Baldvin Z með nýja glæpaseríu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 6. september 2019 06:15 Baldvin situr sveittur við skriftir. Fréttablaðið/Anton. Baldvin Z leikstýrir nýrri glæpaseríu sem mun heita Svörtu sandar. Stöð 2 og framleiðslufyrirtækið Glassriver undirrituðu samning um framleiðslu hennar og gamanseríunnar Magaluf. Baldvin segir að stefnt sé að því að serían verði sýnd í lok árs 2021. „Þetta verður eins mikill krimmi og hægt er.“ Hugmyndin kom frá Ragnari Jónssyni en Aldís Hamilton og Andri Óttarsson koma einnig að skrifunum. Baldvin segir að grunnurinn að sögunni sé þegar til en nú sé unnið að útfærslum á handritinu. „Ragnar er rannsóknarlögreglumaður og blóðferlafræðingur, einn af okkar fremstu á Íslandi,“ segir Baldvin. „Vegna hans er innsýn okkar inn í þennan heim einstök. Við stillum þessu upp á mjög raunsæjan hátt.“ Svörtu sandar fjallar um unga lögreglukonu sem rannsakar dauðsfall ferðamanns. Baldvin segir að þegar sé búið að ræða um aðalleikara en gefur ekkert upp. Baldvin er þekktastur fyrir kvikmyndirnar Lof mér að falla frá árinu 2018 og Vonarstræti frá 2014. Magaluf er gamanþáttaröð í leikstjórn Magnúsar Leifssonar og gerist árið 1979. Í aðalhlutverki verður Steindi Jr. sem leikur plötusnúð á skemmtistaðnum Hollywood sem gerist fararstjóri í Spánarferð til að endurheimta æskuástina. Ragnar Bragason skrifaði handritið ásamt Magnúsi og Snjólaugu Lúðvíksdóttur. Birtist í Fréttablaðinu Menning Svörtu sandar Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Baldvin Z leikstýrir nýrri glæpaseríu sem mun heita Svörtu sandar. Stöð 2 og framleiðslufyrirtækið Glassriver undirrituðu samning um framleiðslu hennar og gamanseríunnar Magaluf. Baldvin segir að stefnt sé að því að serían verði sýnd í lok árs 2021. „Þetta verður eins mikill krimmi og hægt er.“ Hugmyndin kom frá Ragnari Jónssyni en Aldís Hamilton og Andri Óttarsson koma einnig að skrifunum. Baldvin segir að grunnurinn að sögunni sé þegar til en nú sé unnið að útfærslum á handritinu. „Ragnar er rannsóknarlögreglumaður og blóðferlafræðingur, einn af okkar fremstu á Íslandi,“ segir Baldvin. „Vegna hans er innsýn okkar inn í þennan heim einstök. Við stillum þessu upp á mjög raunsæjan hátt.“ Svörtu sandar fjallar um unga lögreglukonu sem rannsakar dauðsfall ferðamanns. Baldvin segir að þegar sé búið að ræða um aðalleikara en gefur ekkert upp. Baldvin er þekktastur fyrir kvikmyndirnar Lof mér að falla frá árinu 2018 og Vonarstræti frá 2014. Magaluf er gamanþáttaröð í leikstjórn Magnúsar Leifssonar og gerist árið 1979. Í aðalhlutverki verður Steindi Jr. sem leikur plötusnúð á skemmtistaðnum Hollywood sem gerist fararstjóri í Spánarferð til að endurheimta æskuástina. Ragnar Bragason skrifaði handritið ásamt Magnúsi og Snjólaugu Lúðvíksdóttur.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Svörtu sandar Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira