Ný þáttaröð um sigurgöngu Aegon nálgast framleiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2019 23:22 Þættirnir eru sagðir fjalla um forfeður Jon og Dany í Westeros. Vísir/HBO HBO er nálægt því að samþykkja gerð prufuþáttar nýrrar þáttaraðar úr söguheimi Game of Thrones. Nú þegar er búið að gera prufuþátt fyrir þáttaröð sem á að gerast um átta þúsund árum fyrir sögu Game of Thrones og fjalla meðal annars um uppruna Næturkonungsins en sú nýja á að gerast um 300 árum áður. Samkvæmt Hollywood Reporter eiga þættirnir að fjalla um Tagaryen ættina og þar á meðal um sigurgöngu Aegon Targaryen um Westeros.Þá segja heimildarmenn Deadline að þáttaröðin muni byggja á nýrri bók George R.R. Martin sem kallast Fire & Blood og fjallar sérstaklega um Targaryen ættina. GRRM sjálfur og Ryan Condal skrifa handrit prufuþáttarins.Eins og allir eiga að vita, þá sigraði Aegon Targaryen alla konunga Westeros og stofnaði nýtt konungsríki sem afkomendur hans stýrðu í 300 ár. Auk þess að skrifa Blood & Fire hefur GRRM skrifað mikið um þessi 300 ár og er óhætt að segja að þar megi finna mikið af áhugaverðum sögum. Þar á meðal er styrjöld á milli meðlima Targaryen ættarinnar sem kallast Dance of Dragons. Ný þáttaröð um það stríð var til skoðunar hjá HBO en hætt var við framleiðslu hennar. Sú saga fellur inn í þessa þáttaröð sem um ræðir. Hver sería gæti fjallað um mismunandi tímabil í Westeros. Sú fyrsta um Aegon og systur/eiginkonur hans, önnur um Dance of Dragons og jafnvel önnur til viðbótar um uppreisn Robert Baratheon gegn Targaryen ættinni, þó GRRM hafi lýst því yfir að hann hafi ekki mikinn áhuga á því. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Tökur nýrra þátta hefjast á Kanaríeyjum í vor Nýir Game of Thrones þættir, sem hafa enn ekki fengið opinbert nafn, verða teknir upp á Kanaríeyjum og í Norður-Írlandi. 8. janúar 2019 08:51 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
HBO er nálægt því að samþykkja gerð prufuþáttar nýrrar þáttaraðar úr söguheimi Game of Thrones. Nú þegar er búið að gera prufuþátt fyrir þáttaröð sem á að gerast um átta þúsund árum fyrir sögu Game of Thrones og fjalla meðal annars um uppruna Næturkonungsins en sú nýja á að gerast um 300 árum áður. Samkvæmt Hollywood Reporter eiga þættirnir að fjalla um Tagaryen ættina og þar á meðal um sigurgöngu Aegon Targaryen um Westeros.Þá segja heimildarmenn Deadline að þáttaröðin muni byggja á nýrri bók George R.R. Martin sem kallast Fire & Blood og fjallar sérstaklega um Targaryen ættina. GRRM sjálfur og Ryan Condal skrifa handrit prufuþáttarins.Eins og allir eiga að vita, þá sigraði Aegon Targaryen alla konunga Westeros og stofnaði nýtt konungsríki sem afkomendur hans stýrðu í 300 ár. Auk þess að skrifa Blood & Fire hefur GRRM skrifað mikið um þessi 300 ár og er óhætt að segja að þar megi finna mikið af áhugaverðum sögum. Þar á meðal er styrjöld á milli meðlima Targaryen ættarinnar sem kallast Dance of Dragons. Ný þáttaröð um það stríð var til skoðunar hjá HBO en hætt var við framleiðslu hennar. Sú saga fellur inn í þessa þáttaröð sem um ræðir. Hver sería gæti fjallað um mismunandi tímabil í Westeros. Sú fyrsta um Aegon og systur/eiginkonur hans, önnur um Dance of Dragons og jafnvel önnur til viðbótar um uppreisn Robert Baratheon gegn Targaryen ættinni, þó GRRM hafi lýst því yfir að hann hafi ekki mikinn áhuga á því.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Tökur nýrra þátta hefjast á Kanaríeyjum í vor Nýir Game of Thrones þættir, sem hafa enn ekki fengið opinbert nafn, verða teknir upp á Kanaríeyjum og í Norður-Írlandi. 8. janúar 2019 08:51 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Tökur nýrra þátta hefjast á Kanaríeyjum í vor Nýir Game of Thrones þættir, sem hafa enn ekki fengið opinbert nafn, verða teknir upp á Kanaríeyjum og í Norður-Írlandi. 8. janúar 2019 08:51