Ágúst að vonar munurinn verði ekki svo mikill á Val og Fram í vetur Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 3. september 2019 22:00 Gústi messar yfir sínum stelpum í kvöld. vísir/daníel Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, segir að liðið sé töluvert eftir á eins og staðan er núna og að liðið þurfi að nýta tímann vel til að vinna í sínum málum. „Ég vissi það alveg fyrir fram að þetta yrði erfitt, Fram er í fyrsta lagi með feikilega öflugt lið og svo vantaði leikmenn inní okkar hóp. Við erum að reyna að slípa liðið saman og með mikið af ungum leikmönnum í stórum hlutverkum, sem stóðu sig reyndar, margar hverjar, mjög vel í dag.“ sagði Gústi sem hrósaði ungu leikmönnum liðsins fyrir sína frammistöðu í 13 marka tapi liðsins gegn Fram í Meistarakeppni HSÍ. „Þetta tekur bara tíma, við erum aðeins á eftir en munum nota tímann núna fram til áramóta að pússa liðið saman.“ Það vantaði stórskyttur liðsins, þær Díönu Dögg Magnúsdóttir og Lovísu Thompson í liðið í dag en Gústi vill þó ekki meina að það sé svona svakalegur munur á liðinu þegar þær vanti. Leikur liðsins hafi heilt yfir bara gengið illa í dag. „Auðvitað munar gríðarlega mikið um þær en ekki svona mikið. Varnarleikurinn var ekki nægilega góður í dag, markvarslan var mjög slök og við fengum lítið af hraðaupphlaupum. Við áttum bara undir högg að sækja,“ sagði Gústi og bætir því við að hann voni innilega að munurinn verði ekki svona mikill á liði Vals og Fram í vetur. „Ég ætla að vona ekki, en við þurfum við að vinna í okkar málum og það er margt sem við þurfum að bæta. Við þurfum að nota tímann vel og vonandi hægt að rólega náum við að slípa okkar leik.“ Valur spilar mætir sænska liðinu, Skuru IK, í Evrópukeppni EHF um helgina, en eitt er víst að Gústi þarf að fá töluvert betri frammistöðu frá sínum stelpum í þeim leikjum „Já, það er margt sem þarf að laga fyrir það, við þurfum bara að reyna að vinna í okkar málum og nota þá daga sem við höfum til að hvíla okkar og koma ferskar til leiks á föstudaginn.“ En telur Gústi að Díana Dögg og Lovísa Thompson verði með um helgina? „Það er rosalega erfitt að segja til um það en ég er ekkert rosalega bjartsýnn á það, því miður.“ Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 23-36 | Fram burstaði Val Handboltavertíðin hófst formlega í kvöld er bestu kvennalið landsins mættust í Meistarakeppni HSÍ. 3. september 2019 22:00 Steinunn Björns: Þetta endar vonandi betur en síðasta vetur Það var létt yfir Steinunni Björnsdóttur í leikslok eftir stórsigur á þreföldum meisturum Vals. 3. september 2019 21:28 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Sjá meira
Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, segir að liðið sé töluvert eftir á eins og staðan er núna og að liðið þurfi að nýta tímann vel til að vinna í sínum málum. „Ég vissi það alveg fyrir fram að þetta yrði erfitt, Fram er í fyrsta lagi með feikilega öflugt lið og svo vantaði leikmenn inní okkar hóp. Við erum að reyna að slípa liðið saman og með mikið af ungum leikmönnum í stórum hlutverkum, sem stóðu sig reyndar, margar hverjar, mjög vel í dag.“ sagði Gústi sem hrósaði ungu leikmönnum liðsins fyrir sína frammistöðu í 13 marka tapi liðsins gegn Fram í Meistarakeppni HSÍ. „Þetta tekur bara tíma, við erum aðeins á eftir en munum nota tímann núna fram til áramóta að pússa liðið saman.“ Það vantaði stórskyttur liðsins, þær Díönu Dögg Magnúsdóttir og Lovísu Thompson í liðið í dag en Gústi vill þó ekki meina að það sé svona svakalegur munur á liðinu þegar þær vanti. Leikur liðsins hafi heilt yfir bara gengið illa í dag. „Auðvitað munar gríðarlega mikið um þær en ekki svona mikið. Varnarleikurinn var ekki nægilega góður í dag, markvarslan var mjög slök og við fengum lítið af hraðaupphlaupum. Við áttum bara undir högg að sækja,“ sagði Gústi og bætir því við að hann voni innilega að munurinn verði ekki svona mikill á liði Vals og Fram í vetur. „Ég ætla að vona ekki, en við þurfum við að vinna í okkar málum og það er margt sem við þurfum að bæta. Við þurfum að nota tímann vel og vonandi hægt að rólega náum við að slípa okkar leik.“ Valur spilar mætir sænska liðinu, Skuru IK, í Evrópukeppni EHF um helgina, en eitt er víst að Gústi þarf að fá töluvert betri frammistöðu frá sínum stelpum í þeim leikjum „Já, það er margt sem þarf að laga fyrir það, við þurfum bara að reyna að vinna í okkar málum og nota þá daga sem við höfum til að hvíla okkar og koma ferskar til leiks á föstudaginn.“ En telur Gústi að Díana Dögg og Lovísa Thompson verði með um helgina? „Það er rosalega erfitt að segja til um það en ég er ekkert rosalega bjartsýnn á það, því miður.“
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 23-36 | Fram burstaði Val Handboltavertíðin hófst formlega í kvöld er bestu kvennalið landsins mættust í Meistarakeppni HSÍ. 3. september 2019 22:00 Steinunn Björns: Þetta endar vonandi betur en síðasta vetur Það var létt yfir Steinunni Björnsdóttur í leikslok eftir stórsigur á þreföldum meisturum Vals. 3. september 2019 21:28 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 23-36 | Fram burstaði Val Handboltavertíðin hófst formlega í kvöld er bestu kvennalið landsins mættust í Meistarakeppni HSÍ. 3. september 2019 22:00
Steinunn Björns: Þetta endar vonandi betur en síðasta vetur Það var létt yfir Steinunni Björnsdóttur í leikslok eftir stórsigur á þreföldum meisturum Vals. 3. september 2019 21:28