu til að halda frið á stjórnarheimilinu þá er illa komið fyrir flokki sem á tyllidögum hjalar hvað mest um umhverfisvernd. Náttúruverndarsinnar verða að slá skjaldborg um umhverfisráðherra. Í þessu ríkisstjórnarsamstarfi hefur hann stundum virst hikandi, eins og hann óttist viðbrögð Sjálfstæðisflokksins. Þegar hann svo tekur af skarið þá er rík ástæða til að sýna honum stuðning. Það er kominn tími til að rödd náttúrverndarsinna í Vinstri grænum heyrist í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Samstarfi sem fram að þessu hefur aðallega verið á forsendum Sjálfstæðisflokksins. Vinstri græn hljóta að sjá að ástæða er til að breyta þeim áherslum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur öflug vakning orðið í náttúruverndarmálum og æ fleiri einstaklingar taka sér nú stöðu með náttúrunni. Ekki veitir af því stöðugt er verið að fórna náttúruperlum. Virkjanahugmyndir á Ströndum eru nýjasta dæmið um skammsýni þeirra virkjanagráðugu. Það er mikilvægt að sem flestir tali máli náttúruverndar og sýni kraft sinn í verki. Þar hafa stjórnmálamenn ríka skyldu. Sumir kæra sig þó ekki um að bera þá skyldu á herðum og kasta henni kæruleysislega frá sér. Þar eru ákveðnir stjórnmálaflokkar sekari en aðrir. Sjálfstæðisflokkurinn verður seint talinn flokkur náttúruverndar – ólíkt öðrum samstarfsflokknum, Vinstri grænum. Þegar umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, vann samkvæmt starfsskyldu sinni og gekk rösklega til verks í friðlýsingum hlaut að heyrast óp úr ranni Sjálfstæðisflokksins. Þingmaðurinn Jón Gunnarsson tók það að sér og sagðist efast um að þingmenn Sjálfstæðisflokksins gætu stutt stjórnarsamstarf þar sem umhverfisráðherra færi fram með þessum hætti. Jón tók fram að hann talaði fyrir hönd fleiri þingmanna flokks síns. Jón Gunnarsson er því ekki sá eini af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem hefur horn í síðu umhverfisráðherra vegna umhyggju hans fyrir náttúru landsins. Sennilega er farið fram á of mikið þegar þess er óskað að þingmenn Sjálfstæðisflokksins vakni til meðvitundar um mikilvægi náttúruverndar. Þeir eru ekki þekktir fyrir ástríðufullan málflutning þegar kemur að verndun náttúruperlna. Í þessu ríkisstjórnarsamstarfi kemur í hlut Vinstri grænna að taka sér stöðu með náttúrunni en um leið getur það kostað ágreining í ríkisstjórnarsamstarfinu. Sjálfstæðismenn eru vanir því, og finnst það reyndar sjálfsagt, að samstarfsflokkar gefi eftir í samstarfi við þá en Vinstri græn geta ekki látið það um sig spyrjast að þau víki af náttúruverndarvaktinni. Þetta ríkisstjórnarsamstarf hefur þegar kostað Vinstri græn æði mikið. Áherslur sem fyrirferðarmiklar voru í stjórnarandstöðu sjást vart lengur. Þannig fer reyndar iðulega fyrir flokkum sem leggja lag sitt við Íhaldið, þeir fórna málstað fyrir ráðherrasæti. En ansi er það nú orðið öfugsnúið ef ekki er rými fyrir öfluga náttúruverndarstefnu í ríkisstjórnarsamstarfi sem Vinstri græn leiða. Ef ætlunin er að fórna þeirri stefnu til að halda frið á stjórnarheimilinu þá er illa komið fyrir flokki sem á tyllidögum hjalar hvað mest um umhverfisvernd. Náttúruverndarsinnar verða að slá skjaldborg um umhverfisráðherra. Í þessu ríkisstjórnarsamstarfi hefur hann stundum virst hikandi, eins og hann óttist viðbrögð Sjálfstæðisflokksins. Þegar hann svo tekur af skarið þá er rík ástæða til að sýna honum stuðning. Það er kominn tími til að rödd náttúrverndarsinna í Vinstri grænum heyrist í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Samstarfi sem fram að þessu hefur aðallega verið á forsendum Sjálfstæðisflokksins. Vinstri græn hljóta að sjá að ástæða er til að breyta þeim áherslum.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun