Landsátak í söfnun birkifræja: Landsmenn láti gott af sér leiða Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. september 2019 12:45 Landgræðsla ríkisins, Hekluskógar og Olís standa að landsátakinu. fréttablaðið/Daníel Rúnarsson Landsmenn eru hvattir til að nota haustið til að fara út og safna birkifræjum af birkitrjám og taka þannig þátt í að auka birkiskóga á Íslandi og binda þar með kolefni í andrúmsloftinu. Landgræðslan, Olís og Hekluskógar standa nú fyrir landssöfnun á birkifræjum. Söfnunin er liður í verkefni sem snýr að endurheimt birkiskóga, en þeir eru mjög mikilvægur þáttur í uppgræðslu lands og kolefnisbindingu. „Það sem er í rauninni verið að gera er að byggja upp birkiskógana aftur en þeir eru ekki svipur hjá sjón frá því sem þeir eitt sin voru. Birki gegnir mörgum hlutverkum og þarna sjá menn fyrir sér ódýra aðferð til að rækta skóg og skila þá sínu í kolefnisátaki og bindingu kolefnis,“ segir Guðmundur Halldórsson, rannsóknastjóri hjá Landgræðslu ríkisins. Guðmundur segir að um landsátak sé að ræða. „Já, þessi mál ganga ekkert nema að landsmenn séu með. Það sem við sjáum við birkið er að það er auðvelt fyrir fólk að taka þátt og á góðum degi er þetta skemmtileg útivist með fjölskyldunni að fara og týna fræ.“ Hægt er að fá söfnunarpoka undir fræið á Olísstöðvum um allt land og stöðvarnar taka við pokunum að söfnun lokinni. Á pokunum, sem eru úr pappír, eru prentaðar upplýsingar um það hvernig best er að safna fræjum. Vorið 2020 verður fræjunum dreift víða um land. Guðmundur segir að allir geti tekið þátt í þessu skemmtilega verkefni. „Ég hef verið með hópum sem gera þetta, það er mikil gleði og ánægja og þetta eru alltaf skemmtilegir útivistardagar, það finnst öllum notalegt að láta svona gott af sér leiða. Þetta er rosalega gott hópefli og fjölskylduskemmtun. Þetta er líka fyrir vinnustaði, fyrir félagasamtök, Rótarý, Lions eða einhver slík félagasamtök, að njóta góðs dags að hausti og taka þátt í svona átaki,“ segir Guðmundur.Heimasíða verkefnisins Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Landsmenn eru hvattir til að nota haustið til að fara út og safna birkifræjum af birkitrjám og taka þannig þátt í að auka birkiskóga á Íslandi og binda þar með kolefni í andrúmsloftinu. Landgræðslan, Olís og Hekluskógar standa nú fyrir landssöfnun á birkifræjum. Söfnunin er liður í verkefni sem snýr að endurheimt birkiskóga, en þeir eru mjög mikilvægur þáttur í uppgræðslu lands og kolefnisbindingu. „Það sem er í rauninni verið að gera er að byggja upp birkiskógana aftur en þeir eru ekki svipur hjá sjón frá því sem þeir eitt sin voru. Birki gegnir mörgum hlutverkum og þarna sjá menn fyrir sér ódýra aðferð til að rækta skóg og skila þá sínu í kolefnisátaki og bindingu kolefnis,“ segir Guðmundur Halldórsson, rannsóknastjóri hjá Landgræðslu ríkisins. Guðmundur segir að um landsátak sé að ræða. „Já, þessi mál ganga ekkert nema að landsmenn séu með. Það sem við sjáum við birkið er að það er auðvelt fyrir fólk að taka þátt og á góðum degi er þetta skemmtileg útivist með fjölskyldunni að fara og týna fræ.“ Hægt er að fá söfnunarpoka undir fræið á Olísstöðvum um allt land og stöðvarnar taka við pokunum að söfnun lokinni. Á pokunum, sem eru úr pappír, eru prentaðar upplýsingar um það hvernig best er að safna fræjum. Vorið 2020 verður fræjunum dreift víða um land. Guðmundur segir að allir geti tekið þátt í þessu skemmtilega verkefni. „Ég hef verið með hópum sem gera þetta, það er mikil gleði og ánægja og þetta eru alltaf skemmtilegir útivistardagar, það finnst öllum notalegt að láta svona gott af sér leiða. Þetta er rosalega gott hópefli og fjölskylduskemmtun. Þetta er líka fyrir vinnustaði, fyrir félagasamtök, Rótarý, Lions eða einhver slík félagasamtök, að njóta góðs dags að hausti og taka þátt í svona átaki,“ segir Guðmundur.Heimasíða verkefnisins
Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira