Metnaðarfullir KA-menn safna fyrir nýjum búnaði eftir bíræfinn þjófnað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. september 2019 13:59 Metnaður einkennir útsendingar KA-TV Mynd/KA-TV Stuðningsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar, KA, um land allt urðu fyrir áfalli í sumar þegar græjunum sem KA-TV hefur notað til að sýna frá leikjum félagsins í öllum íþróttagreinum félagsins var stolið. Ekkert bólar á búnaðinum og nú hefur félagið hafið söfnun svo kaupa megi nýja græjur.KA-TV hefur vakið töluverða athygli á undanförnum árum fyrir metnaðarfullar útsendingar, ekki síst í handboltanum þar sem félagið sýnir frá öllum leikjum karlaliðs KA og kvennaliðs KA/Þór, sem ekki eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Félagið hefur á undanförnum árum bætt við sig búnaði svo sýna megi frá leikjunum en þann 30. júlí síðastliðinn dundi áfallið yfir. Brotist var inn í bíl markaðs- og viðburðastjóra KA og búnaði upp á rúmlega hálfa milljón hnuplað.„Við erum með svolítið stórt teymi sem kemur að þessu, allt í sjálfboðavinnu. Þannig að þetta er vægast sagt áfall að lenda í þessu,“ segir Ágúst Stefánsson, markaðs- og viðburðastjóri KA, í samtali við Vísi.Þjófarnir tóku með sér Canon XA20 myndavél, Lenovo Legion Y520 fartölvu og Elgato Game Capture HD60S upptökukort, nauðsynlegan búnaður til þess að hægt sé að sýna frá leikjum KA. Ekkert bólar á græjunum.Búnaðurinn virðist horfinn fyrir fullt og allt Ágúst segir að fartölvustuldurinn svíði sérstaklega, enda hafi félagið nýverið fest kaup á tölvunni, fyrir fjármuni sem söfnuðust frá dyggum stuðningsmönnum KA. „Við töluðum að sjálfsögðu við lögregluna og hún náttúrulega hefur gert það sem hún getur. Á sama tíma hafa einhverjir verið að spyrjast fyrir hjá þeim sem þekkja glæpagengi en það hefur ekki skilað neinu. Ég held að því miður sé það klárt að við fáum þetta ekki til baka úr þessu,“ segir Ágúst sem kom að opinni hurð á bílnum sínum þann 30. júlí. „Hann var læstur. Það var sjokkerandi að koma að honum og þá var ein hurðin bara aðeins opin. Þetta hafa greinilega verið fagmenn að störfum því að það sá ekki á bílnum að hurðin hafi verið spennt upp,“ segir Ágúst. Þá hafi KA-menn fylgst grannt með sölusíðum á netinu í von um að búnaðurinn myndi dúkka upp þar, en ekkert hefur látið sjá sig. Ágúst reiknar með að félagið muni fá einhverja fjármuni úr tryggingum vegna þjófnaðarins en telur líklegt að það muni ekki duga til að dekka kostnað við að kaupa nýjar græjur.Ágúst Stefánsson að störfum fyrir KA-TV.Mynd/KA-TVÞakklátt sjálfboðaliðastarf Það styttist óðum í að Olís-deildirnar í handbolta hefjist en þann 14. og 15. september fara fram fyrstu heimaleikir karlaliðs KA og kvennaliðs KA/Þórs. Ágúst segir að það komi ekki annað til greina en að sýna frá þeim á vegum KA-TV. Gamla fartölvan sé enn þá til staðar og fengin verði lánsvél, ef ekki verði búið að kaupa nýja vél.Ljóst er þó að nýr búnaður verður dýr og því hefur KA hafið söfnun þar sem hægt er að styrkja félagið til að kaupa nýjan búnað fyrir KA-TV með frjálsum framlögum. Ágúst segir að KA-TV muni koma enn sterkara til baka eftir þetta áfall, enda finni aðstandur þess fyrir því að framtakinu sé vel tekið.„Við höfum fengið svo svakalega mikið hrós í gegnum tíðina. Ég gleymi því aldrei þegar kona sem var orðinn mikill sjúklingur hafði samband við okkur. Hún hafði fylgst með öllum leikjum KA, hvort sem það var í fótbolta, handbolta eða blaki. Hún sagði að þetta hafi bara algjörlega bjargað sér þegar hún lá bara í rúminu og gat ekki gert neitt að geta fylgst með öllum leikjum,“ segir Ágúst að lokum.Upplýsingar um styrktareikninginn má nálgast hér að neðan:Reikningsnúmer: 0162-15-383220Kennitala: 700169-4219 Akureyri Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Stuðningsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar, KA, um land allt urðu fyrir áfalli í sumar þegar græjunum sem KA-TV hefur notað til að sýna frá leikjum félagsins í öllum íþróttagreinum félagsins var stolið. Ekkert bólar á búnaðinum og nú hefur félagið hafið söfnun svo kaupa megi nýja græjur.KA-TV hefur vakið töluverða athygli á undanförnum árum fyrir metnaðarfullar útsendingar, ekki síst í handboltanum þar sem félagið sýnir frá öllum leikjum karlaliðs KA og kvennaliðs KA/Þór, sem ekki eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Félagið hefur á undanförnum árum bætt við sig búnaði svo sýna megi frá leikjunum en þann 30. júlí síðastliðinn dundi áfallið yfir. Brotist var inn í bíl markaðs- og viðburðastjóra KA og búnaði upp á rúmlega hálfa milljón hnuplað.„Við erum með svolítið stórt teymi sem kemur að þessu, allt í sjálfboðavinnu. Þannig að þetta er vægast sagt áfall að lenda í þessu,“ segir Ágúst Stefánsson, markaðs- og viðburðastjóri KA, í samtali við Vísi.Þjófarnir tóku með sér Canon XA20 myndavél, Lenovo Legion Y520 fartölvu og Elgato Game Capture HD60S upptökukort, nauðsynlegan búnaður til þess að hægt sé að sýna frá leikjum KA. Ekkert bólar á græjunum.Búnaðurinn virðist horfinn fyrir fullt og allt Ágúst segir að fartölvustuldurinn svíði sérstaklega, enda hafi félagið nýverið fest kaup á tölvunni, fyrir fjármuni sem söfnuðust frá dyggum stuðningsmönnum KA. „Við töluðum að sjálfsögðu við lögregluna og hún náttúrulega hefur gert það sem hún getur. Á sama tíma hafa einhverjir verið að spyrjast fyrir hjá þeim sem þekkja glæpagengi en það hefur ekki skilað neinu. Ég held að því miður sé það klárt að við fáum þetta ekki til baka úr þessu,“ segir Ágúst sem kom að opinni hurð á bílnum sínum þann 30. júlí. „Hann var læstur. Það var sjokkerandi að koma að honum og þá var ein hurðin bara aðeins opin. Þetta hafa greinilega verið fagmenn að störfum því að það sá ekki á bílnum að hurðin hafi verið spennt upp,“ segir Ágúst. Þá hafi KA-menn fylgst grannt með sölusíðum á netinu í von um að búnaðurinn myndi dúkka upp þar, en ekkert hefur látið sjá sig. Ágúst reiknar með að félagið muni fá einhverja fjármuni úr tryggingum vegna þjófnaðarins en telur líklegt að það muni ekki duga til að dekka kostnað við að kaupa nýjar græjur.Ágúst Stefánsson að störfum fyrir KA-TV.Mynd/KA-TVÞakklátt sjálfboðaliðastarf Það styttist óðum í að Olís-deildirnar í handbolta hefjist en þann 14. og 15. september fara fram fyrstu heimaleikir karlaliðs KA og kvennaliðs KA/Þórs. Ágúst segir að það komi ekki annað til greina en að sýna frá þeim á vegum KA-TV. Gamla fartölvan sé enn þá til staðar og fengin verði lánsvél, ef ekki verði búið að kaupa nýja vél.Ljóst er þó að nýr búnaður verður dýr og því hefur KA hafið söfnun þar sem hægt er að styrkja félagið til að kaupa nýjan búnað fyrir KA-TV með frjálsum framlögum. Ágúst segir að KA-TV muni koma enn sterkara til baka eftir þetta áfall, enda finni aðstandur þess fyrir því að framtakinu sé vel tekið.„Við höfum fengið svo svakalega mikið hrós í gegnum tíðina. Ég gleymi því aldrei þegar kona sem var orðinn mikill sjúklingur hafði samband við okkur. Hún hafði fylgst með öllum leikjum KA, hvort sem það var í fótbolta, handbolta eða blaki. Hún sagði að þetta hafi bara algjörlega bjargað sér þegar hún lá bara í rúminu og gat ekki gert neitt að geta fylgst með öllum leikjum,“ segir Ágúst að lokum.Upplýsingar um styrktareikninginn má nálgast hér að neðan:Reikningsnúmer: 0162-15-383220Kennitala: 700169-4219
Akureyri Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira