Metnaðarfullir KA-menn safna fyrir nýjum búnaði eftir bíræfinn þjófnað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. september 2019 13:59 Metnaður einkennir útsendingar KA-TV Mynd/KA-TV Stuðningsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar, KA, um land allt urðu fyrir áfalli í sumar þegar græjunum sem KA-TV hefur notað til að sýna frá leikjum félagsins í öllum íþróttagreinum félagsins var stolið. Ekkert bólar á búnaðinum og nú hefur félagið hafið söfnun svo kaupa megi nýja græjur.KA-TV hefur vakið töluverða athygli á undanförnum árum fyrir metnaðarfullar útsendingar, ekki síst í handboltanum þar sem félagið sýnir frá öllum leikjum karlaliðs KA og kvennaliðs KA/Þór, sem ekki eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Félagið hefur á undanförnum árum bætt við sig búnaði svo sýna megi frá leikjunum en þann 30. júlí síðastliðinn dundi áfallið yfir. Brotist var inn í bíl markaðs- og viðburðastjóra KA og búnaði upp á rúmlega hálfa milljón hnuplað.„Við erum með svolítið stórt teymi sem kemur að þessu, allt í sjálfboðavinnu. Þannig að þetta er vægast sagt áfall að lenda í þessu,“ segir Ágúst Stefánsson, markaðs- og viðburðastjóri KA, í samtali við Vísi.Þjófarnir tóku með sér Canon XA20 myndavél, Lenovo Legion Y520 fartölvu og Elgato Game Capture HD60S upptökukort, nauðsynlegan búnaður til þess að hægt sé að sýna frá leikjum KA. Ekkert bólar á græjunum.Búnaðurinn virðist horfinn fyrir fullt og allt Ágúst segir að fartölvustuldurinn svíði sérstaklega, enda hafi félagið nýverið fest kaup á tölvunni, fyrir fjármuni sem söfnuðust frá dyggum stuðningsmönnum KA. „Við töluðum að sjálfsögðu við lögregluna og hún náttúrulega hefur gert það sem hún getur. Á sama tíma hafa einhverjir verið að spyrjast fyrir hjá þeim sem þekkja glæpagengi en það hefur ekki skilað neinu. Ég held að því miður sé það klárt að við fáum þetta ekki til baka úr þessu,“ segir Ágúst sem kom að opinni hurð á bílnum sínum þann 30. júlí. „Hann var læstur. Það var sjokkerandi að koma að honum og þá var ein hurðin bara aðeins opin. Þetta hafa greinilega verið fagmenn að störfum því að það sá ekki á bílnum að hurðin hafi verið spennt upp,“ segir Ágúst. Þá hafi KA-menn fylgst grannt með sölusíðum á netinu í von um að búnaðurinn myndi dúkka upp þar, en ekkert hefur látið sjá sig. Ágúst reiknar með að félagið muni fá einhverja fjármuni úr tryggingum vegna þjófnaðarins en telur líklegt að það muni ekki duga til að dekka kostnað við að kaupa nýjar græjur.Ágúst Stefánsson að störfum fyrir KA-TV.Mynd/KA-TVÞakklátt sjálfboðaliðastarf Það styttist óðum í að Olís-deildirnar í handbolta hefjist en þann 14. og 15. september fara fram fyrstu heimaleikir karlaliðs KA og kvennaliðs KA/Þórs. Ágúst segir að það komi ekki annað til greina en að sýna frá þeim á vegum KA-TV. Gamla fartölvan sé enn þá til staðar og fengin verði lánsvél, ef ekki verði búið að kaupa nýja vél.Ljóst er þó að nýr búnaður verður dýr og því hefur KA hafið söfnun þar sem hægt er að styrkja félagið til að kaupa nýjan búnað fyrir KA-TV með frjálsum framlögum. Ágúst segir að KA-TV muni koma enn sterkara til baka eftir þetta áfall, enda finni aðstandur þess fyrir því að framtakinu sé vel tekið.„Við höfum fengið svo svakalega mikið hrós í gegnum tíðina. Ég gleymi því aldrei þegar kona sem var orðinn mikill sjúklingur hafði samband við okkur. Hún hafði fylgst með öllum leikjum KA, hvort sem það var í fótbolta, handbolta eða blaki. Hún sagði að þetta hafi bara algjörlega bjargað sér þegar hún lá bara í rúminu og gat ekki gert neitt að geta fylgst með öllum leikjum,“ segir Ágúst að lokum.Upplýsingar um styrktareikninginn má nálgast hér að neðan:Reikningsnúmer: 0162-15-383220Kennitala: 700169-4219 Akureyri Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Stuðningsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar, KA, um land allt urðu fyrir áfalli í sumar þegar græjunum sem KA-TV hefur notað til að sýna frá leikjum félagsins í öllum íþróttagreinum félagsins var stolið. Ekkert bólar á búnaðinum og nú hefur félagið hafið söfnun svo kaupa megi nýja græjur.KA-TV hefur vakið töluverða athygli á undanförnum árum fyrir metnaðarfullar útsendingar, ekki síst í handboltanum þar sem félagið sýnir frá öllum leikjum karlaliðs KA og kvennaliðs KA/Þór, sem ekki eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Félagið hefur á undanförnum árum bætt við sig búnaði svo sýna megi frá leikjunum en þann 30. júlí síðastliðinn dundi áfallið yfir. Brotist var inn í bíl markaðs- og viðburðastjóra KA og búnaði upp á rúmlega hálfa milljón hnuplað.„Við erum með svolítið stórt teymi sem kemur að þessu, allt í sjálfboðavinnu. Þannig að þetta er vægast sagt áfall að lenda í þessu,“ segir Ágúst Stefánsson, markaðs- og viðburðastjóri KA, í samtali við Vísi.Þjófarnir tóku með sér Canon XA20 myndavél, Lenovo Legion Y520 fartölvu og Elgato Game Capture HD60S upptökukort, nauðsynlegan búnaður til þess að hægt sé að sýna frá leikjum KA. Ekkert bólar á græjunum.Búnaðurinn virðist horfinn fyrir fullt og allt Ágúst segir að fartölvustuldurinn svíði sérstaklega, enda hafi félagið nýverið fest kaup á tölvunni, fyrir fjármuni sem söfnuðust frá dyggum stuðningsmönnum KA. „Við töluðum að sjálfsögðu við lögregluna og hún náttúrulega hefur gert það sem hún getur. Á sama tíma hafa einhverjir verið að spyrjast fyrir hjá þeim sem þekkja glæpagengi en það hefur ekki skilað neinu. Ég held að því miður sé það klárt að við fáum þetta ekki til baka úr þessu,“ segir Ágúst sem kom að opinni hurð á bílnum sínum þann 30. júlí. „Hann var læstur. Það var sjokkerandi að koma að honum og þá var ein hurðin bara aðeins opin. Þetta hafa greinilega verið fagmenn að störfum því að það sá ekki á bílnum að hurðin hafi verið spennt upp,“ segir Ágúst. Þá hafi KA-menn fylgst grannt með sölusíðum á netinu í von um að búnaðurinn myndi dúkka upp þar, en ekkert hefur látið sjá sig. Ágúst reiknar með að félagið muni fá einhverja fjármuni úr tryggingum vegna þjófnaðarins en telur líklegt að það muni ekki duga til að dekka kostnað við að kaupa nýjar græjur.Ágúst Stefánsson að störfum fyrir KA-TV.Mynd/KA-TVÞakklátt sjálfboðaliðastarf Það styttist óðum í að Olís-deildirnar í handbolta hefjist en þann 14. og 15. september fara fram fyrstu heimaleikir karlaliðs KA og kvennaliðs KA/Þórs. Ágúst segir að það komi ekki annað til greina en að sýna frá þeim á vegum KA-TV. Gamla fartölvan sé enn þá til staðar og fengin verði lánsvél, ef ekki verði búið að kaupa nýja vél.Ljóst er þó að nýr búnaður verður dýr og því hefur KA hafið söfnun þar sem hægt er að styrkja félagið til að kaupa nýjan búnað fyrir KA-TV með frjálsum framlögum. Ágúst segir að KA-TV muni koma enn sterkara til baka eftir þetta áfall, enda finni aðstandur þess fyrir því að framtakinu sé vel tekið.„Við höfum fengið svo svakalega mikið hrós í gegnum tíðina. Ég gleymi því aldrei þegar kona sem var orðinn mikill sjúklingur hafði samband við okkur. Hún hafði fylgst með öllum leikjum KA, hvort sem það var í fótbolta, handbolta eða blaki. Hún sagði að þetta hafi bara algjörlega bjargað sér þegar hún lá bara í rúminu og gat ekki gert neitt að geta fylgst með öllum leikjum,“ segir Ágúst að lokum.Upplýsingar um styrktareikninginn má nálgast hér að neðan:Reikningsnúmer: 0162-15-383220Kennitala: 700169-4219
Akureyri Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent