Snákagryfjan Arnar Tómas Valgeirsson skrifar 12. september 2019 07:15 Ég vann einu sinni sem leiðsögumaður. Verkefni mín fólust í að leiða stóreygða Bandaríkjamenn með áletraðar derhúfur um götur Reykjavíkur og kynna fyrir þeim það sem Ísland hefur upp á að bjóða. Það var gaman að fá að mæla með öllu því frábæra sem hægt er að gera, enda er af nægu að taka þegar kemur að mat, drykk og afþreyingu. Það þurfti ekki að vara við mörgu, enda er Reykjavík býsna öruggur staður fyrir ferðamann. Það eru engir úlfar í Kirkjugarðinum eða raðmorðingi í Grjótaþorpinu eftir því sem ég best veit. Varúðarorðin voru alltaf einfaldlega þessi: Ekki versla í 10-11. Íslendingar hafa alltaf umborið 10-11 af ákveðinni gremju. Verðin eru himinhá, en þegar þú þarft nauðsynlega að fá Beikon-bugður á næturnar er ekki um margt annað að velja. Eða þannig var það allavega. Í dag eru þó nokkrar verslanir opnar allan sólarhringinn sem rukka þig ekki um hvítuna úr auganu fyrir samloku og djús. Sérstaða 10-11 hefur því átt undir högg að sækja og hefur mörgum útibúum nýverið verið lokað, en móðurskipið í miðbænum stendur enn. Nýlega var ég á vappi í miðbænum að morgni til með óbilandi löngun í eina kók. Ég sannfærði sjálfan mig um að það hlyti að vera í lagi að láta okra á sér einstöku sinnum og steig skjálfandi inn í snákagryfjuna við Austurstræti. Ég var hins vegar ekki lengi að flýja þegar ég sá að verðmiðinn á hálfs lítra flösku hljómaði upp á einar 489 krónur, en til samanburðar er hægt að fá tveggja lítra flösku á Domino’s á 420 krónur. Ég bíð spenntur eftir því að þetta graftarkýli á annars fallegri andlitsmynd miðbæjarins springi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Tómas Valgeirsson Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun
Ég vann einu sinni sem leiðsögumaður. Verkefni mín fólust í að leiða stóreygða Bandaríkjamenn með áletraðar derhúfur um götur Reykjavíkur og kynna fyrir þeim það sem Ísland hefur upp á að bjóða. Það var gaman að fá að mæla með öllu því frábæra sem hægt er að gera, enda er af nægu að taka þegar kemur að mat, drykk og afþreyingu. Það þurfti ekki að vara við mörgu, enda er Reykjavík býsna öruggur staður fyrir ferðamann. Það eru engir úlfar í Kirkjugarðinum eða raðmorðingi í Grjótaþorpinu eftir því sem ég best veit. Varúðarorðin voru alltaf einfaldlega þessi: Ekki versla í 10-11. Íslendingar hafa alltaf umborið 10-11 af ákveðinni gremju. Verðin eru himinhá, en þegar þú þarft nauðsynlega að fá Beikon-bugður á næturnar er ekki um margt annað að velja. Eða þannig var það allavega. Í dag eru þó nokkrar verslanir opnar allan sólarhringinn sem rukka þig ekki um hvítuna úr auganu fyrir samloku og djús. Sérstaða 10-11 hefur því átt undir högg að sækja og hefur mörgum útibúum nýverið verið lokað, en móðurskipið í miðbænum stendur enn. Nýlega var ég á vappi í miðbænum að morgni til með óbilandi löngun í eina kók. Ég sannfærði sjálfan mig um að það hlyti að vera í lagi að láta okra á sér einstöku sinnum og steig skjálfandi inn í snákagryfjuna við Austurstræti. Ég var hins vegar ekki lengi að flýja þegar ég sá að verðmiðinn á hálfs lítra flösku hljómaði upp á einar 489 krónur, en til samanburðar er hægt að fá tveggja lítra flösku á Domino’s á 420 krónur. Ég bíð spenntur eftir því að þetta graftarkýli á annars fallegri andlitsmynd miðbæjarins springi.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun