Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2019 22:17 Vísir/Vilhelm Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. Þetta kemur fram í ályktun stjórnarinnar sem samþykkt var í kvöld. Í yfirlýsingu frá sambandinu segir að mikil óánægja hafi ríkt meðal lögregluþjóna um langt skeið með störf yfirstjórnar embættis ríkislögreglustjóra. Þar segir að óánægja þessi sé meðal annars komin til vegna fatamála lögregluþjóna, sem hafi verið í ólestri, en einnig vegna annarra mála eins og bílamála. Dómsmálaráðuneytið óskaði nýverið eftir því að Ríkisendurskoðun geri heildarúttekt á embætti ríkislögreglustjóra og var það gert eftir að ákveðið var að leggja niður Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra. Það verður gert um áramótin og mikill ólestur í rekstri Bílamiðstöðvarinnar þótti ástæða til að grípa til úttektar.Sjá einnig: Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð„Ljóst er að lögregluembætti hafa þurft að greiða háar fjárhæðir til bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra vegna ökutækja lögreglu, þrátt fyrir að þau séu jafnvel úr sér gengin, sbr. fréttir undanfarna daga,“ segir í yfirlýsingunni. „Einnig hafa málefni sérsveitar ríkislögreglustjóra verið til umfjöllunar og styður stjórn Landssambands lögreglumanna erindi þeirra sérsveitarmanna sem sent var dómsmálaráðuneyti til umfjöllunar.“ Stjórn Landssambands lögreglumanna segist telja að „fái sá ágreiningur og sú gagnrýni sem beinst hefur að embætti ríkislögreglustjóra ekki skjóta úrlausn, muni það bitna á þjónustu við borgarana, öryggi þeirra og öryggi lögreglumanna á landsvísu. Slíkt ástand er til þess fallið að rýra traust almennings til lögreglu, sem lengi hefur haldist gott og dapurt væri að glata“. Lögreglan Tengdar fréttir Nýir lögreglubílar hafa staðið óhreyfðir vikum saman hjá innflutningsaðila Dæmi eru um að embætti Ríkislögreglustjóra hafi verið synjað um fyrirgreiðslu hjá þjónustufyrirtækjum vegna vanskila. Nýir lögreglubílar stóðu vikum saman ónotaðir hjá innflytjanda þar sem greiðsla vegna þeirra tafðist. Fjármálastjóri embættisins segir bókhaldið í lagi. 6. júní 2019 18:30 Telur afgreiðslu ráðuneytis vegna framgöngu ríkislögreglustjóra ófullnægjandi Björn Jón Bragason telur að afgreiðsla dómsmálaráðuneytisins, vegna samskipta sem hann upplifir sem hótanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra í sinn garð, sé algjörlega ófullnægjandi. Þetta kemur fram í bréfi Björns Jóns til umboðsmanns Alþingis. Hann telur að ráðuneytið hafi átt að áminna Harald. 19. júní 2019 18:30 Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Lögreglan vill skoða að nota bílaleigubíla til neyðaraksturs Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir stjórnsýsluendurskoðun á bifreiðamálum af hálfu ríkisendurskoðanda. 6. júní 2019 07:36 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Sjá meira
Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. Þetta kemur fram í ályktun stjórnarinnar sem samþykkt var í kvöld. Í yfirlýsingu frá sambandinu segir að mikil óánægja hafi ríkt meðal lögregluþjóna um langt skeið með störf yfirstjórnar embættis ríkislögreglustjóra. Þar segir að óánægja þessi sé meðal annars komin til vegna fatamála lögregluþjóna, sem hafi verið í ólestri, en einnig vegna annarra mála eins og bílamála. Dómsmálaráðuneytið óskaði nýverið eftir því að Ríkisendurskoðun geri heildarúttekt á embætti ríkislögreglustjóra og var það gert eftir að ákveðið var að leggja niður Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra. Það verður gert um áramótin og mikill ólestur í rekstri Bílamiðstöðvarinnar þótti ástæða til að grípa til úttektar.Sjá einnig: Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð„Ljóst er að lögregluembætti hafa þurft að greiða háar fjárhæðir til bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra vegna ökutækja lögreglu, þrátt fyrir að þau séu jafnvel úr sér gengin, sbr. fréttir undanfarna daga,“ segir í yfirlýsingunni. „Einnig hafa málefni sérsveitar ríkislögreglustjóra verið til umfjöllunar og styður stjórn Landssambands lögreglumanna erindi þeirra sérsveitarmanna sem sent var dómsmálaráðuneyti til umfjöllunar.“ Stjórn Landssambands lögreglumanna segist telja að „fái sá ágreiningur og sú gagnrýni sem beinst hefur að embætti ríkislögreglustjóra ekki skjóta úrlausn, muni það bitna á þjónustu við borgarana, öryggi þeirra og öryggi lögreglumanna á landsvísu. Slíkt ástand er til þess fallið að rýra traust almennings til lögreglu, sem lengi hefur haldist gott og dapurt væri að glata“.
Lögreglan Tengdar fréttir Nýir lögreglubílar hafa staðið óhreyfðir vikum saman hjá innflutningsaðila Dæmi eru um að embætti Ríkislögreglustjóra hafi verið synjað um fyrirgreiðslu hjá þjónustufyrirtækjum vegna vanskila. Nýir lögreglubílar stóðu vikum saman ónotaðir hjá innflytjanda þar sem greiðsla vegna þeirra tafðist. Fjármálastjóri embættisins segir bókhaldið í lagi. 6. júní 2019 18:30 Telur afgreiðslu ráðuneytis vegna framgöngu ríkislögreglustjóra ófullnægjandi Björn Jón Bragason telur að afgreiðsla dómsmálaráðuneytisins, vegna samskipta sem hann upplifir sem hótanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra í sinn garð, sé algjörlega ófullnægjandi. Þetta kemur fram í bréfi Björns Jóns til umboðsmanns Alþingis. Hann telur að ráðuneytið hafi átt að áminna Harald. 19. júní 2019 18:30 Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Lögreglan vill skoða að nota bílaleigubíla til neyðaraksturs Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir stjórnsýsluendurskoðun á bifreiðamálum af hálfu ríkisendurskoðanda. 6. júní 2019 07:36 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Sjá meira
Nýir lögreglubílar hafa staðið óhreyfðir vikum saman hjá innflutningsaðila Dæmi eru um að embætti Ríkislögreglustjóra hafi verið synjað um fyrirgreiðslu hjá þjónustufyrirtækjum vegna vanskila. Nýir lögreglubílar stóðu vikum saman ónotaðir hjá innflytjanda þar sem greiðsla vegna þeirra tafðist. Fjármálastjóri embættisins segir bókhaldið í lagi. 6. júní 2019 18:30
Telur afgreiðslu ráðuneytis vegna framgöngu ríkislögreglustjóra ófullnægjandi Björn Jón Bragason telur að afgreiðsla dómsmálaráðuneytisins, vegna samskipta sem hann upplifir sem hótanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra í sinn garð, sé algjörlega ófullnægjandi. Þetta kemur fram í bréfi Björns Jóns til umboðsmanns Alþingis. Hann telur að ráðuneytið hafi átt að áminna Harald. 19. júní 2019 18:30
Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00
Lögreglan vill skoða að nota bílaleigubíla til neyðaraksturs Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir stjórnsýsluendurskoðun á bifreiðamálum af hálfu ríkisendurskoðanda. 6. júní 2019 07:36