Steinunn Björns: Þetta endar vonandi betur en síðasta vetur Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 3. september 2019 21:28 Steinunn lyftir bikarnum á loft „Það er gott að vera byrjuð aftur,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, eftir að hafa fagnað með sínu liði sem varð meistari meistaranna eftir þrettán marka sigur á Val í kvöld. „Við áttum frábæran leik, það er gott að vera byrjaðar og við fengum bara einhverja útrás í dag“ sagði Steinunn Fram náði snemma leiks öllum tökum á leiknum og héldu þær vel í forystuna sem þær höfðu náð. Steinunn segir að þær hafi lagt upp með því að halda áfram að keyra á Val sama hversu góðri forystu þær næðu „Við lögðum upp með það, að ef við myndum ná forystu þá myndum við halda áfram að keyra á þær. Við höfum ekki verið neitt sérstaklega góðar í því. Við spiluðum á okkar styrkleikum, spiluðum góða vörn, fengum góða markvörslu og keyrðum á þær.“ Steinunn hrósar nýju leikmönnunum fyrir sína frammistöðu og segir að liðið sé að ná vel saman. Fram nældi sér í þær Perlu Ruth Albertsdóttir, Kristrúnu Steinþórsdóttir og Katrínu Ósk Magnúsdóttir, sem allar spiluðu stórt hlutverk í kvöld „Ég er virkilega bjartsýn fyrir vetrinum, ég hlakka mikið til. Þetta eru frábærar stelpur sem við erum búnar að fá en að sjálfsögðu misstum við stóra pósta frá okkur. Við bara getum ekki beðið eftir að byrja þetta Íslandsmót.“ Val og Fram er spáð efstu tveimur sætunum á öllum miðlum. Steinunn segir að þessi leikur gefi alls enga mynd um það hvernig liðin verði í vetur enda hafi Valur ekki verið að spila á sínu besta liði. „Nei langt frá því, Valur var ekki að spila á sínu sterkasta liði. Spáin segir að þetta séu tvö bestu liðin en það verður bara að koma í ljós, það er mikil óvissa með þessa deild núna, mikið af útlendingum og þetta verður bara að koma í ljós. Þetta er bara spennandi og endar vonandi betur en á síðasta tímabili.“ Svo þetta var bara fyrsti titillinn af mörgum í vetur? „Já, ég vona það allavega,“ sagði Steinunn að lokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Fram 23-36 | Fram burstaði Val Handboltavertíðin hófst formlega í kvöld er bestu kvennalið landsins mættust í Meistarakeppni HSÍ. 3. september 2019 22:00 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Sjá meira
„Það er gott að vera byrjuð aftur,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, eftir að hafa fagnað með sínu liði sem varð meistari meistaranna eftir þrettán marka sigur á Val í kvöld. „Við áttum frábæran leik, það er gott að vera byrjaðar og við fengum bara einhverja útrás í dag“ sagði Steinunn Fram náði snemma leiks öllum tökum á leiknum og héldu þær vel í forystuna sem þær höfðu náð. Steinunn segir að þær hafi lagt upp með því að halda áfram að keyra á Val sama hversu góðri forystu þær næðu „Við lögðum upp með það, að ef við myndum ná forystu þá myndum við halda áfram að keyra á þær. Við höfum ekki verið neitt sérstaklega góðar í því. Við spiluðum á okkar styrkleikum, spiluðum góða vörn, fengum góða markvörslu og keyrðum á þær.“ Steinunn hrósar nýju leikmönnunum fyrir sína frammistöðu og segir að liðið sé að ná vel saman. Fram nældi sér í þær Perlu Ruth Albertsdóttir, Kristrúnu Steinþórsdóttir og Katrínu Ósk Magnúsdóttir, sem allar spiluðu stórt hlutverk í kvöld „Ég er virkilega bjartsýn fyrir vetrinum, ég hlakka mikið til. Þetta eru frábærar stelpur sem við erum búnar að fá en að sjálfsögðu misstum við stóra pósta frá okkur. Við bara getum ekki beðið eftir að byrja þetta Íslandsmót.“ Val og Fram er spáð efstu tveimur sætunum á öllum miðlum. Steinunn segir að þessi leikur gefi alls enga mynd um það hvernig liðin verði í vetur enda hafi Valur ekki verið að spila á sínu besta liði. „Nei langt frá því, Valur var ekki að spila á sínu sterkasta liði. Spáin segir að þetta séu tvö bestu liðin en það verður bara að koma í ljós, það er mikil óvissa með þessa deild núna, mikið af útlendingum og þetta verður bara að koma í ljós. Þetta er bara spennandi og endar vonandi betur en á síðasta tímabili.“ Svo þetta var bara fyrsti titillinn af mörgum í vetur? „Já, ég vona það allavega,“ sagði Steinunn að lokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Fram 23-36 | Fram burstaði Val Handboltavertíðin hófst formlega í kvöld er bestu kvennalið landsins mættust í Meistarakeppni HSÍ. 3. september 2019 22:00 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Sjá meira
Leik lokið: Valur - Fram 23-36 | Fram burstaði Val Handboltavertíðin hófst formlega í kvöld er bestu kvennalið landsins mættust í Meistarakeppni HSÍ. 3. september 2019 22:00