Spænsku stórliðin gætu sótt sér stjörnuleikmenn á lokadegi gluggans á Spáni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2019 07:00 Paul Pogba og Neymar á góðri stundu. Getty/Alexander Hassenstein Paul Pogba, Neymar og Christian Eriksen hafa allir verið orðaðir við spænsk félög í allt sumar og í dag er síðasti möguleikinn fyrir spænsku stórliðin að sækja þessa stórstjörnur. Félagsskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni lokaði fyrir fyrsta leik en fjórða umferðin kláraðist um helgina. Glugginn hjá restinni af Evrópu lokar aftur á móti ekki fyrr en í dag. Það er því ekki útilokað að lið eins og Barcelona eða Real Madrid styrki sem með einhverjum stórstjörnum en bæði lið hafa verið að hiksta í upphafi leiktíðar.Could it be a busy Monday? The #LaLiga deadline day deals to look out for https://t.co/8WEkbwBXHPpic.twitter.com/SGae7BQ8Ln — BBC Sport (@BBCSport) September 1, 2019Stærsta saga síðustu vikna hefur verið óvissan með framtíð Neymar hjá Paris Saint Germain og fréttir af allskonar tilboðum Barcelona til að endurheimta Brasilíumanninn. Neymar vill fara aftur til Barcelona og Barcelona vill fá hann. PSG keypti hann hins vegar á sínum tíma fyrir fáránlega háa upphæð og ætlar ekki að gefa mikinn afslátt. Barcelona hefur verið að bjóða mikinn pening og leikmenn með í kaupunum en samningar hafa enn ekki náðst. Glugginn lokar klukkan 22.00 að íslenskum tíma og eflaust verða frekari hræringar í dag. Önnur saga sumarsins snýr að Paul Pogba hjá Manchester United og miklum áhuga Zinedine Zidane að fá hann til Real Madrid. Zidane ýjaði að því um helgina að það væri enn möguleiki á einni eða tveimur bombum hjá Real Madrid í dag en félagið hefur þegar eytt miklum peningi í sumarglugganum. Það kemur líka til greina hjá Real Madrid að kaupa Christian Eriksen frá Tottenham eða Donny van de Beek frá Ajax. Miðjumennirnir Mateo Kovacic (til Chelsea), Dani Ceballos (Arsenal) og Marcos Llorente (Atletico Madrid) eru ekki lengur með liðinu og þá er Luka Modric orðinn 34 ára gamall. Zidane veit því að hann þarf að styrkja miðju liðsins. Atletico Madrid og Sevilla hafa bæði byrjar spænsku deildina betur en Real Madrid og Barcelona og það er búist við því að þau gætu bæði styrkt sig framarlega á vellinum. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Paul Pogba, Neymar og Christian Eriksen hafa allir verið orðaðir við spænsk félög í allt sumar og í dag er síðasti möguleikinn fyrir spænsku stórliðin að sækja þessa stórstjörnur. Félagsskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni lokaði fyrir fyrsta leik en fjórða umferðin kláraðist um helgina. Glugginn hjá restinni af Evrópu lokar aftur á móti ekki fyrr en í dag. Það er því ekki útilokað að lið eins og Barcelona eða Real Madrid styrki sem með einhverjum stórstjörnum en bæði lið hafa verið að hiksta í upphafi leiktíðar.Could it be a busy Monday? The #LaLiga deadline day deals to look out for https://t.co/8WEkbwBXHPpic.twitter.com/SGae7BQ8Ln — BBC Sport (@BBCSport) September 1, 2019Stærsta saga síðustu vikna hefur verið óvissan með framtíð Neymar hjá Paris Saint Germain og fréttir af allskonar tilboðum Barcelona til að endurheimta Brasilíumanninn. Neymar vill fara aftur til Barcelona og Barcelona vill fá hann. PSG keypti hann hins vegar á sínum tíma fyrir fáránlega háa upphæð og ætlar ekki að gefa mikinn afslátt. Barcelona hefur verið að bjóða mikinn pening og leikmenn með í kaupunum en samningar hafa enn ekki náðst. Glugginn lokar klukkan 22.00 að íslenskum tíma og eflaust verða frekari hræringar í dag. Önnur saga sumarsins snýr að Paul Pogba hjá Manchester United og miklum áhuga Zinedine Zidane að fá hann til Real Madrid. Zidane ýjaði að því um helgina að það væri enn möguleiki á einni eða tveimur bombum hjá Real Madrid í dag en félagið hefur þegar eytt miklum peningi í sumarglugganum. Það kemur líka til greina hjá Real Madrid að kaupa Christian Eriksen frá Tottenham eða Donny van de Beek frá Ajax. Miðjumennirnir Mateo Kovacic (til Chelsea), Dani Ceballos (Arsenal) og Marcos Llorente (Atletico Madrid) eru ekki lengur með liðinu og þá er Luka Modric orðinn 34 ára gamall. Zidane veit því að hann þarf að styrkja miðju liðsins. Atletico Madrid og Sevilla hafa bæði byrjar spænsku deildina betur en Real Madrid og Barcelona og það er búist við því að þau gætu bæði styrkt sig framarlega á vellinum.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn